Refsing fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákveðin í dag Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2018 10:41 Michael Flynn laug að FBI að hann hefði ekki rætt refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Rússlandi við Kislyak sendiherra. Vísir/AFP Dómari í Washington-borg ákvarðar refsingu Michaels Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag. Saksóknarar sem rannsaka meint samráð framboðs Trump við Rússa hafa mælt með því að Flynn verði ekki dæmdur í fangelsi vegna aðstoðar hans við rannsóknina. Flynn játaði sig sekan um að hafa logið að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Washington, í desember í fyrra. Hóf hann í kjölfarið samstarf við saksóknara sem er sögð hafa verið „veruleg“. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að ljúga að alríkislögreglunni. Með sátt sem Flynn gerði við saksóknarana gæti hann vænst innan við hálfs árs fangelsisdóms, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómurinn verður kveðinn upp klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma. Trump réði Flynn sem fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn entist hins vegar aðeins innan við mánuð í starfi. Þá var hann rekinn fyrir að hafa logið að Mike Pence, varaforseta, um samskiptin við Kislyak, að sögn Hvíta hússins. Tveir viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að hafa starfað með leynd fyrir tyrknesk stjórnvöld. Reyndu þeir að þrýsta á bandaríska þingmenn um að framselja helsta pólitíska andstæðing Receps Erdogan forseta. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðir Þeir eru taldir hafa verið á launum hjá forseta Tyrklands til að reyna að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að framselja einn helsta pólitíska andstæðing hans. 17. desember 2018 16:08 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Dómari í Washington-borg ákvarðar refsingu Michaels Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag. Saksóknarar sem rannsaka meint samráð framboðs Trump við Rússa hafa mælt með því að Flynn verði ekki dæmdur í fangelsi vegna aðstoðar hans við rannsóknina. Flynn játaði sig sekan um að hafa logið að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Washington, í desember í fyrra. Hóf hann í kjölfarið samstarf við saksóknara sem er sögð hafa verið „veruleg“. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að ljúga að alríkislögreglunni. Með sátt sem Flynn gerði við saksóknarana gæti hann vænst innan við hálfs árs fangelsisdóms, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómurinn verður kveðinn upp klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma. Trump réði Flynn sem fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn entist hins vegar aðeins innan við mánuð í starfi. Þá var hann rekinn fyrir að hafa logið að Mike Pence, varaforseta, um samskiptin við Kislyak, að sögn Hvíta hússins. Tveir viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að hafa starfað með leynd fyrir tyrknesk stjórnvöld. Reyndu þeir að þrýsta á bandaríska þingmenn um að framselja helsta pólitíska andstæðing Receps Erdogan forseta.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðir Þeir eru taldir hafa verið á launum hjá forseta Tyrklands til að reyna að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að framselja einn helsta pólitíska andstæðing hans. 17. desember 2018 16:08 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00
Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðir Þeir eru taldir hafa verið á launum hjá forseta Tyrklands til að reyna að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að framselja einn helsta pólitíska andstæðing hans. 17. desember 2018 16:08