Veltir því fyrir sér hvort útganga úr EES verði okkar Brexit Andri Eysteinsson skrifar 25. nóvember 2018 13:58 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segist velta því fyrir sér hvort EES samningurinn verði að okkar Brexit. Jón Steindór segir íslenska pólitíkusa vera farna að tala í þá veru, slíkt sé umhugsunarefni.. Jón Steindór var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í hádeginu. Jón Steindór og Kristján ræddu stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og fóru yfir stöðu mála. Jón Steindór sem lengi hefur verið einn helsti talsmaður fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið sagði ekki allt ákveðið hvað varðar Brexit þrátt fyrir atburði dagsins. Enn eigi breska þingið eftir að samþykkja samning Theresu May. Þingmenn úr öllum flokkum virðast ósáttir og eru taldir ólíklegir til að styðja samninginn í atkvæðagreiðslu.Merki um átök í kringum EES samninginn Jón Steindór sagði að í Bretlandi virtust allir málsaðilar ósáttir nema kannski forsætisráðherrann May. „Þeir sem að voru harðastir á útgöngu eru hundóánægðir og segja að þetta sé alls ekki fullnægjandi. Þeir sem lengst ganga segja að þá hafi verið betra að vera kyrr. Þeir sem vildu vera kyrrir segja auðvitað að betra hefði verið að vera um kyrrt,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir að í Evrópu takist á öfl frjálslyndis og samvinnu annars vegar og einangrunarhyggju hins vegar, merki þess séu farin að sjást hér á landi í kringum EES samninginn. „Það eru átök innan Sjálfstæðisflokksins, við höfum Miðflokkinn. Hvað eru menn að tala um, fullveldi og sjálfstæði. Menn klæða það í búning til dæmis þriðja orkupakkans, vernda okkur gegn hættulegu fersku kjöti. Við eigum að sjá um okkur sjálf. Menn eru að koma til móts við þessu sjónarmið,“ segir Jón Steindór.Umhugsunarefni að stjórnmálamenn holi undan EES samningnum Jón Steindór varpar í kjölfarið fram spurningunni hvort EES verði okkar Brexit. Jón Steindór nefnir að frjálslynt fólk innan Sjálfstæðisflokksins hafi leyft íhaldsröddum að taka sterkar á flokknum. Mynstrið sé það sama og þegar Sjálfstæðisflokkurinn var jákvæður fyrir Evrópusambandinu. „Svo leyfðu þeir þessum röddum að vera í friði, áður en þeir vissu af fór stuðningur við inngöngu úr því að vera meirihlutaálit í það að vera algjört minnihlutaálit án þess að flokkurinn hafi fjallað um það,“ segir Jón Steindór. Jón Steindór segir það enn fremur vera umhugsunarefni þegar íslenskir pólitíkusar séu farnir að hola undan EES samningnum. Ótrúlegt sé að á Íslandi séu stjórnmálamenn sem vilja ekki vera í EES og viðurkenna ekki ágæti hans. Ef ekki sé spyrnt við fótum endi það með því að Íslendingar leggi af stað í ferð að feigðarósi, án þess að vita hver vildi það og til hvers það leiðir.Umræður Jóns Steindórs og Kristjáns á Sprengisandi má finna í spilaranum hér að neðan. Alþingi Brexit Evrópusambandið Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir bann sem hann beitti sér fyrir á innflutningi á hráu kjöti hafi verið sett til verndar íslensku búfjárkyni. 19. nóvember 2016 19:00 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segist velta því fyrir sér hvort EES samningurinn verði að okkar Brexit. Jón Steindór segir íslenska pólitíkusa vera farna að tala í þá veru, slíkt sé umhugsunarefni.. Jón Steindór var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í hádeginu. Jón Steindór og Kristján ræddu stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og fóru yfir stöðu mála. Jón Steindór sem lengi hefur verið einn helsti talsmaður fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið sagði ekki allt ákveðið hvað varðar Brexit þrátt fyrir atburði dagsins. Enn eigi breska þingið eftir að samþykkja samning Theresu May. Þingmenn úr öllum flokkum virðast ósáttir og eru taldir ólíklegir til að styðja samninginn í atkvæðagreiðslu.Merki um átök í kringum EES samninginn Jón Steindór sagði að í Bretlandi virtust allir málsaðilar ósáttir nema kannski forsætisráðherrann May. „Þeir sem að voru harðastir á útgöngu eru hundóánægðir og segja að þetta sé alls ekki fullnægjandi. Þeir sem lengst ganga segja að þá hafi verið betra að vera kyrr. Þeir sem vildu vera kyrrir segja auðvitað að betra hefði verið að vera um kyrrt,“ sagði Jón Steindór. Jón Steindór segir að í Evrópu takist á öfl frjálslyndis og samvinnu annars vegar og einangrunarhyggju hins vegar, merki þess séu farin að sjást hér á landi í kringum EES samninginn. „Það eru átök innan Sjálfstæðisflokksins, við höfum Miðflokkinn. Hvað eru menn að tala um, fullveldi og sjálfstæði. Menn klæða það í búning til dæmis þriðja orkupakkans, vernda okkur gegn hættulegu fersku kjöti. Við eigum að sjá um okkur sjálf. Menn eru að koma til móts við þessu sjónarmið,“ segir Jón Steindór.Umhugsunarefni að stjórnmálamenn holi undan EES samningnum Jón Steindór varpar í kjölfarið fram spurningunni hvort EES verði okkar Brexit. Jón Steindór nefnir að frjálslynt fólk innan Sjálfstæðisflokksins hafi leyft íhaldsröddum að taka sterkar á flokknum. Mynstrið sé það sama og þegar Sjálfstæðisflokkurinn var jákvæður fyrir Evrópusambandinu. „Svo leyfðu þeir þessum röddum að vera í friði, áður en þeir vissu af fór stuðningur við inngöngu úr því að vera meirihlutaálit í það að vera algjört minnihlutaálit án þess að flokkurinn hafi fjallað um það,“ segir Jón Steindór. Jón Steindór segir það enn fremur vera umhugsunarefni þegar íslenskir pólitíkusar séu farnir að hola undan EES samningnum. Ótrúlegt sé að á Íslandi séu stjórnmálamenn sem vilja ekki vera í EES og viðurkenna ekki ágæti hans. Ef ekki sé spyrnt við fótum endi það með því að Íslendingar leggi af stað í ferð að feigðarósi, án þess að vita hver vildi það og til hvers það leiðir.Umræður Jóns Steindórs og Kristjáns á Sprengisandi má finna í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Brexit Evrópusambandið Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir bann sem hann beitti sér fyrir á innflutningi á hráu kjöti hafi verið sett til verndar íslensku búfjárkyni. 19. nóvember 2016 19:00 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Segir hættu á að eyðileggja íslenskt sauðfé Fyrrverandi landbúnaðarráðherra segir bann sem hann beitti sér fyrir á innflutningi á hráu kjöti hafi verið sett til verndar íslensku búfjárkyni. 19. nóvember 2016 19:00
Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52
Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45