Fjórir flokkar vilja vísa veiðigjaldafrumvarpi frá Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2018 12:37 Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Flokks fólksins og þingflokksformaður Pírata leggja fram frávísunartillögu og vilja að núverandi lög gildi áfram út næsta ár meðan farið verði frekar yfir málið. vísir/vilhelm Fjórir stjórnarandstöðuflokkar leggja til að frumvarpi stjórnarflokkanna um breytingar á veiðigjöldum verði vísað frá í meðförum Alþingis og núgildandi lög framlengd um eitt ár. Til vara leggja þrír stjórnarandstöðuflokkar til að farin veriði fyrningarleið við útdeilingu aflaheimilda. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna, mælti fyrir breytingartillögum stjórnarmeirihlutans á veiðigjöldum á Alþingi í morgun, þar sem lagt er til að afsláttur af veiðigjöldum til útgerða verði aukinn um 60 prósent upp að sex milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn segir að með þessu sé verið að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og unnið gegn frekari samþjöppun í forræði á aflaheimildum. Veiðigjald miðist við aflaverðmæti í hverri tegund og komi öllum útgerðum til góða. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Flokks fólksins og þingflokksformaður Pírata leggja fram frávísunartillögu og vilja að núverandi lög gildi áfram út næsta ár meðan farið verði frekar yfir málið. Enda hafi ekkert samráð verið haft við stjórnarandstöðuna vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Lilja Rafney sagði þessa tillögu þýða að meingölluð lög sem byggðu veiðigjöld á tveggja til þriggja ára upplýsingum giltu áfram. Það þýðddi að veiðigjöld á næsta ári gætu orðið 12,5 milljarðar. „Þá held ég að hrykti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki. Svo árið á eftir gætu veiðigjöldin dottið niður í 2,5 milljarða eða minna, miðað við afkomutengingu tvö til þrjú ár aftur í tímann,” sagði Lilja Rafney. Nái frávísunartillaga stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra ekki fram að ganga leggja þrír þeirra, Samfylkingin, Viðreisn og Píratar fram breytingartillögu sem felur í sér að veiðiheimildir fyrnist á tuttugu árum. „En nú án þess að búið sé að kalla eftir samráði, umsögnum eða eitt eða neitt á að fara eftir blautum draumum Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata að fara að bjóða allar aflaheimildir upp á næstu tuttugu árum. Þetta eru nú frjálshyggjuflokkarnir saman komnir í einn kór,” sagði Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagðist ekki hafa heyrt rödd sérhagsmunanna eins skýra á Alþingi á tuttugu ára þingferli og nú. „Af hverju þarf útgerðin að ganga fyrir eldri borgurum og öryrkjum. Það eru tveir dagar frá því ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu hér á þingi breytingartillögu þar sem framlög til eldri borgara og öryrkja voru lækkuð. Þessi spurning mín er mjög einföld; hvað liggur á. Af hverju á að taka útgerðina fram yfir eldri borgara og öryrkja,” sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Fjórir stjórnarandstöðuflokkar leggja til að frumvarpi stjórnarflokkanna um breytingar á veiðigjöldum verði vísað frá í meðförum Alþingis og núgildandi lög framlengd um eitt ár. Til vara leggja þrír stjórnarandstöðuflokkar til að farin veriði fyrningarleið við útdeilingu aflaheimilda. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna, mælti fyrir breytingartillögum stjórnarmeirihlutans á veiðigjöldum á Alþingi í morgun, þar sem lagt er til að afsláttur af veiðigjöldum til útgerða verði aukinn um 60 prósent upp að sex milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn segir að með þessu sé verið að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og unnið gegn frekari samþjöppun í forræði á aflaheimildum. Veiðigjald miðist við aflaverðmæti í hverri tegund og komi öllum útgerðum til góða. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Flokks fólksins og þingflokksformaður Pírata leggja fram frávísunartillögu og vilja að núverandi lög gildi áfram út næsta ár meðan farið verði frekar yfir málið. Enda hafi ekkert samráð verið haft við stjórnarandstöðuna vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Lilja Rafney sagði þessa tillögu þýða að meingölluð lög sem byggðu veiðigjöld á tveggja til þriggja ára upplýsingum giltu áfram. Það þýðddi að veiðigjöld á næsta ári gætu orðið 12,5 milljarðar. „Þá held ég að hrykti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki. Svo árið á eftir gætu veiðigjöldin dottið niður í 2,5 milljarða eða minna, miðað við afkomutengingu tvö til þrjú ár aftur í tímann,” sagði Lilja Rafney. Nái frávísunartillaga stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra ekki fram að ganga leggja þrír þeirra, Samfylkingin, Viðreisn og Píratar fram breytingartillögu sem felur í sér að veiðiheimildir fyrnist á tuttugu árum. „En nú án þess að búið sé að kalla eftir samráði, umsögnum eða eitt eða neitt á að fara eftir blautum draumum Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata að fara að bjóða allar aflaheimildir upp á næstu tuttugu árum. Þetta eru nú frjálshyggjuflokkarnir saman komnir í einn kór,” sagði Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagðist ekki hafa heyrt rödd sérhagsmunanna eins skýra á Alþingi á tuttugu ára þingferli og nú. „Af hverju þarf útgerðin að ganga fyrir eldri borgurum og öryrkjum. Það eru tveir dagar frá því ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu hér á þingi breytingartillögu þar sem framlög til eldri borgara og öryrkja voru lækkuð. Þessi spurning mín er mjög einföld; hvað liggur á. Af hverju á að taka útgerðina fram yfir eldri borgara og öryrkja,” sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40