Trylltur ökumaður, nágrannaerjur og einn sem brjálaðist í vegabréfaskoðun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2018 22:11 Það hefur gengið á ýmsu hjá lögreglunni það sem af er löggutísti. vísir/vilhelm Lögreglan hefur haft í nógu að snúast síðustu sex klukkutímana eða svo ef marka má #löggutíst á Twitter en þar segja lögregluembættin á Norðurlandi eystra, höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum frá verkefnum kvöldsins og næturinnar. Á meðal þess sem hefur komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var atvik þar sem ekið var á gangandi vegfaranda í verslun. Svo segir frá í tísti lögreglunnar: „Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og sagður hafa ráðist á þann sem hann ók á og ásakað fyrir að hafa verið að þvælast fyrir. #löggutíst #Jólastress #passaðuþrýstinginn“ Þá var ítrekað kvartað undan sama bílnum í Vesturbæ Reykjavíkur. „Jólasektinni smellt á gripinn og eigandinn verður að leggja betur næst,“ segir í tísti lögreglunnar.Stúfur villtur í Bústaðahverfi? Síðan var tilkynnt um nágrannaerjur í Breiðholti og að ekið hefði verið á hund við Hafravatn sem lá dauður eftir. Einnig barst lögreglu tilkynning um mann sem væri að ganga á milli húsa í Bústaðahverfinu og kíkja á glugga. „Tilkynnt um mann að ganga á milli húsa í Bústaðahverfinu að kíkja á glugga. Líklega er Stúfur villtur og langar að komast heim til Grýlu. Lögreglan fann hann ekki þrátt fyrir mikla og langa leit. #löggutíst #jólasveinareinnogátta“ Á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þjófurinn fannst skömmu síðar þar sem hann var í rútu á leið frá flugstöðinni. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Lögreglan þurfti svo að eiga við ölvaðan mann í vegabréfaeftirlitinu: „Ölvaður karlmaður brjálast í vegabréfaskoðun. Við afskipti lögreglumanna veitir hann mótspyrnu. Handtekinn og færður á varðstofu FLE. Almenn deild heldur upp eftir til aðstoðar. #löggutíst“ Á Norðurlandi eystra stöðvaði lögreglan ökumann sem var á 132 kílómetra hraða í Hörgárdal og það með vélsleðakerru aftan í. Lögreglan fyrir norðan fékk svo tilkynningu um eld í bíl fyrir utan verslun á Akureyri. Lögregla og slökkvilið fóru á vettvang en ökumaðurinn hafði orðið var við reyk í bílnum og náð að kæla hann niður með snjó áður en viðbragðsaðilar komu. Ekki var mikill eldur heldur aðallega reykur. Lögreglumál Tengdar fréttir #Löggutíst: Lögregla segir frá öllum verkefnum á Twitter Uppátækinu er ætlað að vekja athygli á störfum lögreglu og þeim margvíslegu verkefnum sem hún sinnir. 14. desember 2018 15:30 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Lögreglan hefur haft í nógu að snúast síðustu sex klukkutímana eða svo ef marka má #löggutíst á Twitter en þar segja lögregluembættin á Norðurlandi eystra, höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum frá verkefnum kvöldsins og næturinnar. Á meðal þess sem hefur komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var atvik þar sem ekið var á gangandi vegfaranda í verslun. Svo segir frá í tísti lögreglunnar: „Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og sagður hafa ráðist á þann sem hann ók á og ásakað fyrir að hafa verið að þvælast fyrir. #löggutíst #Jólastress #passaðuþrýstinginn“ Þá var ítrekað kvartað undan sama bílnum í Vesturbæ Reykjavíkur. „Jólasektinni smellt á gripinn og eigandinn verður að leggja betur næst,“ segir í tísti lögreglunnar.Stúfur villtur í Bústaðahverfi? Síðan var tilkynnt um nágrannaerjur í Breiðholti og að ekið hefði verið á hund við Hafravatn sem lá dauður eftir. Einnig barst lögreglu tilkynning um mann sem væri að ganga á milli húsa í Bústaðahverfinu og kíkja á glugga. „Tilkynnt um mann að ganga á milli húsa í Bústaðahverfinu að kíkja á glugga. Líklega er Stúfur villtur og langar að komast heim til Grýlu. Lögreglan fann hann ekki þrátt fyrir mikla og langa leit. #löggutíst #jólasveinareinnogátta“ Á Suðurnesjum var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þjófurinn fannst skömmu síðar þar sem hann var í rútu á leið frá flugstöðinni. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Lögreglan þurfti svo að eiga við ölvaðan mann í vegabréfaeftirlitinu: „Ölvaður karlmaður brjálast í vegabréfaskoðun. Við afskipti lögreglumanna veitir hann mótspyrnu. Handtekinn og færður á varðstofu FLE. Almenn deild heldur upp eftir til aðstoðar. #löggutíst“ Á Norðurlandi eystra stöðvaði lögreglan ökumann sem var á 132 kílómetra hraða í Hörgárdal og það með vélsleðakerru aftan í. Lögreglan fyrir norðan fékk svo tilkynningu um eld í bíl fyrir utan verslun á Akureyri. Lögregla og slökkvilið fóru á vettvang en ökumaðurinn hafði orðið var við reyk í bílnum og náð að kæla hann niður með snjó áður en viðbragðsaðilar komu. Ekki var mikill eldur heldur aðallega reykur.
Lögreglumál Tengdar fréttir #Löggutíst: Lögregla segir frá öllum verkefnum á Twitter Uppátækinu er ætlað að vekja athygli á störfum lögreglu og þeim margvíslegu verkefnum sem hún sinnir. 14. desember 2018 15:30 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
#Löggutíst: Lögregla segir frá öllum verkefnum á Twitter Uppátækinu er ætlað að vekja athygli á störfum lögreglu og þeim margvíslegu verkefnum sem hún sinnir. 14. desember 2018 15:30