Lilja Rafney segir tillögur stjórnarandstöðu hygla hinum ríku Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2018 18:45 Lilja Rafney Magnúsdóttir er formaður atvinnuveganefndar. Fréttablaðið/Vilhelm Allt bendir til að frumvarp stjórnarflokkanna um veiðigjöld verði afgreitt frá Alþingi í miklum ágreiningi við fjóra af fimm flokkum stjórnarandstöðunnar, sem leggja til að frumvarpinu verði vísað frá. Formaður atvinnuveganefndar segir breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokkum fyrst og fremst gagnast þeim ríku. Núgildandi lög um veiðigjöld áttu að renna út hinn 1. september en voru framlengd í lok vorþings fram til áramóta vegna ágreinings stjórnar og stjórnarandstöðu. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er álagning gjaldanna færð nær rauntíma í afurðaverði og afsláttur á gjöldunum er aukinn um 60 prósent sem gagnast á smærri útgerðum mest. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur fólksins segja ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna. Samkvæmt tillögum stjórnarmeirihlutans muni veiðigjöld lækka um allt að fjóra milljarða og vilja flokkarnir vísa frumvarpinu frá. Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna segir núverandi lög gölluð og framlenging þeirra myndi hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá erum við að tala um að á næsta almanaksári gætu veiðigjöldin orðið tólf og hálfur milljarður króna. Þá held ég nú að hrikti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki,“ segir Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði forgangsröðun stjórnarflokkanna augljósa. Á sama tíma og framlög til aldraðra og öryrkja væru lækkuð (milli umræðna um fjárlagafrumvarp) ætti að lækka veiðigjöldin frá útgerðinni. „Hvað liggur á. það er lækkandi gengi, það er lækkandi olíuverð. Útgerðin stendur alveg þokkalega og vel það,“ sagði Þorgerður Katrín. Nánast engar líkur eru á að frávísun á frumvarpinu verði samþykkt og sennilega ekki heldur breytingatillögur sem Samfylkingin, Viðreisn og Píratar leggja þá til; um að aflaheimildir fyrnist á tuttugu árum og á þeim tíma fari fimm prósent veiðiheimilda á uppboð ár hvert. Veiðigjöldin standi undir stjórn og eftirliti með veiðunum en það sem innheimtist umfram það fari í nýjan uppbyggingarsjóð landshlutanna. Lilja Rafney sagði tillögur flokkanna þriggja vera frjálshyggjuhugmyndir. „Þá er verið að hygla þeim ríku. Að bjóða upp á markaðsleiðina. Setja allt á uppboð. Þeir ríkustu hafa mestu möguleika, mestan aðgang að fjármagni og þjappar áfram þessum aflaheimildum saman,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Annarri umræðu um veiðigjöldin verður framhaldið á Alþingi á mánudag. Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Allt bendir til að frumvarp stjórnarflokkanna um veiðigjöld verði afgreitt frá Alþingi í miklum ágreiningi við fjóra af fimm flokkum stjórnarandstöðunnar, sem leggja til að frumvarpinu verði vísað frá. Formaður atvinnuveganefndar segir breytingartillögur frá stjórnarandstöðuflokkum fyrst og fremst gagnast þeim ríku. Núgildandi lög um veiðigjöld áttu að renna út hinn 1. september en voru framlengd í lok vorþings fram til áramóta vegna ágreinings stjórnar og stjórnarandstöðu. Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans er álagning gjaldanna færð nær rauntíma í afurðaverði og afsláttur á gjöldunum er aukinn um 60 prósent sem gagnast á smærri útgerðum mest. Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Flokkur fólksins segja ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna. Samkvæmt tillögum stjórnarmeirihlutans muni veiðigjöld lækka um allt að fjóra milljarða og vilja flokkarnir vísa frumvarpinu frá. Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna segir núverandi lög gölluð og framlenging þeirra myndi hafa alvarlegar afleiðingar. „Þá erum við að tala um að á næsta almanaksári gætu veiðigjöldin orðið tólf og hálfur milljarður króna. Þá held ég nú að hrikti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki,“ segir Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði forgangsröðun stjórnarflokkanna augljósa. Á sama tíma og framlög til aldraðra og öryrkja væru lækkuð (milli umræðna um fjárlagafrumvarp) ætti að lækka veiðigjöldin frá útgerðinni. „Hvað liggur á. það er lækkandi gengi, það er lækkandi olíuverð. Útgerðin stendur alveg þokkalega og vel það,“ sagði Þorgerður Katrín. Nánast engar líkur eru á að frávísun á frumvarpinu verði samþykkt og sennilega ekki heldur breytingatillögur sem Samfylkingin, Viðreisn og Píratar leggja þá til; um að aflaheimildir fyrnist á tuttugu árum og á þeim tíma fari fimm prósent veiðiheimilda á uppboð ár hvert. Veiðigjöldin standi undir stjórn og eftirliti með veiðunum en það sem innheimtist umfram það fari í nýjan uppbyggingarsjóð landshlutanna. Lilja Rafney sagði tillögur flokkanna þriggja vera frjálshyggjuhugmyndir. „Þá er verið að hygla þeim ríku. Að bjóða upp á markaðsleiðina. Setja allt á uppboð. Þeir ríkustu hafa mestu möguleika, mestan aðgang að fjármagni og þjappar áfram þessum aflaheimildum saman,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. Annarri umræðu um veiðigjöldin verður framhaldið á Alþingi á mánudag.
Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira