Breska ríkisstjórnin niðurlægð á þingi vegna Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2018 10:52 Stuðningsmaður aðildar að ESB mótmælir fyrir utan breska þinghúsið í London. Vísir/EPA Þingmenn á breska þinginu samþykktu fordæmalitla ályktun þess efnis að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefði lítilsvirt þingið þegar hún neitaði að birta lögfræðilega ráðgjöf um útgönguna úr Brexit. Þingið ræðir nú Brexit-samning May sem samþykkt var í gær að þingið fengið lokaorðið um. Ríkisstjórn May varð fyrir miklum skakkaföllum í þinginu í gær. Meirihluti þingmanna samþykkti ályktun um að hún hefði lítilsvirt þingið þegar hún hunsaði fyrri ályktun neðri deildarinnar þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin birti lögfræðilegt álit sem hún lét vinna um Brexit-samninginn við Evrópusambandið. Í annarri atkvæðagreiðslu í gær gerðu þingmenn breytingar á þinglegri meðferð Brexit-samnings May verði honum hafnað í þinginu í næstu viku. Samþykktu þingmennirnir að þingið fengi að gera breytingatillögur við álit ríkisstjórnarinnar og hafa áhrif á hvaða skref yrðu tekin næst. Með þeirri breytingu gæti þingið tekið völdin af ráðherrum ef samningnum verður hafnað og komið í veg fyrir að þeir dragi Bretland úr ESB án samnings. Alls hafa fimm dagar verið teknir frá til að ræða Brexit-samninginn í þinginu og er annar dagur umræðnanna í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öryggismál verði rædd í dag eftir að þingfundur í gær dróst langt fram á nótt. May er nú sögð róa að því öllum árum að sannfæra hóp eigin þingmanna til að styðja samninginn sem hún geri við Evrópusambandið um útgönguna. Búist er við að ríkisstjórnin birti lögfræðilegu álitin sem þingið snupraði hana fyrir klukkan 11:30 í dag. Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnahagur Bretlands verður minni utan ESB Ríkisstjórn Bretlands áætlar að verg landsframleiðsla Bretlands verði minni eftir fimmtán ár, samanborið við hver landsframleiðslan yrði ef Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu. 28. nóvember 2018 12:15 Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30 Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Pundið myndi falla og húsnæðiverð hrynja ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. 28. nóvember 2018 17:54 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Þingmenn á breska þinginu samþykktu fordæmalitla ályktun þess efnis að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra hefði lítilsvirt þingið þegar hún neitaði að birta lögfræðilega ráðgjöf um útgönguna úr Brexit. Þingið ræðir nú Brexit-samning May sem samþykkt var í gær að þingið fengið lokaorðið um. Ríkisstjórn May varð fyrir miklum skakkaföllum í þinginu í gær. Meirihluti þingmanna samþykkti ályktun um að hún hefði lítilsvirt þingið þegar hún hunsaði fyrri ályktun neðri deildarinnar þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin birti lögfræðilegt álit sem hún lét vinna um Brexit-samninginn við Evrópusambandið. Í annarri atkvæðagreiðslu í gær gerðu þingmenn breytingar á þinglegri meðferð Brexit-samnings May verði honum hafnað í þinginu í næstu viku. Samþykktu þingmennirnir að þingið fengi að gera breytingatillögur við álit ríkisstjórnarinnar og hafa áhrif á hvaða skref yrðu tekin næst. Með þeirri breytingu gæti þingið tekið völdin af ráðherrum ef samningnum verður hafnað og komið í veg fyrir að þeir dragi Bretland úr ESB án samnings. Alls hafa fimm dagar verið teknir frá til að ræða Brexit-samninginn í þinginu og er annar dagur umræðnanna í dag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að öryggismál verði rædd í dag eftir að þingfundur í gær dróst langt fram á nótt. May er nú sögð róa að því öllum árum að sannfæra hóp eigin þingmanna til að styðja samninginn sem hún geri við Evrópusambandið um útgönguna. Búist er við að ríkisstjórnin birti lögfræðilegu álitin sem þingið snupraði hana fyrir klukkan 11:30 í dag.
Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Efnahagur Bretlands verður minni utan ESB Ríkisstjórn Bretlands áætlar að verg landsframleiðsla Bretlands verði minni eftir fimmtán ár, samanborið við hver landsframleiðslan yrði ef Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu. 28. nóvember 2018 12:15 Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30 Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Pundið myndi falla og húsnæðiverð hrynja ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. 28. nóvember 2018 17:54 Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Efnahagur Bretlands verður minni utan ESB Ríkisstjórn Bretlands áætlar að verg landsframleiðsla Bretlands verði minni eftir fimmtán ár, samanborið við hver landsframleiðslan yrði ef Bretlandi yrði áfram í Evrópusambandinu. 28. nóvember 2018 12:15
Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30
Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings Pundið myndi falla og húsnæðiverð hrynja ef Bretar ganga úr Evrópusambandinu án samnings. 28. nóvember 2018 17:54
Segir Breta geta hætt við Brexit einhliða Bresk stjórnvöld ættu einhliða að gera hætt við útgöngu sína úr Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í áliti lögsögumanns (e. advocate general) Evrópudómstólsins. 4. desember 2018 10:51