Nýju húsi „klesst“ upp að gluggunum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. desember 2018 07:00 Nýtt tvíbýlishús á Bergstaðastræti 29 á að vera áfast þessum tveimur íbúðarhúsum og loka fyrir gluggana á gula húsinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fyrirhugað tveggja hæða tvíbýlishús auk kjallara sem áformað er á baklóð Bergstaðastrætis 29, fast upp að þremur húsum á Óðinsgötu 18 og Bergstaðastræti 31a, mætir harðri andstöðu húseigenda í kring. „Að ætla að sprengja og brjóta klöpp allt að þrjá metra fast niður með húsinu er óskiljanleg framkvæmd sem mun skemma verulega eða eyðileggja þennan hluta hússins," segir í bréfi Berglindar Sigurðardóttir skipulagsfræðings fyrir hönd eigenda Bergstaðastrætis 31a sem myndi verða áfast gafli nýja hússins. Berglind bendir á að stutt sé í að húsið á Bergstaðastræti 31a verði hundrað ára og þar með friðað. Það sé steinsteypt en lítið sem ekkert járnbent. Eigendurnir áskilji sér allan rétt til skaðabóta verði af framkvæmdinni. „Í öðru lagi er verið að klessa húsinu inn í húsaþyrpingu sem fyrir er, sem er skipulagslega vont," skrifar Berglind. Verðgildi aðliggjandi húsa muni rýrna og valda auknu ónæði. „Þetta mun byrgja útsýni og auk þess valda auknu skuggavarpi á lóð Óðinsgötu 16 sem ég samþykki ekki,“ segir íbúi á Óðinsgötu 16. Eigendur og íbúar Óðinsgötu 18c segja vegið að hagsmunum á margvíslegan hátt. Segja þeir tvo glugga á vesturhlið eignar sinnar, svefnherbergisglugga og stofuglugga, snúa að Bergstaðastræti 29. „Lagt er til að fyrirhuguð bygging rísi alveg upp við okkar eign og mun fyrirhuguð bygging loka fyrir gluggana þannig að engin loftun og engin dagsbirta bærist inn í þessi rými í eign okkar og aðeins nyti dagsbirtu frá gluggum sem eru á austurhlið hússins," segja eigendur Óðinsgötu 18c. Eins og fleiri bendir fólkið á Óðinsgötu 18c á að að fyrirhugað byggingarsvæði sé á klöpp og því þurfi að beita sprengingum eða stórvirkum tækjum. „Allt í kring eru gömul hús og er grunnur hússins Óðinsgötur 18c og 18b úr holsteini sem er jafn gamall húsinu eða 100 ára á næsta ári," segir í bréfi þeirra. „Bygging þessi mun valda skertu útsýni ásamt töluverðu skuggavarpi á lóð fasteignar Óðinsgötu 16,“ segir eigandi í því húsi. Húseigandafélagið sendir inn mótmælabréf fyrir hönd 24 ára konu sem keypti 38 fermetra íbúð á Óðinsgötu 18b á árinu 2015. „Samkvæmt tillögunni á að byggja húsið alveg upp við Óðinsgötu 18b og loka þar með fyrir baðherbergisglugga íbúðarinnar,“ segir í bréfinu þar sem rakið er að glugginn hafi verið gerður 2014 til að bregðast við myglu vegna lélegrar loftunar. „Gluggi þessi er eini auðopnanlegi gluggi íbúðarinnar og þjónar tilgangi sem björgunarop,“ segir Húseigendafélagið sem eins og fleiri benda á háan aldur núverandi húsa á svæðinu. Þá er í tveimur bréfanna undirstrikað að þegar séu óleyfisframkvæmdir á Bergstaðastræti 29 sem byggingarfulltrúa sé kunnugt um og óskað eftir því að embættið geri eitthvað í því. Er þar um að ræða skúr og hjólabrettapall. Í byggingarleyfisumsókn sem tekin var fyrir hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur síðastliðinn föstudag segir að málið hafi þegar verið kynnt á skipulagssviði borgarinnar og verið vel tekið. Málið fer nú til umsagnar hjá verkefnisstjóra hverfisins. