Shakira ákærð fyrir skattsvik Andri Eysteinsson skrifar 14. desember 2018 18:24 Shakira, hér við útgáfu plötunnar El Dorado, hefur verið ákærð fyrir skattsvik. Getty/Miquel Benittez Kólumbíska söngkonan Shakira hefur verið kærð fyrir skattsvik á Spáni. Skattyfirvöld í landinu segja söngkonuna skulda 14 og hálfa milljónir evra sem jafngildir tveimur milljörðum íslenskra króna. The Guardian greinir frá. Meint brot söngkonunnar snýr að lögheimilisskráningu hennar, frá árinu 2015 hefur hún verið skráð til heimilis í Barcelona þar sem eiginmaður hennar Gerard Pique leikur knattspyrnu. Áður var Shakira skráð til heimilis á Bahamaeyjum í Karíbahafi.Búseta skráð á Bahamaeyjum Skattyfirvöld telja að þrátt fyrir skráningu Shakiru á Bahamaeyjum hafi hún á árunum 2012 til 2014 í raun verið búsett í Barcelona. Í spænskri skattalöggjöf segir að sá sem sé búsettur í landinu í yfir sex mánuði á ári sé skyldugur til að greiða skatta. Yfirvöld segja að mál Shakiru falli undir þetta lagaákvæði og hafa því ákært hana fyrir skattsvik. Söngkonan hafi verið búsett í Barcelona og eingöngu ferðast annað í styttri vinnuferðum.Ellefu mánuðir eru frá því að að yfirvöld settu af stað rannsókn á skattamálum söngkonunnar. Shakira var meðal þeirra sem birtust í Panamaskjölunum frægu á síðasta ári.Talsmaður söngkonunnar sagði á þeim tíma að Shakira hafi búið víða um heim á ferlinum og alls staðar framfylgt lögum fram til hins ýtrasta.Verði Shakira sakfelld fyrir skattsvik má hún eiga von á tveggja ára skilorðsbundnum dómKnattspyrnumenn og kóngafólk ákært á síðustu árum Á undanförnum árum hefur mikið borið á skattamálum ríka og fræga fólksins þar í landi. Knattspyrnumenn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar hafa allri háð baráttu við spænsk skattyfirvöld. Það hafa þó ekki eingöngu verið knattspyrnumenn en árið 2017 var fjárfestirinn Inaki Urdangarin dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar. Urdangarin er giftur Kristínu Spánarprinsessu, og er því mágur Filippusar VI. Spánarkonungs. Kristína var sjálf ákærð vegna fjármála eiginmannsins en var sýknuð í febrúar á síðasta ári. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Kólumbíska söngkonan Shakira hefur verið kærð fyrir skattsvik á Spáni. Skattyfirvöld í landinu segja söngkonuna skulda 14 og hálfa milljónir evra sem jafngildir tveimur milljörðum íslenskra króna. The Guardian greinir frá. Meint brot söngkonunnar snýr að lögheimilisskráningu hennar, frá árinu 2015 hefur hún verið skráð til heimilis í Barcelona þar sem eiginmaður hennar Gerard Pique leikur knattspyrnu. Áður var Shakira skráð til heimilis á Bahamaeyjum í Karíbahafi.Búseta skráð á Bahamaeyjum Skattyfirvöld telja að þrátt fyrir skráningu Shakiru á Bahamaeyjum hafi hún á árunum 2012 til 2014 í raun verið búsett í Barcelona. Í spænskri skattalöggjöf segir að sá sem sé búsettur í landinu í yfir sex mánuði á ári sé skyldugur til að greiða skatta. Yfirvöld segja að mál Shakiru falli undir þetta lagaákvæði og hafa því ákært hana fyrir skattsvik. Söngkonan hafi verið búsett í Barcelona og eingöngu ferðast annað í styttri vinnuferðum.Ellefu mánuðir eru frá því að að yfirvöld settu af stað rannsókn á skattamálum söngkonunnar. Shakira var meðal þeirra sem birtust í Panamaskjölunum frægu á síðasta ári.Talsmaður söngkonunnar sagði á þeim tíma að Shakira hafi búið víða um heim á ferlinum og alls staðar framfylgt lögum fram til hins ýtrasta.Verði Shakira sakfelld fyrir skattsvik má hún eiga von á tveggja ára skilorðsbundnum dómKnattspyrnumenn og kóngafólk ákært á síðustu árum Á undanförnum árum hefur mikið borið á skattamálum ríka og fræga fólksins þar í landi. Knattspyrnumenn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar hafa allri háð baráttu við spænsk skattyfirvöld. Það hafa þó ekki eingöngu verið knattspyrnumenn en árið 2017 var fjárfestirinn Inaki Urdangarin dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar. Urdangarin er giftur Kristínu Spánarprinsessu, og er því mágur Filippusar VI. Spánarkonungs. Kristína var sjálf ákærð vegna fjármála eiginmannsins en var sýknuð í febrúar á síðasta ári.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira