Lögreglan rannsakar þaulskipulögð tryggingasvik: "Senda menn til Íslands til þess að sviðsetja slys“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. desember 2018 19:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú þaulskipulögð fjársvik sem beinast gegn tryggingafélögunum og gætu hlaupið á tugum milljóna. Grunur leikur á að erlendir glæpahópar sendi menn til landsins til þess að sviðsetja árekstra og svíkja þannig fé af tryggingafélögunum. „Við erum með til rannsóknar mál þar sem við teljum að það sé sviðsett trygginasvik. Það er ýmislegt sem bendir til þess að erlendir brotahópar séu að senda menn sérstaklega til Íslands til þess að sviðsetja slys og árekstra og fleira til þess að svíkja fé út úr tryggingafélögum,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn.„Þessi mál sem við höfum verið að skoða varða allt að einhverjum milljónum, jafnvel milljónatugum,“ segir Karl Steinar og bætir við að það sé þó erfitt að segja nákvæmlega til um upphæðina og umfangið þar sem endanlegt fjártjón vegna svikanna liggur ekki fyrir. Karl Steinar vill hvorki segja til um hvaðan fólkið sem stundar þessi svik kemur né hvort það sé enn hér á landi í þessum tilgangi. Hann segir að hér sé um þaulskipulagða brotastarfsemi að ræða. „Þeir eru alveg meðvitaðir um það hvað þeir eigi að gera og hvernig þannig það verður bara áhugavert að sjá hvernig okkur tekst að sanna það,“ segir Karl Steinar. Hann segir að augljóst sé að erlendir brotahópar hafi fundið galla á íslensku tryggingakerfi. „Það liggur alveg ljóst fyrir að menn hafa haft vitneskju um það að hér á landi sé tiltölulega einfalt að svíkja fé út úr tryggingafélögunum,“ segir Karl Steinar. Hann bætir við að lögreglan hafi vakið athygli tryggingafélaganna á þessum málum. „Markmiðið hjá okkur núna er einmitt að eiga nánara samstarf við tryggingafélögin til þess að reyna sporn við því sem þarna er í gangi,“ segir Karl Steinar. Rannsókn málsins er á lokastigi og segir Karl Steinar að allt benda til þess að að henni lokinni verði gefin út ákæra.Katrín Júlíusdóttir.Tjónagagnagrunnur tekinn í gagnið Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir að gera megi ráð fyrir því að tryggingasvik hér á landi nemi nokkrum milljörðum króna á ári. Til þess að sporn gegn því að tryggingatakar borgi fyrir tryggingasvik með hækkun iðgjalda verður tjónagrunnur að norrænni fyrirmynd verður tekinn í gagnið á nýju ári. Tjónagrunnurinn er talinn munu verða áhrifaríkt tól í baráttunni gegn tryggingasvikum hér á landi. Hann er meðal annars ætlaður í að greina óvenjulegar tjónatilkynningar. „creditinfo er að fara reka þennan grunn. Við höfum fengið heimild til þess frá Persónuvernd að safna ákveðnum upplýsingum inn í einn grunn,“ segir Katrín. Á meðal þess sem verður hægt að sjá í grunninum er hvort sama tjón hafi fengist greitt út hjá fleiru en einu tryggingafélagi. „Það er algengara en við höldum,“ segir Katrín og bætir við að vísbendingar séu nú um að svik af þessu tagi séu í auknum mæli stunduð af skipulögðum glæpahópum. Tryggingatakar beri ekki kostnaðinn af svikunum Með svikunum fjármagna þau ýmsa aðra brotastarfsemi svo sem mansal, fíkniefnainnflutning og vændi. „Og það sem svona grunnur á að geta sýnt okkur er þekkt mynstur sem að reynsla er af erlendis frá. Norðmenn eru með svona grunn þannig að við erum ekki að finna hann upp,“ segir Katrín. Katrín segir að ef miðað er við áætlaða tíðni tryggingasvika í nágrannalöndum megi gera ráð fyrir að slík svik hér á landi geti numið allt að nokkrum milljörðum króna á ári. Svik sem þessi leiði ótvírætt til óréttmætra útgjalda tryggingafélaga og ber almenningur þannig óbeint skaðann af þessari brotastarfsemi með hækkun iðgjalda. Tjónagrunninum er ætlað að sporna við þessu. „Þannig að hinir heiðarlegu tryggingatakar sem eru langflestir Íslendingar. Þeir munu ekki þurfa að bera kostnaðinn af þessum