Umhverfismálin komin á dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. janúar 2019 07:00 Sterk og mikilvæg umhverfisbylgja á sér nú stað í samfélaginu. Það eru forréttindi að vera ráðherra málaflokks sem ég hef í mörg ár unnið að og brunnið fyrir – og það á tímum sem þessum. Það er ótrúlega gaman og gefandi að starfa með fólki vítt og breitt í samfélaginu sem keppist við að gera allt sem mögulegt er til að vinna umhverfinu heilt.Friðlýsingar farnar í gang Eitt af mínum hjartans málum er náttúruvernd. Undanfarin ár hefur gengið alltof hægt að friðlýsa svæði sem Alþingi hefur þegar samþykkt að skuli friðlýst. Nú hefur breyting orðið á og friðlýsingar eru komnar á dagskrá stjórnvalda. Sem ráðherra setti ég saman teymi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að sérstöku átaki í friðlýsingum. Meðal verkefna sem komin eru í kynningu eru friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki gildandi rammaáætlunar og áform um friðlýsingu tveggja svæða sem hafa verið undir miklu álagi ferðamanna: Annars vegar Reykjadals og Grænsdals í Ölfusi og hins vegar Gjárinnar og fleiri staða í Þjórsárdal. Mér þótti einnig mikilvægt að áhrif friðlýsinga á efnahag yrðu rannsökuð frekar og fyrir liggur umfangsmikil rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ sem fram fór vítt og breitt um landið og sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka. Við vitum að friðlýsingar eru mikilvægar náttúrunnar vegna en nú hefur verið sýnt fram á að þær hreinlega margborga sig – á fjölmarga vegu. Fleiri rannsókna- og þróunarverkefni eru í gangi, auk þess sem fjárframlög til að verja náttúruna á svæðum undir álagi ferðamanna hafa verið stóraukin, ekki síst á friðlýstum svæðum. Til að efla fræðslu um friðlýst svæði, leiðbeina um umgengni og auka jákvæða upplifun fólks af náttúru landsins verður landvarsla síðan aukin frá og með árinu í ár. Stærsta náttúruverndarverkefnið er þó án efa stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Kveðið er á um stofnun þjóðgarðsins í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og undirbúningur fyrir hann er í góðum höndum hjá þverpólitískri nefnd sem ég skipaði og tók til starfa síðastliðið vor. Fyrstu verkefni nefndarinnar hafa þegar verið kynnt. Miðhálendisþjóðgarður markar straumhvörf í náttúruvernd á Íslandi.Gjáin í Þjórsárdal.MYND/HUGI ÓLAFSSONLoftslagsmál, plast og sóun Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega áskorunin sem við Jarðarbúar stöndum frammi fyrir. Nú liggur fyrir fyrsta útgáfa af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir Ísland og það hefur verið frábært að fylgjast með móttökunum. Fram undan eru stórtækar aðgerðir við að binda kolefni úr andrúmslofti og að hætta brennslu innflutts og mengandi jarðefnaeldsneytis í samgöngum hér á landi og nota heldur innlenda og endurnýjanlega orkugjafa. Þá verður í fyrsta skipti varið fjármagni sérstaklega til nýsköpunar á sviði loftslagsmála með stofnun Loftslagssjóðs, auk margra fleiri aðgerða. Annað sem ég legg þunga áherslu á er að berjast gegn plastmengun, óþarfa neyslu og sóun. Við getum ekki haldið áfram að umgangast Jörðina okkar eins og við höfum gert og verðum að hætta að líta á hluti sem einnota. Hvert og eitt getum við tekið ótal skref í daglegu lífi okkar til að breyta þessu en nauðsynlegra stjórnvaldsaðgerða er einnig þörf. Ég mun gera mitt til að þær verði að veruleika. Fyrir liggja tillögur starfshóps um aðgerðir varðandi plastmengun, á næstunni legg ég fram frumvarp um bann við afhendingu burðarplastpoka og ráðuneytið hefur stutt átaksverkefni Umhverfisstofnunar og frjálsra félagasamtaka til að draga bæði úr plastnotkun og matarsóun.Aukin aðkoma almennings Að lokum langar mig að nefna mikilvægi þess að efla aðkomu almennings að ákvarðanatöku um umhverfismál og að sú aðkoma verði aukin fyrr í ferli ákvarðanatöku en raunin hefur verið. Þessu hafa raunar bæði umhverfisverndarsamtök og framkvæmdaaðilar kallað eftir. Til að vinna þessu brautargengi hef ég sett í gang heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum og látið vinna áætlun um eftirfylgni Árósasamningsins. Þá munu fjárveitingar til reksturs umhverfisverndarsamtaka verða auknar um helming í ár og aftur á næsta ári. Framlög til umhverfismála hafa stóraukist í tíð núverandi stjórnar og hafa raunar aldrei verið neitt í líkingu við það sem nú er. Ég er spenntur fyrir því sem fram undan er og hlakka til að halda baráttunni áfram. Árið 2019, kom