Mikil tímamót fyrir Borgarlínu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 08:30 Dagur segir tillögur viðræðuhópsins vera mikinn áfanga. Fréttablaðið/Ernir Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum til samgöngumálaráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu var greint á vef Stjórnarráðsins í gær. Hópurinn leggur til að Borgarlína og stofnvegaframkvæmdir verði felldar inn í samgönguáætlun. Lagt er til að fyrsta áfanga Borgarlínu verði lokið á tímabili 15 ára samgönguáætlunar og er heildarkostnaður við þann áfanga áætlaður 42 milljarðar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta mikinn áfanga og bætir við að það sé mikilvægt að þessar áherslur séu lagðar sameiginlega af hálfu ríkis og sveitarfélaga. „Þarna er í raun verið að nálgast málið mjög heildstætt út frá því sem er best fyrir umferðina, umhverfið og framtíðarþróun svæðisins,“ segir borgarstjóri. Að sögn Dags færa tillögur hópsins Borgarlínu nær því að verða að veruleika. „Það eru auðvitað bæði mikil tímamót en svo er líka mikilvægt að það sé breið samstaða og skilningur á því að til þess að gera almenningssamgöngur að frábærum valkosti þá þurfa þær að vera framúrskarandi góðar. Þá þurfum við að efla þær og þær þurfa að fá forgang í umferðinni. Þess vegna þarf að fjárfesta í þeim ekki síður en öðrum samgöngumátum. Það er í raun kjarninn í því sem felst í tillögum viðræðuhópsins.“ Einnig er lagt til að Miklabraut verði sett að hluta í stokk á öðru tímabili samgönguáætlunar og að 1,5 milljörðum verði ráðstafað í stofnstígaframkvæmdir, svo fátt eitt sé nefnt. Um Miklubrautina segir Dagur að sú framkvæmd hafi skorað einna hæst hvað varðar jákvæð áhrif á umferð. Það sé aukinheldur lífsgæðamál fyrir íbúa á svæðinu enda dragi framkvæmdin úr hljóð- og loftmengun og gefi færi á að „sameina Hlíðarnar á ný“. „Um leið er þetta framkvæmd sem nýtist öllum samgöngumátum. Það er lykilatriðið. Að þetta nýtist ekki bara þeim sem keyra heldur líka þeim sem nýta Borgarlínuna eða vilja fara gangandi eða hjólandi,“ bætir borgarstjóri við. Dagur segir að undanfarin ár hafi sveitarfélög og ríki unnið að því að efla stígakerfi svæðisins og nú sé verið að stíga frekari skref. Hann segir að það dugi ekki að hluti hjólreiðaleiðar sé góður heldur þurfi stígar helst að vera samfellt góðir alla leið sem hjólreiðafólk fer. „Eftir því sem við getum klárað að gera heildstætt hjólastíganet fyrir allt höfuðborgarsvæðið fyrr þeim mun betri er þessi valkostur. Við sjáum það nú þegar á tölunum að það er mestur vöxtur í hjólreiðum af öllum samgöngumátum á undanförnum árum.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Samgöngur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum til samgöngumálaráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu var greint á vef Stjórnarráðsins í gær. Hópurinn leggur til að Borgarlína og stofnvegaframkvæmdir verði felldar inn í samgönguáætlun. Lagt er til að fyrsta áfanga Borgarlínu verði lokið á tímabili 15 ára samgönguáætlunar og er heildarkostnaður við þann áfanga áætlaður 42 milljarðar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta mikinn áfanga og bætir við að það sé mikilvægt að þessar áherslur séu lagðar sameiginlega af hálfu ríkis og sveitarfélaga. „Þarna er í raun verið að nálgast málið mjög heildstætt út frá því sem er best fyrir umferðina, umhverfið og framtíðarþróun svæðisins,“ segir borgarstjóri. Að sögn Dags færa tillögur hópsins Borgarlínu nær því að verða að veruleika. „Það eru auðvitað bæði mikil tímamót en svo er líka mikilvægt að það sé breið samstaða og skilningur á því að til þess að gera almenningssamgöngur að frábærum valkosti þá þurfa þær að vera framúrskarandi góðar. Þá þurfum við að efla þær og þær þurfa að fá forgang í umferðinni. Þess vegna þarf að fjárfesta í þeim ekki síður en öðrum samgöngumátum. Það er í raun kjarninn í því sem felst í tillögum viðræðuhópsins.“ Einnig er lagt til að Miklabraut verði sett að hluta í stokk á öðru tímabili samgönguáætlunar og að 1,5 milljörðum verði ráðstafað í stofnstígaframkvæmdir, svo fátt eitt sé nefnt. Um Miklubrautina segir Dagur að sú framkvæmd hafi skorað einna hæst hvað varðar jákvæð áhrif á umferð. Það sé aukinheldur lífsgæðamál fyrir íbúa á svæðinu enda dragi framkvæmdin úr hljóð- og loftmengun og gefi færi á að „sameina Hlíðarnar á ný“. „Um leið er þetta framkvæmd sem nýtist öllum samgöngumátum. Það er lykilatriðið. Að þetta nýtist ekki bara þeim sem keyra heldur líka þeim sem nýta Borgarlínuna eða vilja fara gangandi eða hjólandi,“ bætir borgarstjóri við. Dagur segir að undanfarin ár hafi sveitarfélög og ríki unnið að því að efla stígakerfi svæðisins og nú sé verið að stíga frekari skref. Hann segir að það dugi ekki að hluti hjólreiðaleiðar sé góður heldur þurfi stígar helst að vera samfellt góðir alla leið sem hjólreiðafólk fer. „Eftir því sem við getum klárað að gera heildstætt hjólastíganet fyrir allt höfuðborgarsvæðið fyrr þeim mun betri er þessi valkostur. Við sjáum það nú þegar á tölunum að það er mestur vöxtur í hjólreiðum af öllum samgöngumátum á undanförnum árum.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Samgöngur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira