Miklar skemmdir eftir jarðskjálfta í Alaska Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2018 14:00 Ríkisstjóri Alaska segir að það muni taka langan tíma að gera við vegi ríkisins. AP/Marc Lester Yfirvöld Alaska vinna nú hörðum höndum að því að ná utan um hve miklum skaða stórir jarðskjálftar sem skullu á í gær ollu í ríkinu. Skjálftarnir mældust 7,0 og 5,7 stig og urðu skemmdir miklar í Anchorage og nærliggjandi sveitum. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum eða slysum. Í kjölfar skjálftanna var flóðbylgjuviðvörun gefin út en hún var afturkölluð tiltölulega fljótt. Rúður brotnuðu víða, hlutir duttu úr hillum, byggingar urðu fyrir skemmdum og rafmagns- og símastaurar féllu niður. Loka þurfti flugvelli Anchorage um tíma þar sem rýma þurfti flugumferðarturn flugvallarins.Innviðir fóru illa víða.AP/Loren HolmesAP fréttaveitan ræddi við Chris Riekena, sem var að keyra son sinn í skólann þegar fyrsti skjálftinn skall á. Hann hélt í fyrstu að bíllinn væri að bila en áttaði sig þó fljótt. Þá sá hann að vegurinn fyrir framan hann var að sökkva í jörðina. Riekena tók son sinn og hljóp úr bílnum. Þegar jörðin var hætt að skjálfa hafði vegurinn sokkið báðu megin við bílinn, sem sat þá á nokkurskonar malbikseyju. Sheila Bailey, sem starfar í mötuneyti í grunnskóla í Anchorage, segir það hafa verið ómögulegt að standa uppi. Hún og samstarfsmenn hennar hafi fallist í faðm. „Þetta hljómaði og okkur fannst eins og skólinn væri að rifna í tvennt.“ Bill Walker, ríkisstjóri Alaska segir að viðgerðir á vegum ríkisins muni taka langan tíma. Þessir skjálftar hafi valdið meiri skaða en gengur og gerist. Að meðaltali mælast um 40 þúsund jarðskjálftar á ári hverju í Alaska og eru oftar stærri skjálftar í ríkinu en verða samanlagt í öllum hinum 49 ríkjum Bandaríkjanna. Hins vegar er sjaldgæft að skjálftar verði svo nærri byggðum svæðum. Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Norður-Ameríka Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti skók stærstu borg Alaska Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en síðar dregin til baka vegna jarðskjálftans sem var af stærðinni sjö. 30. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Yfirvöld Alaska vinna nú hörðum höndum að því að ná utan um hve miklum skaða stórir jarðskjálftar sem skullu á í gær ollu í ríkinu. Skjálftarnir mældust 7,0 og 5,7 stig og urðu skemmdir miklar í Anchorage og nærliggjandi sveitum. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum eða slysum. Í kjölfar skjálftanna var flóðbylgjuviðvörun gefin út en hún var afturkölluð tiltölulega fljótt. Rúður brotnuðu víða, hlutir duttu úr hillum, byggingar urðu fyrir skemmdum og rafmagns- og símastaurar féllu niður. Loka þurfti flugvelli Anchorage um tíma þar sem rýma þurfti flugumferðarturn flugvallarins.Innviðir fóru illa víða.AP/Loren HolmesAP fréttaveitan ræddi við Chris Riekena, sem var að keyra son sinn í skólann þegar fyrsti skjálftinn skall á. Hann hélt í fyrstu að bíllinn væri að bila en áttaði sig þó fljótt. Þá sá hann að vegurinn fyrir framan hann var að sökkva í jörðina. Riekena tók son sinn og hljóp úr bílnum. Þegar jörðin var hætt að skjálfa hafði vegurinn sokkið báðu megin við bílinn, sem sat þá á nokkurskonar malbikseyju. Sheila Bailey, sem starfar í mötuneyti í grunnskóla í Anchorage, segir það hafa verið ómögulegt að standa uppi. Hún og samstarfsmenn hennar hafi fallist í faðm. „Þetta hljómaði og okkur fannst eins og skólinn væri að rifna í tvennt.“ Bill Walker, ríkisstjóri Alaska segir að viðgerðir á vegum ríkisins muni taka langan tíma. Þessir skjálftar hafi valdið meiri skaða en gengur og gerist. Að meðaltali mælast um 40 þúsund jarðskjálftar á ári hverju í Alaska og eru oftar stærri skjálftar í ríkinu en verða samanlagt í öllum hinum 49 ríkjum Bandaríkjanna. Hins vegar er sjaldgæft að skjálftar verði svo nærri byggðum svæðum.
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Norður-Ameríka Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti skók stærstu borg Alaska Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en síðar dregin til baka vegna jarðskjálftans sem var af stærðinni sjö. 30. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Stór jarðskjálfti skók stærstu borg Alaska Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en síðar dregin til baka vegna jarðskjálftans sem var af stærðinni sjö. 30. nóvember 2018 21:00