Þakkar stuðning þvert á flokkana Ólöf Skaftadóttir skrifar 6. desember 2018 06:00 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra er upptekin í Osló við fullveldishátíðarhöld. Fréttablaðið/Anton Brink „Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra eftir áhrifaríkt viðtal í Kastljósi í gær þar sem hún sagði þingmenn Miðflokksins, sem höfðu uppi gróf ummæli í hennar garð á bar í síðustu viku, vera ofbeldismenn sem ættu ekki að hafa dagskrárvald í landinu. „Ég verð þó að nefna að ég hef fundið fyrir miklum stuðningi frá félögum mínum í þinginu, úr flestum flokkum, og er þakklát fyrir þann stuðning,“ útskýrir Lilja. Hún segir ummæli þingmanna Miðflokksins sér bæði persónuleg og fagleg vonbrigði. „Við Sigmundur höfum verið persónulegir vinir í gegnum tíðina og unnið náið saman. Auðvitað er sárt að heyra vini manns og samstarfsmenn tala með þessum hætti. En ummælin dæma sig sjálf. Ég upplifði þetta sem ofbeldi í minn garð og á enn eftir að sjá raunverulega iðrun frá þeim sem í hlut áttu.“Sjá einnig: Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni Aðspurð um framhaldið, hvernig samstarfið muni ganga fyrir sig héðan í frá segir Lilja að allt sé óráðið. „Ég ætla mér allavega að halda áfram að vinna mína vinnu, í þágu fólksins í landinu.“ Ljóst er að margir sátu límdir við skjáinn yfir viðtalinu og viðbrögðin á samfélagsmiðlum létu ekki á sér standa að því loknu. „Tilfinningaríkur nagli. Það er eitursterk blanda,“ sagði Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra á Facebook. „Menntamálaráðherra með lexíu dagsins í góðu viðtali,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. „Þú talar fyrir hönd allra kvenna og alls siðaðs fólks í þessu viðtali! “ sagði Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Siðanefndarinnar bíður meiri vinna en búist var við Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en formaður nefndarinnar gerði ráð fyrir. 5. desember 2018 15:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
„Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra eftir áhrifaríkt viðtal í Kastljósi í gær þar sem hún sagði þingmenn Miðflokksins, sem höfðu uppi gróf ummæli í hennar garð á bar í síðustu viku, vera ofbeldismenn sem ættu ekki að hafa dagskrárvald í landinu. „Ég verð þó að nefna að ég hef fundið fyrir miklum stuðningi frá félögum mínum í þinginu, úr flestum flokkum, og er þakklát fyrir þann stuðning,“ útskýrir Lilja. Hún segir ummæli þingmanna Miðflokksins sér bæði persónuleg og fagleg vonbrigði. „Við Sigmundur höfum verið persónulegir vinir í gegnum tíðina og unnið náið saman. Auðvitað er sárt að heyra vini manns og samstarfsmenn tala með þessum hætti. En ummælin dæma sig sjálf. Ég upplifði þetta sem ofbeldi í minn garð og á enn eftir að sjá raunverulega iðrun frá þeim sem í hlut áttu.“Sjá einnig: Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni Aðspurð um framhaldið, hvernig samstarfið muni ganga fyrir sig héðan í frá segir Lilja að allt sé óráðið. „Ég ætla mér allavega að halda áfram að vinna mína vinnu, í þágu fólksins í landinu.“ Ljóst er að margir sátu límdir við skjáinn yfir viðtalinu og viðbrögðin á samfélagsmiðlum létu ekki á sér standa að því loknu. „Tilfinningaríkur nagli. Það er eitursterk blanda,“ sagði Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra á Facebook. „Menntamálaráðherra með lexíu dagsins í góðu viðtali,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. „Þú talar fyrir hönd allra kvenna og alls siðaðs fólks í þessu viðtali! “ sagði Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Miðflokksmennirnir ofbeldismenn sem eigi ekki að stýra ferðinni 5. desember 2018 20:17 Siðanefndarinnar bíður meiri vinna en búist var við Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en formaður nefndarinnar gerði ráð fyrir. 5. desember 2018 15:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09
Siðanefndarinnar bíður meiri vinna en búist var við Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en formaður nefndarinnar gerði ráð fyrir. 5. desember 2018 15:48