Apollo geimfari segir að mannaðir Marsleiðangrar séu heimskulegir Andri Eysteinsson skrifar 24. desember 2018 11:17 Bill Anders, lengst til vinstri, ásamt félögum sínum úr Apollo 8. Jim Lovell og Frank Borman (H) Getty/ Museum of Science and Industry Einn af þeim þremur sem fóru út í geim með Apollo 8 árið 1968, William „Bill“ Anders, segir að áform um að senda geimfara til plánetunnar Mars séu heimskuleg. Anders var ásamt geimfaranum Frank Borman gestur BBC í sérstökum þætti vegna 50 ára afmælis Apollo 8 verkefnisins. Anders var ásamt Frank Borman og James Lovell Jr. um borð í Apollo 8. Ferð þeirra var í fyrsta skiptið sem mannað geimfar fór út fyrir sporbaug jarðar. Apollo 8 fór hring um tunglið og náði Anders einni frægustu geim mynd sem náðst hefur, Jarðarupprás. Geimfararnir um borð í Apollo 8 voru valdir menn ársins 1968 af tímaritinu Times. Einn geimfaranna, Bill Anders, sem einnig gegndi stöðu sendiherra Bandaríkjanna í Noregi 1976 til 1977, sagði í viðtali við BBC Radio 5 Live að áform NASA um að senda mannað geimfar til Mars væru heimskuleg. Anders sem nú er 85 ára gamall sagðist í viðtalinu vera stuðningsmaður þess að senda ómönnuð geimför til rauðu plánetunnar, að mestu vegna efnahagslegra sjónarmiða. „Til hvers, hver er ástæðan fyrir því að við þurfum að fara til Mars,“ sagði Anders og bætti við að hann héldi að almenningur hefði ekki áhuga á Marsverkefnunum. Frank Borman, félagi Anders um borð í Apollo 8 sagði við sama miðil að hann væri ekki jafn gagnrýninn á NASA og félagi sinn. Borman gagnrýndi þó áform auðkýfinganna Elon Musk og Jeff Bezos sem báðir hafa talað um eigin geimskot til Mars. „Musk og Bezos, þeir eru að tala um að stofna nýlendur á Mars, það er bull,“ sagði Borman.Myndin Earthrise sem Bill Anders tók um borð í Apollo 8 árið 1968.EPA/ Bill Anders Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Einn af þeim þremur sem fóru út í geim með Apollo 8 árið 1968, William „Bill“ Anders, segir að áform um að senda geimfara til plánetunnar Mars séu heimskuleg. Anders var ásamt geimfaranum Frank Borman gestur BBC í sérstökum þætti vegna 50 ára afmælis Apollo 8 verkefnisins. Anders var ásamt Frank Borman og James Lovell Jr. um borð í Apollo 8. Ferð þeirra var í fyrsta skiptið sem mannað geimfar fór út fyrir sporbaug jarðar. Apollo 8 fór hring um tunglið og náði Anders einni frægustu geim mynd sem náðst hefur, Jarðarupprás. Geimfararnir um borð í Apollo 8 voru valdir menn ársins 1968 af tímaritinu Times. Einn geimfaranna, Bill Anders, sem einnig gegndi stöðu sendiherra Bandaríkjanna í Noregi 1976 til 1977, sagði í viðtali við BBC Radio 5 Live að áform NASA um að senda mannað geimfar til Mars væru heimskuleg. Anders sem nú er 85 ára gamall sagðist í viðtalinu vera stuðningsmaður þess að senda ómönnuð geimför til rauðu plánetunnar, að mestu vegna efnahagslegra sjónarmiða. „Til hvers, hver er ástæðan fyrir því að við þurfum að fara til Mars,“ sagði Anders og bætti við að hann héldi að almenningur hefði ekki áhuga á Marsverkefnunum. Frank Borman, félagi Anders um borð í Apollo 8 sagði við sama miðil að hann væri ekki jafn gagnrýninn á NASA og félagi sinn. Borman gagnrýndi þó áform auðkýfinganna Elon Musk og Jeff Bezos sem báðir hafa talað um eigin geimskot til Mars. „Musk og Bezos, þeir eru að tala um að stofna nýlendur á Mars, það er bull,“ sagði Borman.Myndin Earthrise sem Bill Anders tók um borð í Apollo 8 árið 1968.EPA/ Bill Anders
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira