Enn leitað að árásarmanninum og þriðji látinn Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2018 13:26 Leitað í bílum á landamærum Frakklands og Þýskalands. AP/Sebastian Gollnow Lögreglan í Frakklandi leitar enn að Chérif Chekatt, sem grunaður er um að hafa skotið minnst þrjá til bana í árás á jólamarkaði í Strassborg á þriðjudaginn. Tveir létust í árásinni sjálfri og sá þriðji lést á sjúkrahúsi í dag. Tólf særðust í árásinni. Fjórir aðilar hafa verið handteknir en hundruð lögregluþjóna taka þátt í leitinni að Chekatt. Hann var vopnaður skammbyssu og hnífi þegar hann hóf skothríðina. Talið er að Chekatt hafi verið særður af hermönnum áður en hann flúði af vettvangi. Einn hermaður særðist lítillega þegar hermenn skiptust á skotum við hann. Fyrr á þriðjudaginn, um morguninn, leitaði lögregla á heimili Chekatt vegna þess að hann var eftirlýstur vegna annars glæps. Þegar lögreglan leitaði á heimili hans fannst handsprengja, riffill og hnífar, samkvæmt France24.Hann hefur lengi verið kunnugur lögreglu og hefur margsinnis verið handtekinn og dæmdur 27 sinnum fyrir glæpi í Frakklandi, Þýskalandi og Sviss. Þá var hann á lista yfirvalda yfir aðila sem ógn stafar af og er hann sagður hafa hneigst til róttækni þegar hann sat í fangelsi fyrir rán. Lögreglan birti í gær myndi af Chekatt og óskaði aðstoðar almennings við að finna hann. Frakkland Hryðjuverk í Evrópu Sviss Þýskaland Tengdar fréttir Hundruð lögreglumanna leita árásarmannsins í Strassborg Maðurinn sem drap þrjá og særði tólf til viðbótar á jólamarkaði í gærkvöldi er sagður tæplega þrítugur innfæddur íbúi Strassborgar. 12. desember 2018 07:14 Fimm handteknir vegna skotárásarinnar í Strassborg Mögulegt er talið að byssumaðurinn hafi flúið yfir landamærin til Þýskalands. 12. desember 2018 09:01 Birta nafn og mynd af hinum grunaða í Strassborg Lögregla í Frakklandi hefur óskað eftir aðstoð almennings við að hafa uppi á manninum sem skaut og drap tvo og særði fleiri á jólamarkaði í frönsku borginni Strassborg í gærkvöldi. 12. desember 2018 21:59 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Lögreglan í Frakklandi leitar enn að Chérif Chekatt, sem grunaður er um að hafa skotið minnst þrjá til bana í árás á jólamarkaði í Strassborg á þriðjudaginn. Tveir létust í árásinni sjálfri og sá þriðji lést á sjúkrahúsi í dag. Tólf særðust í árásinni. Fjórir aðilar hafa verið handteknir en hundruð lögregluþjóna taka þátt í leitinni að Chekatt. Hann var vopnaður skammbyssu og hnífi þegar hann hóf skothríðina. Talið er að Chekatt hafi verið særður af hermönnum áður en hann flúði af vettvangi. Einn hermaður særðist lítillega þegar hermenn skiptust á skotum við hann. Fyrr á þriðjudaginn, um morguninn, leitaði lögregla á heimili Chekatt vegna þess að hann var eftirlýstur vegna annars glæps. Þegar lögreglan leitaði á heimili hans fannst handsprengja, riffill og hnífar, samkvæmt France24.Hann hefur lengi verið kunnugur lögreglu og hefur margsinnis verið handtekinn og dæmdur 27 sinnum fyrir glæpi í Frakklandi, Þýskalandi og Sviss. Þá var hann á lista yfirvalda yfir aðila sem ógn stafar af og er hann sagður hafa hneigst til róttækni þegar hann sat í fangelsi fyrir rán. Lögreglan birti í gær myndi af Chekatt og óskaði aðstoðar almennings við að finna hann.
Frakkland Hryðjuverk í Evrópu Sviss Þýskaland Tengdar fréttir Hundruð lögreglumanna leita árásarmannsins í Strassborg Maðurinn sem drap þrjá og særði tólf til viðbótar á jólamarkaði í gærkvöldi er sagður tæplega þrítugur innfæddur íbúi Strassborgar. 12. desember 2018 07:14 Fimm handteknir vegna skotárásarinnar í Strassborg Mögulegt er talið að byssumaðurinn hafi flúið yfir landamærin til Þýskalands. 12. desember 2018 09:01 Birta nafn og mynd af hinum grunaða í Strassborg Lögregla í Frakklandi hefur óskað eftir aðstoð almennings við að hafa uppi á manninum sem skaut og drap tvo og særði fleiri á jólamarkaði í frönsku borginni Strassborg í gærkvöldi. 12. desember 2018 21:59 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Hundruð lögreglumanna leita árásarmannsins í Strassborg Maðurinn sem drap þrjá og særði tólf til viðbótar á jólamarkaði í gærkvöldi er sagður tæplega þrítugur innfæddur íbúi Strassborgar. 12. desember 2018 07:14
Fimm handteknir vegna skotárásarinnar í Strassborg Mögulegt er talið að byssumaðurinn hafi flúið yfir landamærin til Þýskalands. 12. desember 2018 09:01
Birta nafn og mynd af hinum grunaða í Strassborg Lögregla í Frakklandi hefur óskað eftir aðstoð almennings við að hafa uppi á manninum sem skaut og drap tvo og særði fleiri á jólamarkaði í frönsku borginni Strassborg í gærkvöldi. 12. desember 2018 21:59