Ásmundur lauk 700 kílómetra göngunni um Suðurkjördæmi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2018 22:33 Ásmundur var ánægður í lok göngunnar. Facebook/Ásmundur Friðriksson Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur lokið göngu sinni yfir kjördæmið þvert og endilangt. Ásmundur greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag en hann strengdi áramótaheiti um gönguna í byrjun ársins. „Það var góð tilfinning að snerta Garðskagavita og ljúka þannig 700 km göngunni með öllu þessu góða fólki sem deildi gleðinni með mér,“ segir Ásmundur í Facebook-færslu sinni. Hann segir að lokaáfangi göngunnar, sem tekin var í fjölmörgum áföngum yfir árið, hafi hafist með „yndisstund“ í Keflavíkurkirkju. Þá hafi fjöldi fólks slegist í hópinn þennan síðasta spöl, sem lauk með súpu hjá eiginkonu hans, Sigríði Magnúsdóttur. Þá færir Ásmundur öllum sem lögðu honum lið á göngunni bestu þakkir fyrir, enda hafi aðstæður ekki alltaf verið eins og best verði á kosið. „Margir hafa keyrt mig og sótt víða um kjördæmið en göngutíminn hefur ekki alltaf verið á kristilegum tíma. Oft lagði ég af stað fjögur á morgnanna til að losna við mestu umferðina. Ég fékk allar gerðir af veðurfari á leiðinni. Mest var -10 gráðu frost, oft ringdi hressilega og vindurinn fór nokkuð hratt yfir. Flestir áfangarnir voru 20-25 km. en sá lengsti frá Vegamótum að Ölvusárbrú á Selfossi var 33 km á 1. maí.“ Ásmundur greindi frá áramótaheitinu þann 2. Janúar á þessu ári. Hann sagðist í samtali við Vísi á sínum tíma hafa undirbúið sig markvisst til þess að geta látið drauminn rætast. Ferðalög Ásmundar um kjördæmi sitt hafa ítrekað ratað í fréttir á árinu en hann er sá þingmaður sem fékk hæstu greiðsluna árið 2017 vegna ferða á eigin bíl. Aksturskotnaður Ásmundar frá árinu 2013 til og með 2018 nemur rúmum 23 milljónum króna. Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00 Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur lokið göngu sinni yfir kjördæmið þvert og endilangt. Ásmundur greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag en hann strengdi áramótaheiti um gönguna í byrjun ársins. „Það var góð tilfinning að snerta Garðskagavita og ljúka þannig 700 km göngunni með öllu þessu góða fólki sem deildi gleðinni með mér,“ segir Ásmundur í Facebook-færslu sinni. Hann segir að lokaáfangi göngunnar, sem tekin var í fjölmörgum áföngum yfir árið, hafi hafist með „yndisstund“ í Keflavíkurkirkju. Þá hafi fjöldi fólks slegist í hópinn þennan síðasta spöl, sem lauk með súpu hjá eiginkonu hans, Sigríði Magnúsdóttur. Þá færir Ásmundur öllum sem lögðu honum lið á göngunni bestu þakkir fyrir, enda hafi aðstæður ekki alltaf verið eins og best verði á kosið. „Margir hafa keyrt mig og sótt víða um kjördæmið en göngutíminn hefur ekki alltaf verið á kristilegum tíma. Oft lagði ég af stað fjögur á morgnanna til að losna við mestu umferðina. Ég fékk allar gerðir af veðurfari á leiðinni. Mest var -10 gráðu frost, oft ringdi hressilega og vindurinn fór nokkuð hratt yfir. Flestir áfangarnir voru 20-25 km. en sá lengsti frá Vegamótum að Ölvusárbrú á Selfossi var 33 km á 1. maí.“ Ásmundur greindi frá áramótaheitinu þann 2. Janúar á þessu ári. Hann sagðist í samtali við Vísi á sínum tíma hafa undirbúið sig markvisst til þess að geta látið drauminn rætast. Ferðalög Ásmundar um kjördæmi sitt hafa ítrekað ratað í fréttir á árinu en hann er sá þingmaður sem fékk hæstu greiðsluna árið 2017 vegna ferða á eigin bíl. Aksturskotnaður Ásmundar frá árinu 2013 til og með 2018 nemur rúmum 23 milljónum króna.
Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00 Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28
Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00
Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Endurgreiddi Alþingi 178 þúsund krónur vegna þeirra ferða. 27. nóvember 2018 11:15