þú fagnandi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Sterk og mikilvæg umhverfisbylgja á sér nú stað í samfélaginu. Það eru forréttindi að vera ráðherra málaflokks sem ég hef í mörg ár unnið að og brunnið fyrir – og það á tímum sem þessum. Það er ótrúlega gaman og gefandi að starfa með fólki vítt og breitt í samfélaginu sem keppist við að gera allt sem mögulegt er til að vinna umhverfinu heilt.Friðlýsingar farnar í gang Eitt af mínum hjartans málum er náttúruvernd. Undanfarin ár hefur gengið alltof hægt að friðlýsa svæði sem Alþingi hefur þegar samþykkt að skuli friðlýst. Nú hefur breyting orðið á og friðlýsingar eru komnar á dagskrá stjórnvalda. Sem ráðherra setti ég saman teymi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að sérstöku átaki í friðlýsingum. Meðal verkefna sem komin eru í kynningu eru friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki gildandi rammaáætlunar og áform um friðlýsingu tveggja svæða sem hafa verið undir miklu álagi ferðamanna: Annars vegar Reykjadals og Grænsdals í Ölfusi og hins vegar Gjárinnar og fleiri staða í Þjórsárdal. Mér þótti einnig mikilvægt að áhrif friðlýsinga á efnahag yrðu rannsökuð frekar og fyrir liggur umfangsmikil rannsókn Hagfræðistofnunar HÍ sem fram fór vítt og breitt um landið og sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka. Við vitum að friðlýsingar eru mikilvægar náttúrunnar vegna en nú hefur verið sýnt fram á að þær hreinlega margborga sig – á fjölmarga vegu. Fleiri rannsókna- og þróunarverkefni eru í gangi, auk þess sem fjárframlög til að verja náttúruna á svæðum undir álagi ferðamanna hafa verið stóraukin, ekki síst á friðlýstum svæðum. Til að efla fræðslu um friðlýst svæði, leiðbeina um umgengni og auka jákvæða upplifun fólks af náttúru landsins verður landvarsla síðan aukin frá og með árinu í ár. Stærsta náttúruverndarverkefnið er þó án efa stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Kveðið er á um stofnun þjóðgarðsins í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og undirbúningur fyrir hann er í góðum höndum hjá þverpólitískri nefnd sem ég skipaði og tók til starfa síðastliðið vor. Fyrstu verkefni nefndarinnar hafa þegar verið kynnt. Miðhálendisþjóðgarður markar straumhvörf í náttúruvernd á Íslandi.Gjáin í Þjórsárdal.MYND/HUGI ÓLAFSSONLoftslagsmál, plast og sóun Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega áskorunin sem við Jarðarbúar stöndum frammi fyrir. Nú liggur fyrir fyrsta útgáfa af aðgerðaáætlun í loftslagsmálum fyrir Ísland og það hefur verið frábært að fylgjast með móttökunum. Fram undan eru stórtækar aðgerðir við að binda kolefni úr andrúmslofti og að hætta brennslu innflutts og mengandi jarðefnaeldsneytis í samgöngum hér á landi og nota heldur innlenda og endurnýjanlega orkugjafa. Þá verður í fyrsta skipti varið fjármagni sérstaklega til nýsköpunar á sviði loftslagsmála með stofnun Loftslagssjóðs, auk margra fleiri aðgerða. Annað sem ég legg þunga áherslu á er að berjast gegn plastmengun, óþarfa neyslu og sóun. Við getum ekki haldið áfram að umgangast Jörðina okkar eins og við höfum gert og verðum að hætta að líta á hluti sem einnota. Hvert og eitt getum við tekið ótal skref í daglegu lífi okkar til að breyta þessu en nauðsynlegra stjórnvaldsaðgerða er einnig þörf. Ég mun gera mitt til að þær verði að veruleika. Fyrir liggja tillögur starfshóps um aðgerðir varðandi plastmengun, á næstunni legg ég fram frumvarp um bann við afhendingu burðarplastpoka og ráðuneytið hefur stutt átaksverkefni Umhverfisstofnunar og frjálsra félagasamtaka til að draga bæði úr plastnotkun og matarsóun.Aukin aðkoma almennings Að lokum langar mig að nefna mikilvægi þess að efla aðkomu almennings að ákvarðanatöku um umhverfismál og að sú aðkoma verði aukin fyrr í ferli ákvarðanatöku en raunin hefur verið. Þessu hafa raunar bæði umhverfisverndarsamtök og framkvæmdaaðilar kallað eftir. Til að vinna þessu brautargengi hef ég sett í gang heildarendurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum og látið vinna áætlun um eftirfylgni Árósasamningsins. Þá munu fjárveitingar til reksturs umhverfisverndarsamtaka verða auknar um helming í ár og aftur á næsta ári. Framlög til umhverfismála hafa stóraukist í tíð núverandi stjórnar og hafa raunar aldrei verið neitt í líkingu við það sem nú er. Ég er spenntur fyrir því sem fram undan er og hlakka til að halda baráttunni áfram. Árið 2019, kom þú fagnandi!
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar