Gæti stefnt í offramboð af nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2018 19:30 Það gæti stefnt í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri hagsjá Landsbankans, þrátt fyrir umframeftirspurn eftir húsnæði. Hagfræðingur segir engar haldbærar tölur liggja fyrir um raunverulega húsnæðisþörf á markaði. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis stendur yfir víða um höfuðborgarsvæðið en það er aftur á móti spursmál hvort allar þessar nýju íbúðir komi til með að mæta þeirri þörf sem er til staðar. Samkvæmt tölum frá Samtökum iðnaðarins voru um 4.900 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu í haust. Nýjum íbúðum fer jafnt og þétt fjölgandi og er reiknað með að lokið verði við byggingu samtals um 4.300 íbúða á árunum 2018 og 2019. „Framboðið hefur stóraukist, á sama tíma er verið að tala um að það þurfi að byggja fyrir sérstaka hópa, það er verið að tala um það við kjarasamningsborðið. Og ég hef bara einfaldlega áhyggjur af því að ef það fer mikið í gang á þeim vettvangi að þá verði bara allt of mikið af íbúðum til sölu vegna þess að það gengur bara ekkert allt of vel að selja þær íbúðir sem nú þegar er búið að byggja og væntanlega verður það sama uppi á teningnum með þær íbúðir sem koma inn á markaðinn á næstu mánuðum,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagdeild Landsbankans. Meðalstærð nýrra seldra íbúða á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var um 103 fermetrar og meðalverð á fermetra um 521 þúsund krónur. Meðalverð fyrir nýja íbúð var því tæpar 54 milljónir sem óhætt er að segja að sé töluvert hærra en margir ráða við. „Það er alveg augljóst að það vantar minni íbúðir en minni íbúðir eru líka tiltölulega dýrar og ég reikna með því að hugmyndafræðin með það sem er verið að tala um við samningaborðið sé að reyna að byggja íbúðir sem eru minni og líka miklu miklu ódýrari. En hvort að það tekst er svo allt önnur saga,“ segir Ari. „Heildarmynd af þessum markaði sem er algjörlega treystandi, hún er ekki til.“ Húsnæðismál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Sjá meira
Það gæti stefnt í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri hagsjá Landsbankans, þrátt fyrir umframeftirspurn eftir húsnæði. Hagfræðingur segir engar haldbærar tölur liggja fyrir um raunverulega húsnæðisþörf á markaði. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis stendur yfir víða um höfuðborgarsvæðið en það er aftur á móti spursmál hvort allar þessar nýju íbúðir komi til með að mæta þeirri þörf sem er til staðar. Samkvæmt tölum frá Samtökum iðnaðarins voru um 4.900 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu í haust. Nýjum íbúðum fer jafnt og þétt fjölgandi og er reiknað með að lokið verði við byggingu samtals um 4.300 íbúða á árunum 2018 og 2019. „Framboðið hefur stóraukist, á sama tíma er verið að tala um að það þurfi að byggja fyrir sérstaka hópa, það er verið að tala um það við kjarasamningsborðið. Og ég hef bara einfaldlega áhyggjur af því að ef það fer mikið í gang á þeim vettvangi að þá verði bara allt of mikið af íbúðum til sölu vegna þess að það gengur bara ekkert allt of vel að selja þær íbúðir sem nú þegar er búið að byggja og væntanlega verður það sama uppi á teningnum með þær íbúðir sem koma inn á markaðinn á næstu mánuðum,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagdeild Landsbankans. Meðalstærð nýrra seldra íbúða á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var um 103 fermetrar og meðalverð á fermetra um 521 þúsund krónur. Meðalverð fyrir nýja íbúð var því tæpar 54 milljónir sem óhætt er að segja að sé töluvert hærra en margir ráða við. „Það er alveg augljóst að það vantar minni íbúðir en minni íbúðir eru líka tiltölulega dýrar og ég reikna með því að hugmyndafræðin með það sem er verið að tala um við samningaborðið sé að reyna að byggja íbúðir sem eru minni og líka miklu miklu ódýrari. En hvort að það tekst er svo allt önnur saga,“ segir Ari. „Heildarmynd af þessum markaði sem er algjörlega treystandi, hún er ekki til.“
Húsnæðismál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Sjá meira