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Fyrirhugað tveggja hæða tvíbýlishús auk kjallara sem áformað er á baklóð Bergstaðastrætis 29, fast upp að þremur húsum á Óðinsgötu 18 og Bergstaðastræti 31a, mætir harðri andstöðu húseigenda í kring. „Að ætla að sprengja og brjóta klöpp allt að þrjá metra fast niður með húsinu er óskiljanleg framkvæmd sem mun skemma verulega eða eyðileggja þennan hluta hússins," segir í bréfi Berglindar Sigurðardóttir skipulagsfræðings fyrir hönd eigenda Bergstaðastrætis 31a sem myndi verða áfast gafli nýja hússins. Berglind bendir á að stutt sé í að húsið á Bergstaðastræti 31a verði hundrað ára og þar með friðað. Það sé steinsteypt en lítið sem ekkert járnbent. Eigendurnir áskilji sér allan rétt til skaðabóta verði af framkvæmdinni. „Í öðru lagi er verið að klessa húsinu inn í húsaþyrpingu sem fyrir er, sem er skipulagslega vont," skrifar Berglind. Verðgildi aðliggjandi húsa muni rýrna og valda auknu ónæði. „Þetta mun byrgja útsýni og auk þess valda auknu skuggavarpi á lóð Óðinsgötu 16 sem ég samþykki ekki,“ segir íbúi á Óðinsgötu 16. Eigendur og íbúar Óðinsgötu 18c segja vegið að hagsmunum á margvíslegan hátt. Segja þeir tvo glugga á vesturhlið eignar sinnar, svefnherbergisglugga og stofuglugga, snúa að Bergstaðastræti 29. „Lagt er til að fyrirhuguð bygging rísi alveg upp við okkar eign og mun fyrirhuguð bygging loka fyrir gluggana þannig að engin loftun og engin dagsbirta bærist inn í þessi rými í eign okkar og aðeins nyti dagsbirtu frá gluggum sem eru á austurhlið hússins," segja eigendur Óðinsgötu 18c. Eins og fleiri bendir fólkið á Óðinsgötu 18c á að að fyrirhugað byggingarsvæði sé á klöpp og því þurfi að beita sprengingum eða stórvirkum tækjum. „Allt í kring eru gömul hús og er grunnur hússins Óðinsgötur 18c og 18b úr holsteini sem er jafn gamall húsinu eða 100 ára á næsta ári," segir í bréfi þeirra. „Bygging þessi mun valda skertu útsýni ásamt töluverðu skuggavarpi á lóð fasteignar Óðinsgötu 16,“ segir eigandi í því húsi. Húseigandafélagið sendir inn mótmælabréf fyrir hönd 24 ára konu sem keypti 38 fermetra íbúð á Óðinsgötu 18b á árinu 2015. „Samkvæmt tillögunni á að byggja húsið alveg upp við Óðinsgötu 18b og loka þar með fyrir baðherbergisglugga íbúðarinnar,“ segir í bréfinu þar sem rakið er að glugginn hafi verið gerður 2014 til að bregðast við myglu vegna lélegrar loftunar. „Gluggi þessi er eini auðopnanlegi gluggi íbúðarinnar og þjónar tilgangi sem björgunarop,“ segir Húseigendafélagið sem eins og fleiri benda á háan aldur núverandi húsa á svæðinu. Þá er í tveimur bréfanna undirstrikað að þegar séu óleyfisframkvæmdir á Bergstaðastræti 29 sem byggingarfulltrúa sé kunnugt um og óskað eftir því að embættið geri eitthvað í því. Er þar um að ræða skúr og hjólabrettapall. Í byggingarleyfisumsókn sem tekin var fyrir hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur síðastliðinn föstudag segir að málið hafi þegar verið kynnt á skipulagssviði borgarinnar og verið vel tekið. Málið fer nú til umsagnar hjá verkefnisstjóra hverfisins.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira