Taka vel í hugmyndir um upptöku veggjalda Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. desember 2018 07:00 Bæjarstjóri Árborgar telur hægt að fjármagna nýja Ölfusárbrú á 12 árum með hóflegu veggjaldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Þessar hugmyndir sem nú er verið að kynna sjáum við bara sem einu leiðina til að koma einhverri hreyfingu af stað í samgöngumálum,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, um hugmyndir um að veggjöld verði tekin upp til að flýta fyrir samgönguframkvæmdum. Bæjarstjórn Akraness samþykkti á þriðjudag einróma bókun þar sem viðhorfsbreytingu á Alþingi gagnvart slíkri fjármögnun er fagnað. „Umræðan hefur auðvitað þróast töluvert, ekki bara hér á Akranesi, heldur á Vesturlandi öllu. Ég held að Hvalfjarðargöngin séu dæmi um árangursríka framkvæmd sem sýnir að þetta er hægt. Við leggjum hins vegar áherslu á að komi til svona veggjalda, eða flýtigjalda eins og við köllum þetta, verði jafnræði tryggt.“Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRUmhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur haft samgönguáætlun til vinnslu síðan í haust. Í byrjun vikunnar komu fram hugmyndir frá Jóni Gunnarssyni, settum formanni, um breytingartillögu þess efnis að tekin verði upp veggjöld um land allt. Samkomulag náðist í fyrrakvöld um að afgreiðslu samgönguáætlunar yrði frestað til 1. febrúar næstkomandi. Stjórnarandstöðuþingmenn höfðu gagnrýnt málsmeðferðina harkalega og þann stutta tíma sem vinna átti tillögurnar á. Þær tillögur sem liggja fyrir ganga út á að tekin verði upp veggjöld á öllum stofnleiðum til og frá höfuðborginni, í öllum jarðgöngum landsins auk gjaldtöku vegna einstaka framkvæmda. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að málið hafi enn ekki verið rætt í bæjarstjórn enda tillögurnar ekki fullkláraðar. Engin formleg afstaða liggi því fyrir. „Það kom samt fram á fundi okkar með þingmönnum Suðurkjördæmis í haust að ekki stæði til að setja veggjöld á Reykjanesbrautina. Sigurður Ingi var sjálfur á þessum fundi. Miðað við umræðuna nú virðist það hafa breyst en við höfum ekkert í hendi um þetta.“ Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, tekur undir með kollega sínum á Akranesi um að veggjöld séu góð leið til að koma nauðsynlegum samgönguframkvæmdum í gang. „Ég heyri ekki annað en að sveitarstjórnarfólk á Suðurlandi sé almennt hrifið af þessu því það eru ekki aðrar lausnir sjáanlegar.“ Hann nefnir sem dæmi framkvæmd eins og nýja Ölfusárbrú. „Það er auðvitað ljóst að það eru gríðarlega mörg mjög brýn verkefni sem þurfa að komast inn á samgönguáætlun. Miðað við fjárreiður ríkisins er það nánast ókleift að fara út í þau öll en þar er ný Ölfusárbrú eitt af þeim mikilvægustu. Mér reiknast til að það sé hægt að fjármagna þessa brú á tólf árum fyrir veggjald sem væri á bilinu 50-100 krónur á bíl. Það keyra 20 þúsund bílar á dag yfir gömlu brúna á sumrin.“ Árborg Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Samkomulag náðist um að ljúka samgönguáætlun á nýju ári Samkomulag hefur náðst um að ljúka samgönguáætlun fyrir 1. febrúar 12. desember 2018 08:30 Spyr um kjark ráðherra þegar komi að upptöku veggjalda Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna að koma eigi veggjöldum inn í samgönguáætlun í miklum flýti. Ekkert liggi á og nauðsynlegt sé að ræða málið betur. 12. desember 2018 06:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
