Um þriðjungur upplifði einelti hjá OR Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. nóvember 2018 06:00 Frá fundi í Orkuveitunni þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Hellga Jónsdóttir forstjóri, Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. visir/vilhelm Yfir þrjátíu prósent fyrrverandi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku þátt í könnun Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar upplifðu einelti á vinnustað meðan þeir störfuðu hjá fyrirtækinu. Töluverður munur er á svörum núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins þegar spurt er um einelti en einungis sjö prósent núverandi starfsmanna segjast hafa upplifað einelti á vinnustaðnum. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall var því viðhorfi lýst af hálfu Orkuveitunnar, með vísan til niðurstöðu úttektarinnar, að vinnustaðamenning væri betri hjá fyrirtækinu en gengur og gerist á vinnumarkaði. Fréttablaðið sendi Helgu Jónsdóttur, sitjandi forstjóra Orkuveitunnar, fyrirspurn um hvernig yfirlýsingin samræmdist fyrrgreindri upplifun fyrrverandi starfsmanna en fékk ekki svar. Aðspurður segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, að niðurstöður könnunar eldri starfsmanna séu vitaskuld meðal þeirra gagna sem verið sé að rýna hjá fyrirtækinu í þágu úrbótastarfs. Máls Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra fjármála, sem var veitt formleg áminning vegna kynferðislegrar áreitni árið 2015, er hvergi getið í skýrslu Innri endurskoðunar um vinnustaðamenningu hjá Orkuveitunni. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að mál Ingvars hafi verið tekið til skoðunar hjá Innri endurskoðun eftir að yfirlýsing frá honum barst fjölmiðlum. Eftir viðtal við hann sjálfan, samstarfsmenn og fulltrúa starfsmannahalds, var ekki talin ástæða til að fjalla frekar um mál hans og því talið lokið enda hefði hvorki Ingvar sjálfur né fyrirtækið gert athugasemd við málsmeðferðina sem málið hlaut á sínum tíma. Ekki var rætt við þolendur áreitninnar en kvartanir kvennanna tveggja sem áminningin laut að voru nafnlausar. Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Yfir þrjátíu prósent fyrrverandi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku þátt í könnun Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar upplifðu einelti á vinnustað meðan þeir störfuðu hjá fyrirtækinu. Töluverður munur er á svörum núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins þegar spurt er um einelti en einungis sjö prósent núverandi starfsmanna segjast hafa upplifað einelti á vinnustaðnum. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall var því viðhorfi lýst af hálfu Orkuveitunnar, með vísan til niðurstöðu úttektarinnar, að vinnustaðamenning væri betri hjá fyrirtækinu en gengur og gerist á vinnumarkaði. Fréttablaðið sendi Helgu Jónsdóttur, sitjandi forstjóra Orkuveitunnar, fyrirspurn um hvernig yfirlýsingin samræmdist fyrrgreindri upplifun fyrrverandi starfsmanna en fékk ekki svar. Aðspurður segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, að niðurstöður könnunar eldri starfsmanna séu vitaskuld meðal þeirra gagna sem verið sé að rýna hjá fyrirtækinu í þágu úrbótastarfs. Máls Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra fjármála, sem var veitt formleg áminning vegna kynferðislegrar áreitni árið 2015, er hvergi getið í skýrslu Innri endurskoðunar um vinnustaðamenningu hjá Orkuveitunni. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að mál Ingvars hafi verið tekið til skoðunar hjá Innri endurskoðun eftir að yfirlýsing frá honum barst fjölmiðlum. Eftir viðtal við hann sjálfan, samstarfsmenn og fulltrúa starfsmannahalds, var ekki talin ástæða til að fjalla frekar um mál hans og því talið lokið enda hefði hvorki Ingvar sjálfur né fyrirtækið gert athugasemd við málsmeðferðina sem málið hlaut á sínum tíma. Ekki var rætt við þolendur áreitninnar en kvartanir kvennanna tveggja sem áminningin laut að voru nafnlausar.
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35
Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15
Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45