Allar tillögur stjórnarandstöðu felldar Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2018 20:30 Ríksstjórnin var ýmist sökuð um of lítil eða of mikil útgjöld þegar fjárlagafrumvarp hennar varð að lögum á Alþingi í dag. Allar breytingatillögur stjórnarmeirihlutans voru samþykktar en allar breytingatillögur stjórnarandstöðuflokkanna voru felldar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var heitið auknum útgjöldum til uppbyggingar innviða samfélagsins og eru útgjöld í fjárlögum næsta árs aukin um tugi milljarða frá árinu í ár. Þrátt fyrir það þykir mörgum í stjórnarandstöðunni að forgangsröðunin sé röng og ekki sé staðið við loforð um aukini framlög á flestum sviðum. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarsáttmálann hafa verið myndskreyttan fögrum fyrirheitum en niðurstaðan sé önnur í fjárlögum næsta árs. „Samfélagsfjárfestingar eru of litlar og heldur ekkert skeytt um að afla tekna fyrir loforðum eða til að eiga möguleika til að verja velferðarkerfið þegar það fer að kólna. Nokkrum dögum eftir framlagninguna kom líka í ljós að allt var óskhyggjan, krónan farin að síga og forsendur brustu,“ sagði Logi við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi í dag. Stjórnarþingmenn voru öllu sáttari við fjárlögin. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði stjórnina hafa bætt 90 milljörðum í velferðarmálin á þessu ári og næsta. „Þessi önnur fjárlög ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eru eins og ég þreytist ekki á að segja sóknarfjárlög. Við töluðum um fyrir kosningarnar síðast að það þyrfti að auka framlög til samfélagslegra verkefna um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu. Núna rétt rúmlega ári síðar höfum við gert það og gott betur.Bæði of mikil og of lítil útgjöld gagnrýnd En þótt flestir stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýni fjárlögin fyrir ónóg framlög til málefna öryrkja, aldraðra, samgangna, heilbrigðis- og menntakerfis og svo framvegis, er ríkisstjórnin einnig gagnrýnd fyrir of mikla útgjaldaaukningu, ranga forgangsröðun og tekjuöflun. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði hægt að spegla hverja ríkisstjórn í fjárlagafrumvörpum þeirra. „Þetta er ábyrgðarlaus ríkisstjórn. Þrátt fyrir allt tal um ábyrgð við stjórn ríkisfjármálanna. Þrátt fyrir allt tal um mikilvægi sveiflujöfnunar ríkisfjármála í hagstjórninni hefur þessi ríkisstjórn skrúfað frá öllum krönum ríkisútgjaldanna á tímum þenslu,“ sagði Þorsteinn og sagði ekkert fara fyrir loforðum um aukið samstarf við stjórnarandstöðuna við afgreiðslu frumvarpsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði athygliverðan mun á málflutningi stjórnarandstöðunnar bæði varðandi tekjur og útgjöld, sem hefðu aukist verulega og gætu ekki aukist eins mikið á næstu árum. „Og þrátt fyrir öll orðin sem hafa fallið hér í þinginu erum við að auka við fjármögnun almannatryggingakerfisins sem mun gera okkur kleift að styðja betur við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Aldrei áður hafa jafn miklir fjármunir verið lagðir í almannatryggingakerfið,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Fjárlög næsta árs samþykkt Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. 7. desember 2018 15:23 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Ríksstjórnin var ýmist sökuð um of lítil eða of mikil útgjöld þegar fjárlagafrumvarp hennar varð að lögum á Alþingi í dag. Allar breytingatillögur stjórnarmeirihlutans voru samþykktar en allar breytingatillögur stjórnarandstöðuflokkanna voru felldar. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var heitið auknum útgjöldum til uppbyggingar innviða samfélagsins og eru útgjöld í fjárlögum næsta árs aukin um tugi milljarða frá árinu í ár. Þrátt fyrir það þykir mörgum í stjórnarandstöðunni að forgangsröðunin sé röng og ekki sé staðið við loforð um aukini framlög á flestum sviðum. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarsáttmálann hafa verið myndskreyttan fögrum fyrirheitum en niðurstaðan sé önnur í fjárlögum næsta árs. „Samfélagsfjárfestingar eru of litlar og heldur ekkert skeytt um að afla tekna fyrir loforðum eða til að eiga möguleika til að verja velferðarkerfið þegar það fer að kólna. Nokkrum dögum eftir framlagninguna kom líka í ljós að allt var óskhyggjan, krónan farin að síga og forsendur brustu,“ sagði Logi við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi í dag. Stjórnarþingmenn voru öllu sáttari við fjárlögin. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sagði stjórnina hafa bætt 90 milljörðum í velferðarmálin á þessu ári og næsta. „Þessi önnur fjárlög ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur eru eins og ég þreytist ekki á að segja sóknarfjárlög. Við töluðum um fyrir kosningarnar síðast að það þyrfti að auka framlög til samfélagslegra verkefna um 40 til 50 milljarða á kjörtímabilinu. Núna rétt rúmlega ári síðar höfum við gert það og gott betur.Bæði of mikil og of lítil útgjöld gagnrýnd En þótt flestir stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýni fjárlögin fyrir ónóg framlög til málefna öryrkja, aldraðra, samgangna, heilbrigðis- og menntakerfis og svo framvegis, er ríkisstjórnin einnig gagnrýnd fyrir of mikla útgjaldaaukningu, ranga forgangsröðun og tekjuöflun. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði hægt að spegla hverja ríkisstjórn í fjárlagafrumvörpum þeirra. „Þetta er ábyrgðarlaus ríkisstjórn. Þrátt fyrir allt tal um ábyrgð við stjórn ríkisfjármálanna. Þrátt fyrir allt tal um mikilvægi sveiflujöfnunar ríkisfjármála í hagstjórninni hefur þessi ríkisstjórn skrúfað frá öllum krönum ríkisútgjaldanna á tímum þenslu,“ sagði Þorsteinn og sagði ekkert fara fyrir loforðum um aukið samstarf við stjórnarandstöðuna við afgreiðslu frumvarpsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði athygliverðan mun á málflutningi stjórnarandstöðunnar bæði varðandi tekjur og útgjöld, sem hefðu aukist verulega og gætu ekki aukist eins mikið á næstu árum. „Og þrátt fyrir öll orðin sem hafa fallið hér í þinginu erum við að auka við fjármögnun almannatryggingakerfisins sem mun gera okkur kleift að styðja betur við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu. Aldrei áður hafa jafn miklir fjármunir verið lagðir í almannatryggingakerfið,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Fjárlög næsta árs samþykkt Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. 7. desember 2018 15:23 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Fjárlög næsta árs samþykkt Þrjátíu og tveir greiddu atkvæði með fjárlagafrumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. 7. desember 2018 15:23