Drakk drykkjarjógúrt meðleigjandans og kostaði skattgreiðendur tugi þúsunda Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 19:51 Umrædd drykkjarjógúrt hefur líklega verið í miklum metum hjá eigandanum. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Getty/Dmitry Feoktistov Kona í Taívan var ákærð fyrir þjófnað eftir að hún drakk drykkjarjógúrt meðleigjanda síns eftir að sá síðarnefndi tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu. Ráðist var í 60 þúsund króna lífsýnatöku vegna málsins en skattgreiðendur í Taívan segja rannsókn lögreglu sóun á almannafé.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir taívanska miðlinum TVBS að hin grunaða hafi búið á stúdentagörðum í Taípei ásamt fimm skólaystrum sínum. Í síðasta mánuði uppgötvaði ein þeirra sér til skelfingar að drykkjarjógúrt í hennar eigu var horfin úr ísskápnum. Hún fann flöskuna utan af drykknum í ruslinu og fór með hana rakleiðis til lögreglu sem féllst á að hefja rannsókn á þjófnaðinum. Lögregla framkvæmdi einnig lífsýnatöku á konunum sex sem bjuggu í íbúðinni, þ.e. bæði eiganda drykkjarjógúrtarinnar og meðleigjendum hennar. Sýnatakan varpaði ljósi á sökudólginn, einn meðleigjandann sem drukkið hafði jógúrtina í leyfisleysi. Hvert sýni kostaði að andvirði um tólf þúsund íslenskra króna og heildarkostnaður því rúmar sjötíu þúsund krónur. Nokkur reiði hefur gripið um sig meðal skattgreiðenda á svæðinu vegna þessa en mörgum þykir alltof miklu almannafé varið í rannsókn á svo lítilvægum glæp. Þá er haft eftir lögreglumanni í frétt BBC að vinnubrögð lögreglu séu sambærileg því að nota „fallbyssu til að skjóta fugla“. Asía Taívan Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Kona í Taívan var ákærð fyrir þjófnað eftir að hún drakk drykkjarjógúrt meðleigjanda síns eftir að sá síðarnefndi tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu. Ráðist var í 60 þúsund króna lífsýnatöku vegna málsins en skattgreiðendur í Taívan segja rannsókn lögreglu sóun á almannafé.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir taívanska miðlinum TVBS að hin grunaða hafi búið á stúdentagörðum í Taípei ásamt fimm skólaystrum sínum. Í síðasta mánuði uppgötvaði ein þeirra sér til skelfingar að drykkjarjógúrt í hennar eigu var horfin úr ísskápnum. Hún fann flöskuna utan af drykknum í ruslinu og fór með hana rakleiðis til lögreglu sem féllst á að hefja rannsókn á þjófnaðinum. Lögregla framkvæmdi einnig lífsýnatöku á konunum sex sem bjuggu í íbúðinni, þ.e. bæði eiganda drykkjarjógúrtarinnar og meðleigjendum hennar. Sýnatakan varpaði ljósi á sökudólginn, einn meðleigjandann sem drukkið hafði jógúrtina í leyfisleysi. Hvert sýni kostaði að andvirði um tólf þúsund íslenskra króna og heildarkostnaður því rúmar sjötíu þúsund krónur. Nokkur reiði hefur gripið um sig meðal skattgreiðenda á svæðinu vegna þessa en mörgum þykir alltof miklu almannafé varið í rannsókn á svo lítilvægum glæp. Þá er haft eftir lögreglumanni í frétt BBC að vinnubrögð lögreglu séu sambærileg því að nota „fallbyssu til að skjóta fugla“.
Asía Taívan Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“