Líf vísar „lygaspuna“ um heimsókn sína á Klaustur til föðurhúsanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2018 17:45 Líf Magneudóttir Fréttablaðið/Sigtryggur Ari. Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, segir að tilraunir til þess að reyna að tengja hana og Gunnlaug Braga Björnsson, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, við setu á barnum Klaustri með þingmönnum Miðflokksins sem þar sátu á dögunum að sumbli og ræddu frjálslega um aðra þingmenn og þjóðþekkta einstaklinga sé „lygaspuni frá óvildarmönnum“.Fullyrt var á vef Viljans, nýjum fjölmiðli Björns Inga Hrafnssonar, í dag að Líf og Gunnlaugur Bragi hafi setið „drykklanga stund“ með Miðflokksmönnunum þremur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Bergþóri Ólasyni og Gunnari Braga Sveinssyni kvöldið örlagaríka þar sem samræður þeirra og annarra þingmanna voru teknar upp og síðar sendar fjölmiðlum. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og hávær krafa hefur verið uppi um að Miðflokksmennirnir þrír, sem og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þáverandi þingmenn Flokks fólksins, segi af sér vegna málsins.Voru á barnum umrætt kvöld og heilsuðu MiðflokksmönnumÍ færslu á Facebook segir Líf að það sé rétt að hún og Gunnlaugur Bragi hafi sest niður á barnum Klaustri sama kvöld og þingmennirnir umræddu sátu að sumbli, þau hafi setið í sama rými og þremenningarnir. „Eftir drykklanga stund tekur Sigmundur Davíð eftir mér en við höfum þekkst síðan við störfuðum bæði á RÚV. Hann kallaði á okkur og bauð okkur að setjast hjá þeim. Við þáðum boðið en áttuðum okkur fljótt á því að félagarnir væru ofurölvi og varla samræðuhæfir,“ skrifar Líf.Skömmu eftir að Sigmundur Davíð sagði sig úr Framsóknarflokknum hvatti Björn Ingi framfarasinnað samvinnufólk til þess að ganga til liðs við stjórnmálahreyfingu hins fyrrnefnda.Vísir/ValliÞau hafi því ákveðið að kasta á þá kveðju og halda heim á leið. „Þeir sýndu okkur á engan hátt dónaskap eða töluðu með sama hætti um fólk og við höfum fengið að kynnast í fjölmiðlum undanfarið. Líklega vegna þess að við vorum utanaðkomandi og ekki nema kunningjar í pólitík,“ skrifar Líf. Um „ekki-frétt“ að ræða að mati Lífar Þá er hún afar harðorð í garð þess sem skrifaði frétt Viljans um málið og segir Líf að um svokallaða „ekki-frétt“ sé að ræða. Það sé ekki fréttnæmt að hennar mati þegar kollegar setjist niður á bar til að spjalla um daginn og veginn. Þá hafi hún ekki reynt að fela þá staðreynd að hún hafi setið á barnum Klaustri umrætt kvöld.„Allar tilraunir til þess að draga mig eða Gunnlaug inn í þetta á nokkurn hátt og spyrða okkur við þessa úrkynjun og mannhatur sem átti sér stað þetta kvöld eru lygaspuni frá óvildarmönnum. Blásaklaust fólk hefur verið dregið inn í þetta mál en ábyrgðin er alfarið sexmenninganna. Ég vísa þessu því alfarið til föðurhúsanna.“Færslu Lífar má sjá hér að neðan í heild sinni.< Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52 „Hvernig eigum við að vinna með fólki sem snýr út úr öllu?“ Halldóra Mogensen segir ákvörðun þingmanna Miðflokksins að segja ekki af sér vera vanvirðingu við kjósendur flokksins. 9. desember 2018 12:05 Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, segir að tilraunir til þess að reyna að tengja hana og Gunnlaug Braga Björnsson, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, við setu á barnum Klaustri með þingmönnum Miðflokksins sem þar sátu á dögunum að sumbli og ræddu frjálslega um aðra þingmenn og þjóðþekkta einstaklinga sé „lygaspuni frá óvildarmönnum“.Fullyrt var á vef Viljans, nýjum fjölmiðli Björns Inga Hrafnssonar, í dag að Líf og Gunnlaugur Bragi hafi setið „drykklanga stund“ með Miðflokksmönnunum þremur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Bergþóri Ólasyni og Gunnari Braga Sveinssyni kvöldið örlagaríka þar sem samræður þeirra og annarra þingmanna voru teknar upp og síðar sendar fjölmiðlum. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og hávær krafa hefur verið uppi um að Miðflokksmennirnir þrír, sem og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þáverandi þingmenn Flokks fólksins, segi af sér vegna málsins.Voru á barnum umrætt kvöld og heilsuðu MiðflokksmönnumÍ færslu á Facebook segir Líf að það sé rétt að hún og Gunnlaugur Bragi hafi sest niður á barnum Klaustri sama kvöld og þingmennirnir umræddu sátu að sumbli, þau hafi setið í sama rými og þremenningarnir. „Eftir drykklanga stund tekur Sigmundur Davíð eftir mér en við höfum þekkst síðan við störfuðum bæði á RÚV. Hann kallaði á okkur og bauð okkur að setjast hjá þeim. Við þáðum boðið en áttuðum okkur fljótt á því að félagarnir væru ofurölvi og varla samræðuhæfir,“ skrifar Líf.Skömmu eftir að Sigmundur Davíð sagði sig úr Framsóknarflokknum hvatti Björn Ingi framfarasinnað samvinnufólk til þess að ganga til liðs við stjórnmálahreyfingu hins fyrrnefnda.Vísir/ValliÞau hafi því ákveðið að kasta á þá kveðju og halda heim á leið. „Þeir sýndu okkur á engan hátt dónaskap eða töluðu með sama hætti um fólk og við höfum fengið að kynnast í fjölmiðlum undanfarið. Líklega vegna þess að við vorum utanaðkomandi og ekki nema kunningjar í pólitík,“ skrifar Líf. Um „ekki-frétt“ að ræða að mati Lífar Þá er hún afar harðorð í garð þess sem skrifaði frétt Viljans um málið og segir Líf að um svokallaða „ekki-frétt“ sé að ræða. Það sé ekki fréttnæmt að hennar mati þegar kollegar setjist niður á bar til að spjalla um daginn og veginn. Þá hafi hún ekki reynt að fela þá staðreynd að hún hafi setið á barnum Klaustri umrætt kvöld.„Allar tilraunir til þess að draga mig eða Gunnlaug inn í þetta á nokkurn hátt og spyrða okkur við þessa úrkynjun og mannhatur sem átti sér stað þetta kvöld eru lygaspuni frá óvildarmönnum. Blásaklaust fólk hefur verið dregið inn í þetta mál en ábyrgðin er alfarið sexmenninganna. Ég vísa þessu því alfarið til föðurhúsanna.“Færslu Lífar má sjá hér að neðan í heild sinni.<
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52 „Hvernig eigum við að vinna með fólki sem snýr út úr öllu?“ Halldóra Mogensen segir ákvörðun þingmanna Miðflokksins að segja ekki af sér vera vanvirðingu við kjósendur flokksins. 9. desember 2018 12:05 Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Sjá meira
Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52
„Hvernig eigum við að vinna með fólki sem snýr út úr öllu?“ Halldóra Mogensen segir ákvörðun þingmanna Miðflokksins að segja ekki af sér vera vanvirðingu við kjósendur flokksins. 9. desember 2018 12:05
Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08