Göngin borgi sig upp á 28 árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2018 19:45 Það styttist í að göngin opni Vísir/Tryggvi Páll Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. Fimm og hálfu ári eftir að framkvæmdir hófust við Vaðlaheiðargöng sér loksins fyrir endan á þeim en á blaðamannafundi í dag var gjaldskrá ganganna og fyrirkomulag innheimtu, sem hefst 2. janúar, kynnt. „Við verðum með myndavélar sem munu greina hvaða bifreið er að keyra í gegn. Menn geta skráð sig inn á heimasíðunni okkar, veggjald.is og þannig tryggt að það þurfi enginn að greiða meira en 1.500 krónur fyrir ferðina,“ segir Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga. Stök ferð fólksbíls í gegnum göngin mun kosta 1500 krónur en hægt verður að kaupa inneign og lækka þannig gjaldið eftir því sem fleiri ferðir eru keyptar. Þannig geta þeir sem sjá fyrir sér að ferðast oft í gegnum göngin komið verðinu á hverri ferð niður í 700 krónur.Framkvæmdir hafa staðið yfir á sjötta ár.Vísir/TryggviFramkvæmdin hefur mátt þola töluverða gagnrýni en Hilmar segir göngin þegar hafa sýnt mikilvægi sitt er vegurinn um Víkurskarð, sem göngin munu vera valkostur við, lokaðist á dögunum vegna veðurs. „Við höfum séð það síðustu daga hvað þetta skiptir miklu. Við höfum verið að hleypa neyðarumferð hérna í gegn,“ segir Hilmar. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár. Endanlegur kostnaður við framkvæmdina mun vera í kringum 17 milljarðar. „Auðvitað hafa menn bara lent hér í atvikum sem þeir hafa ekki lent í annars staðar. Og það er alveg frábært að við séum komnir í gegnum það. Og það er auðvitað alveg stórmerkilegt að þrátt fyrir það að þá er útlit fyrir að takist að borga þessu göng upp á þeim tíma sem lagt var af stað með í upphafi,“ segir Hilmar.Hvað er það langur tími?„Það eru 28 ár.“ Samgöngur Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. Fimm og hálfu ári eftir að framkvæmdir hófust við Vaðlaheiðargöng sér loksins fyrir endan á þeim en á blaðamannafundi í dag var gjaldskrá ganganna og fyrirkomulag innheimtu, sem hefst 2. janúar, kynnt. „Við verðum með myndavélar sem munu greina hvaða bifreið er að keyra í gegn. Menn geta skráð sig inn á heimasíðunni okkar, veggjald.is og þannig tryggt að það þurfi enginn að greiða meira en 1.500 krónur fyrir ferðina,“ segir Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga. Stök ferð fólksbíls í gegnum göngin mun kosta 1500 krónur en hægt verður að kaupa inneign og lækka þannig gjaldið eftir því sem fleiri ferðir eru keyptar. Þannig geta þeir sem sjá fyrir sér að ferðast oft í gegnum göngin komið verðinu á hverri ferð niður í 700 krónur.Framkvæmdir hafa staðið yfir á sjötta ár.Vísir/TryggviFramkvæmdin hefur mátt þola töluverða gagnrýni en Hilmar segir göngin þegar hafa sýnt mikilvægi sitt er vegurinn um Víkurskarð, sem göngin munu vera valkostur við, lokaðist á dögunum vegna veðurs. „Við höfum séð það síðustu daga hvað þetta skiptir miklu. Við höfum verið að hleypa neyðarumferð hérna í gegn,“ segir Hilmar. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár. Endanlegur kostnaður við framkvæmdina mun vera í kringum 17 milljarðar. „Auðvitað hafa menn bara lent hér í atvikum sem þeir hafa ekki lent í annars staðar. Og það er alveg frábært að við séum komnir í gegnum það. Og það er auðvitað alveg stórmerkilegt að þrátt fyrir það að þá er útlit fyrir að takist að borga þessu göng upp á þeim tíma sem lagt var af stað með í upphafi,“ segir Hilmar.Hvað er það langur tími?„Það eru 28 ár.“
Samgöngur Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Sjá meira
Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46
Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15
Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38