svikum,“ segir Katrín. Lögreglumál Persónuvernd Tryggingar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú þaulskipulögð fjársvik sem beinast gegn tryggingafélögunum og gætu hlaupið á tugum milljóna. Grunur leikur á að erlendir glæpahópar sendi menn til landsins til þess að sviðsetja árekstra og svíkja þannig fé af tryggingafélögunum. „Við erum með til rannsóknar mál þar sem við teljum að það sé sviðsett trygginasvik. Það er ýmislegt sem bendir til þess að erlendir brotahópar séu að senda menn sérstaklega til Íslands til þess að sviðsetja slys og árekstra og fleira til þess að svíkja fé út úr tryggingafélögum,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn.„Þessi mál sem við höfum verið að skoða varða allt að einhverjum milljónum, jafnvel milljónatugum,“ segir Karl Steinar og bætir við að það sé þó erfitt að segja nákvæmlega til um upphæðina og umfangið þar sem endanlegt fjártjón vegna svikanna liggur ekki fyrir. Karl Steinar vill hvorki segja til um hvaðan fólkið sem stundar þessi svik kemur né hvort það sé enn hér á landi í þessum tilgangi. Hann segir að hér sé um þaulskipulagða brotastarfsemi að ræða. „Þeir eru alveg meðvitaðir um það hvað þeir eigi að gera og hvernig þannig það verður bara áhugavert að sjá hvernig okkur tekst að sanna það,“ segir Karl Steinar. Hann segir að augljóst sé að erlendir brotahópar hafi fundið galla á íslensku tryggingakerfi. „Það liggur alveg ljóst fyrir að menn hafa haft vitneskju um það að hér á landi sé tiltölulega einfalt að svíkja fé út úr tryggingafélögunum,“ segir Karl Steinar. Hann bætir við að lögreglan hafi vakið athygli tryggingafélaganna á þessum málum. „Markmiðið hjá okkur núna er einmitt að eiga nánara samstarf við tryggingafélögin til þess að reyna sporn við því sem þarna er í gangi,“ segir Karl Steinar. Rannsókn málsins er á lokastigi og segir Karl Steinar að allt benda til þess að að henni lokinni verði gefin út ákæra.Katrín Júlíusdóttir.Tjónagagnagrunnur tekinn í gagnið Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir að gera megi ráð fyrir því að tryggingasvik hér á landi nemi nokkrum milljörðum króna á ári. Til þess að sporn gegn því að tryggingatakar borgi fyrir tryggingasvik með hækkun iðgjalda verður tjónagrunnur að norrænni fyrirmynd verður tekinn í gagnið á nýju ári. Tjónagrunnurinn er talinn munu verða áhrifaríkt tól í baráttunni gegn tryggingasvikum hér á landi. Hann er meðal annars ætlaður í að greina óvenjulegar tjónatilkynningar. „creditinfo er að fara reka þennan grunn. Við höfum fengið heimild til þess frá Persónuvernd að safna ákveðnum upplýsingum inn í einn grunn,“ segir Katrín. Á meðal þess sem verður hægt að sjá í grunninum er hvort sama tjón hafi fengist greitt út hjá fleiru en einu tryggingafélagi. „Það er algengara en við höldum,“ segir Katrín og bætir við að vísbendingar séu nú um að svik af þessu tagi séu í auknum mæli stunduð af skipulögðum glæpahópum. Tryggingatakar beri ekki kostnaðinn af svikunum Með svikunum fjármagna þau ýmsa aðra brotastarfsemi svo sem mansal, fíkniefnainnflutning og vændi. „Og það sem svona grunnur á að geta sýnt okkur er þekkt mynstur sem að reynsla er af erlendis frá. Norðmenn eru með svona grunn þannig að við erum ekki að finna hann upp,“ segir Katrín. Katrín segir að ef miðað er við áætlaða tíðni tryggingasvika í nágrannalöndum megi gera ráð fyrir að slík svik hér á landi geti numið allt að nokkrum milljörðum króna á ári. Svik sem þessi leiði ótvírætt til óréttmætra útgjalda tryggingafélaga og ber almenningur þannig óbeint skaðann af þessari brotastarfsemi með hækkun iðgjalda. Tjónagrunninum er ætlað að sporna við þessu. „Þannig að hinir heiðarlegu tryggingatakar sem eru langflestir Íslendingar. Þeir munu ekki þurfa að bera kostnaðinn af þessum svikum,“ segir Katrín.
Lögreglumál Persónuvernd Tryggingar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira