Pabba Sigmundar blöskraði og sendi „óviðeigandi“ póst á sérkennara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2018 14:43 Gunnlaugur Sigmundsson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknar, forstjóri Kögunar og faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sendi Félagi sérkennara harðorðan tölvupóst á dögunum. Gunnlaugur var afar ósáttur við yfirlýsingu félagsins þess efnis að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, hefði aldrei verið ritstjóri Glæða, fagrímarits sérkennara. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Formaður félagsins segir bréfið ekki svaravert. Anna Kolbrún er ein þingmanna Miðflokksins sem sátu á Klaustur bar þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Á barnum sat einnig Bára Halldórsdóttir sem tók upp hávær samtöl þingmannanna í um þrjár klukkustundir. Fjallað hefur verið ítarlega um upptökurnar í öllum miðlum. Þriðjudaginn 4. desember sendi félag sérkennara frá sér tilkynningu þar sem bent var á rangfærslu í æviágrpipi Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis. Hún hefði aldrei verið ritstjóri Glæða heldur setið í ritnefnd. Um var að ræða aðra rangfærslu í æviágripi þingkonunnar en Þroskaþjálfafélag Íslands hafði bent á að Anna Kolbrún hefði hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Um er að ræða lögverndað starfsheiti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í ræðustól þingsins seinna sama dag að Anna Kolbrún hefði látið þinginu í hendur réttar upplýsingar. Mistökin væru ekki hennar heldur starfsfólks sem færir upplýsingarnar inn á vef þingsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í stúdíói Bylgjunnar í vikunni.vísir/vilhelmErfið veikindi Sædís Ósk Harðardóttir, ritstjóri Glæða og formaður Félags sérkennara, segir í samtali við Vísi að félagið hafi tekið eftir þessari rangfærslu í æviágripinu þann 29. nóvember. Tölvupóstur hafi verið sendur á Önnu Kolbrúnu til að vekja athygli hennar á þessu. Póstinum hafi ekki verið svarað svo að þann 4. desember hafi tilkynning verið send út vegna rangfærslunnar. Gunnlaugur Sigmundsson var afar ósáttur við tilkynningu félagsins og segir að verið sé að sparka í liggjandi mann. Hann vísar í samtali við Fréttablaðið til veikinda Önnu Kolbrúnar sem hafi glímt við krabbamein í lengri tíma. „Almennt talað í dýraríkinu er þetta þannig, og þeir sem þekkja hænsnabú vita, að ef einhver hæna er veik þá fara allar hinar hænurnar að ráðast á hina veiku. Og mér finnst bara að við mannfólkið þurfum ekki að haga okkur eins,“ segir Gunnlaugur við Fréttablaðið.Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara.Ekki persónuleg árás Sædís Ósk segir tölvupóst Gunnlaugs hafa verið „óviðeigandi“ og ekki við hæfi. Hann sé ekki svaraverður enda þurfi félagið ekki að svara fyrir neitt. Það hafi einfaldlega bent á staðreyndavillu. „Auðvitað finnst okkur leiðinilegt að fólk glími við veikindi,“ segir Sædís Ósk. Það breyti því þó ekki staðreyndum. Um sé að ræða fagtímarit, ritrýnt tímarit sem sé birt í vísindasamfélaginu. Mikil áhersla sé lögð á að hafa allt á hreinu. Rétt skuli vera rétt. „Þetta er ekki persónuleg árás á konuna heldur leiðrétting á rangfærslu.“ Stjórnarfundur sé hjá félaginu á þriðjudag þar sem tölvupóstur Gunnlaugs verði meðal annars á dagskrá. Gunnlaugur hefur áður tjáð sig með afgerandi hætti um pólitísk mál sem snerta Sigmund Davíð. Er skemmst að minnast ítarlegs viðtals við Gunnlaug eftir umfjöllun um Panamaskjölin vorið 2016. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Marvin heitir Bára Hin 42 ára gamla Bára Halldórsdóttir trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hún settist niður með kaffibolla á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 07:00 Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknar, forstjóri Kögunar og faðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sendi Félagi sérkennara harðorðan tölvupóst á dögunum. Gunnlaugur var afar ósáttur við yfirlýsingu félagsins þess efnis að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, hefði aldrei verið ritstjóri Glæða, fagrímarits sérkennara. