Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. nóvember 2018 07:30 Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sem er fremst á myndinni segir að skýrslan sýni að uppsagnir Áslaugar Thelmu og Bjarna Más hafi verið réttmætar. Þá séu niðurstöður úttektar á vinnustaðamenningu OR góðar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Ég get ekki annað sagt en að ég sé sátt við niðurstöðurnar. Það sem mér finnst skipta svo miklu máli í þessu samhengi er það að við fengum innri endurskoðun til að ráðast í þessa miklu úttekt og núna munum við nota niðurstöðurnar og þær ábendingar sem koma fram í skýrslunni til að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, um úttekt innri endurskoðunar á vinnustaðamenningu og mannauðsmálum í fyrirtækinu. Tilefni úttektarinnar má rekja til uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur úr starfi hjá Orku náttúrunnar (ON) sem er dótturfélag OR. Áslaug Thelma og Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, sökuðu í kjölfarið Bjarna Má Júlíusson, framkvæmdastjóra ON, um óviðeigandi hegðun gagnvart kvenkyns starfsmönnum fyrirtækisins. Kom fram að Áslaug hefði ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu. Svo fór að Bjarna Má var vikið úr starfi framkvæmdastjóra ON og var vísað til óviðeigandi framkomu gagnvart samstarfsfólki. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sagði á blaðamannafundi í gær að úttekt innri endurskoðunar staðfesti að uppsagnir Áslaugar Thelmu og Bjarna Más hefðu verið réttmætar. Í þeirri útgáfu skýrslu innri endurskoðunar sem gerð hefur verið opinber er búið að fjarlægja kaflana sem snúa að Áslaugu Thelmu og Bjarna Má. „Niðurstaðan var sú að uppsagnirnar standist og það er bara ákvörðun sem búið er að taka. Menn komast ekki að niðurstöðu um að þetta sé réttmætt nema fara ítarlega í gegnum alla málavöxtu. Kjósi þessir aðilar hins vegar að tala við okkur eftir að þeir hafa farið yfir gögnin sem þeir fengu send erum við að sjálfsögðu reiðubúin til þess,“ segir Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR. Bjarni Már segist ósammála þeirri túlkun að uppsögn hans teljist réttmæt. „Innri endurskoðandi segir í raun og veru að uppsögn mín hafi verið lögmæt en ég er ekki búinn að rekast á það að hann segi að hún hafi verið réttmæt, sérstaklega ekki á þeim tíma þegar hún var framkvæmd. Það hefði verið mun eðlilegra þegar svona alvarlegar ásakanir eru bornar á fólk að gæta meðalhófs. Á þeim tímapunkti hefði mér þótt eðlilegast að stjórn ON hefði vikið mér tímabundið til hliðar meðan rannsóknin fór fram,“ segir Bjarni Már. Hann segist ekki sjá ástæðu til að gera þann hluta skýrslunnar sem snýr að honum opinberan. „Á þessari stundu er ég ekki tilbúinn til þess. Ég held það bæti engu við þessa umræðu eins og hún er í dag. Hún er svo úti um allt og verið að taka á mörgum málum.“ Aðspurður segist Bjarni Már ekki munu leita réttar síns fyrir dómstólum. „Það sem fólk gerir í svona málum þegar því finnst á æru sinni brotið, er að það fer það í meiðyrðamál. Niðurstaða slíkra mála er yfirleitt sú að orð eru dæmd dauð og ómerk. Það í raun og veru er skýrsla innri endurskoðunar búin að gera.“ Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
„Ég get ekki annað sagt en að ég sé sátt við niðurstöðurnar. Það sem mér finnst skipta svo miklu máli í þessu samhengi er það að við fengum innri endurskoðun til að ráðast í þessa miklu úttekt og núna munum við nota niðurstöðurnar og þær ábendingar sem koma fram í skýrslunni til að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, um úttekt innri endurskoðunar á vinnustaðamenningu og mannauðsmálum í fyrirtækinu. Tilefni úttektarinnar má rekja til uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur úr starfi hjá Orku náttúrunnar (ON) sem er dótturfélag OR. Áslaug Thelma og Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, sökuðu í kjölfarið Bjarna Má Júlíusson, framkvæmdastjóra ON, um óviðeigandi hegðun gagnvart kvenkyns starfsmönnum fyrirtækisins. Kom fram að Áslaug hefði ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu. Svo fór að Bjarna Má var vikið úr starfi framkvæmdastjóra ON og var vísað til óviðeigandi framkomu gagnvart samstarfsfólki. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sagði á blaðamannafundi í gær að úttekt innri endurskoðunar staðfesti að uppsagnir Áslaugar Thelmu og Bjarna Más hefðu verið réttmætar. Í þeirri útgáfu skýrslu innri endurskoðunar sem gerð hefur verið opinber er búið að fjarlægja kaflana sem snúa að Áslaugu Thelmu og Bjarna Má. „Niðurstaðan var sú að uppsagnirnar standist og það er bara ákvörðun sem búið er að taka. Menn komast ekki að niðurstöðu um að þetta sé réttmætt nema fara ítarlega í gegnum alla málavöxtu. Kjósi þessir aðilar hins vegar að tala við okkur eftir að þeir hafa farið yfir gögnin sem þeir fengu send erum við að sjálfsögðu reiðubúin til þess,“ segir Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR. Bjarni Már segist ósammála þeirri túlkun að uppsögn hans teljist réttmæt. „Innri endurskoðandi segir í raun og veru að uppsögn mín hafi verið lögmæt en ég er ekki búinn að rekast á það að hann segi að hún hafi verið réttmæt, sérstaklega ekki á þeim tíma þegar hún var framkvæmd. Það hefði verið mun eðlilegra þegar svona alvarlegar ásakanir eru bornar á fólk að gæta meðalhófs. Á þeim tímapunkti hefði mér þótt eðlilegast að stjórn ON hefði vikið mér tímabundið til hliðar meðan rannsóknin fór fram,“ segir Bjarni Már. Hann segist ekki sjá ástæðu til að gera þann hluta skýrslunnar sem snýr að honum opinberan. „Á þessari stundu er ég ekki tilbúinn til þess. Ég held það bæti engu við þessa umræðu eins og hún er í dag. Hún er svo úti um allt og verið að taka á mörgum málum.“ Aðspurður segist Bjarni Már ekki munu leita réttar síns fyrir dómstólum. „Það sem fólk gerir í svona málum þegar því finnst á æru sinni brotið, er að það fer það í meiðyrðamál. Niðurstaða slíkra mála er yfirleitt sú að orð eru dæmd dauð og ómerk. Það í raun og veru er skýrsla innri endurskoðunar búin að gera.“
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48
Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00