„Þessar hugmyndir sem nú er verið að kynna sjáum við bara sem einu leiðina til að koma einhverri hreyfingu af stað í samgöngumálum,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, um hugmyndir um að veggjöld verði tekin upp til að flýta fyrir samgönguframkvæmdum. Bæjarstjórn Akraness samþykkti á þriðjudag einróma bókun þar sem viðhorfsbreytingu á Alþingi gagnvart slíkri fjármögnun er fagnað. „Umræðan hefur auðvitað þróast töluvert, ekki bara hér á Akranesi, heldur á Vesturlandi öllu. Ég held að Hvalfjarðargöngin séu dæmi um árangursríka framkvæmd sem sýnir að þetta er hægt. Við leggjum hins vegar áherslu á að komi til svona veggjalda, eða flýtigjalda eins og við köllum þetta, verði jafnræði tryggt.“Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓRUmhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur haft samgönguáætlun til vinnslu síðan í haust. Í byrjun vikunnar komu fram hugmyndir frá Jóni Gunnarssyni, settum formanni, um breytingartillögu þess efnis að tekin verði upp veggjöld um land allt. Samkomulag náðist í fyrrakvöld um að afgreiðslu samgönguáætlunar yrði frestað til 1. febrúar næstkomandi. Stjórnarandstöðuþingmenn höfðu gagnrýnt málsmeðferðina harkalega og þann stutta tíma sem vinna átti tillögurnar á. Þær tillögur sem liggja fyrir ganga út á að tekin verði upp veggjöld á öllum stofnleiðum til og frá höfuðborginni, í öllum jarðgöngum landsins auk gjaldtöku vegna einstaka framkvæmda. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að málið hafi enn ekki verið rætt í bæjarstjórn enda tillögurnar ekki fullkláraðar. Engin formleg afstaða liggi því fyrir. „Það kom samt fram á fundi okkar með þingmönnum Suðurkjördæmis í haust að ekki stæði til að setja veggjöld á Reykjanesbrautina. Sigurður Ingi var sjálfur á þessum fundi. Miðað við umræðuna nú virðist það hafa breyst en við höfum ekkert í hendi um þetta.“ Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg, tekur undir með kollega sínum á Akranesi um að veggjöld séu góð leið til að koma nauðsynlegum samgönguframkvæmdum í gang. „Ég heyri ekki annað en að sveitarstjórnarfólk á Suðurlandi sé almennt hrifið af þessu því það eru ekki aðrar lausnir sjáanlegar.“ Hann nefnir sem dæmi framkvæmd eins og nýja Ölfusárbrú. „Það er auðvitað ljóst að það eru gríðarlega mörg mjög brýn verkefni sem þurfa að komast inn á samgönguáætlun. Miðað við fjárreiður ríkisins er það nánast ókleift að fara út í þau öll en þar er ný Ölfusárbrú eitt af þeim mikilvægustu. Mér reiknast til að það sé hægt að fjármagna þessa brú á tólf árum fyrir veggjald sem væri á bilinu 50-100 krónur á bíl. Það keyra 20 þúsund bílar á dag yfir gömlu brúna á sumrin.“
Árborg Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Samkomulag náðist um að ljúka samgönguáætlun á nýju ári Samkomulag hefur náðst um að ljúka samgönguáætlun fyrir 1. febrúar 12. desember 2018 08:30 Spyr um kjark ráðherra þegar komi að upptöku veggjalda Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna að koma eigi veggjöldum inn í samgönguáætlun í miklum flýti. Ekkert liggi á og nauðsynlegt sé að ræða málið betur. 12. desember 2018 06:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30
Samkomulag náðist um að ljúka samgönguáætlun á nýju ári Samkomulag hefur náðst um að ljúka samgönguáætlun fyrir 1. febrúar 12. desember 2018 08:30
Spyr um kjark ráðherra þegar komi að upptöku veggjalda Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna að koma eigi veggjöldum inn í samgönguáætlun í miklum flýti. Ekkert liggi á og nauðsynlegt sé að ræða málið betur. 12. desember 2018 06:00