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Formaður félagsins segir bréfið ekki svaravert. Anna Kolbrún er ein þingmanna Miðflokksins sem sátu á Klaustur bar þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Á barnum sat einnig Bára Halldórsdóttir sem tók upp hávær samtöl þingmannanna í um þrjár klukkustundir. Fjallað hefur verið ítarlega um upptökurnar í öllum miðlum. Þriðjudaginn 4. desember sendi félag sérkennara frá sér tilkynningu þar sem bent var á rangfærslu í æviágrpipi Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis. Hún hefði aldrei verið ritstjóri Glæða heldur setið í ritnefnd. Um var að ræða aðra rangfærslu í æviágripi þingkonunnar en Þroskaþjálfafélag Íslands hafði bent á að Anna Kolbrún hefði hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Um er að ræða lögverndað starfsheiti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði í ræðustól þingsins seinna sama dag að Anna Kolbrún hefði látið þinginu í hendur réttar upplýsingar. Mistökin væru ekki hennar heldur starfsfólks sem færir upplýsingarnar inn á vef þingsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í stúdíói Bylgjunnar í vikunni.vísir/vilhelmErfið veikindi Sædís Ósk Harðardóttir, ritstjóri Glæða og formaður Félags sérkennara, segir í samtali við Vísi að félagið hafi tekið eftir þessari rangfærslu í æviágripinu þann 29. nóvember. Tölvupóstur hafi verið sendur á Önnu Kolbrúnu til að vekja athygli hennar á þessu. Póstinum hafi ekki verið svarað svo að þann 4. desember hafi tilkynning verið send út vegna rangfærslunnar. Gunnlaugur Sigmundsson var afar ósáttur við tilkynningu félagsins og segir að verið sé að sparka í liggjandi mann. Hann vísar í samtali við Fréttablaðið til veikinda Önnu Kolbrúnar sem hafi glímt við krabbamein í lengri tíma. „Almennt talað í dýraríkinu er þetta þannig, og þeir sem þekkja hænsnabú vita, að ef einhver hæna er veik þá fara allar hinar hænurnar að ráðast á hina veiku. Og mér finnst bara að við mannfólkið þurfum ekki að haga okkur eins,“ segir Gunnlaugur við Fréttablaðið.Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara.Ekki persónuleg árás Sædís Ósk segir tölvupóst Gunnlaugs hafa verið „óviðeigandi“ og ekki við hæfi. Hann sé ekki svaraverður enda þurfi félagið ekki að svara fyrir neitt. Það hafi einfaldlega bent á staðreyndavillu. „Auðvitað finnst okkur leiðinilegt að fólk glími við veikindi,“ segir Sædís Ósk. Það breyti því þó ekki staðreyndum. Um sé að ræða fagtímarit, ritrýnt tímarit sem sé birt í vísindasamfélaginu. Mikil áhersla sé lögð á að hafa allt á hreinu. Rétt skuli vera rétt. „Þetta er ekki persónuleg árás á konuna heldur leiðrétting á rangfærslu.“ Stjórnarfundur sé hjá félaginu á þriðjudag þar sem tölvupóstur Gunnlaugs verði meðal annars á dagskrá. Gunnlaugur hefur áður tjáð sig með afgerandi hætti um pólitísk mál sem snerta Sigmund Davíð. Er skemmst að minnast ítarlegs viðtals við Gunnlaug eftir umfjöllun um Panamaskjölin vorið 2016.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Marvin heitir Bára Hin 42 ára gamla Bára Halldórsdóttir trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hún settist niður með kaffibolla á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 07:00 Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Marvin heitir Bára Hin 42 ára gamla Bára Halldórsdóttir trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hún settist niður með kaffibolla á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn. 7. desember 2018 07:00
Stuðningsyfirlýsingar til Báru hrannast upp á Facebook Sólveig Anna er klökk svo mikið finnst henni til uppljóstrana Báru Halldórsdóttur koma. 7. desember 2018 10:15