Hugmynd um múrinn í fyrstu ætluð til að minna Trump á að tala um innflytjendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2019 10:15 Loforðið um múrinn var helsta kosningarloforð Trump. Vísir/EPA Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. Er þetta haft eftir einum af fyrstu ráðgjöfum Trump í kosningabaráttunni í umfjöllun New York Times um hinn fyrirhugaða múr sem er nú miðpunktur í deilu Trump og demókrata á þingi um fjármögnun alríkisstofnanna.Í umfjöllun Times segir að þegar Trump hafi farið að kanna mögulegt forsetaframboð árið 2014 hafi ráðgjafar hans ákveðið að koma með hugmyndina um að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Allt til þess að Trump, sem ráðgjafarnir töldu óagaðan, myndi muna að að tala um innflytjendur en harðlínustefna í málefnum innflytjenda var snemma fyrir valinu sem einn af miðpunktum í kosningabaráttu Trump. „Hvernig fáum við hann til þess að tala um innflytjendur,“ segist Sam Nunberg, einn af fyrstu ráðgjöfum Trump, hafa sagt við Roger J. Stone, kollega sinn. „Við fáum hann til þess að tala um að hann ætli að byggja múr“. Og hugmyndin um múrinn fékk snemma gríðarlegar góðar viðtökur á meðal þeirra sem sóttu kosningafundi Trump og fljótlega varð múrinn að helsta stefnumáli Trump. Múrinn er þegar til staðar, víða á landamærunum.Vísir/AFPGengur ekkert að fá fjármagn Afar illa hefur þó gengið hjá Trump að tryggja sér fjármögnun til þess að byggja múrinn sem yrði gríðarlegt mannvirki, enda landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna um þrjú þúsund kílómetrar. Múrinn sem Trump hyggst láta byggja á að verða um 1.500 kílómetra langur en fyrir eru um þúsund kílómetrar af girðingum og öðrum fyrirstöðum á landamærunum. Trump hefur krafist þess að fá rúmlega fimm milljarða dollara fjárveitingu til byggingar múrs á landamærunum að Mexíkó. Demókratar, sem nú ráða ríkjum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafa þvertekið fyrir að samþykkja slíka fjárveitingu. Því hefur ekki tekist að ná samkomulagi um fjármögnun alríkisstofnanna í Bandaríkjunum sem margar hverjar hafa verið lokaðar í nokkrar vikur, þar sem ekki er búið að ráðstafa fjármagni í rekstur þeirra. Trump hefur hótað því að halda stofnununum lokuðum í mánuði eða ár fái hann ekki sínu framgengt. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Forsetinn virðist því ekki ætla að gefa sig, allt til þess að uppfylla loforð sem í fyrstu var aðeins hugmynd sem var ætluð til þess að fá Trump til þess að muna að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Áður en að hugmyndin um landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna varð að miðpunkti í kosningabaráttu og forsetatíð Donald Trump Bandaríkjaforseta var hún í upphafi einfaldlega ætluð til þess að minna Trump á að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni. Er þetta haft eftir einum af fyrstu ráðgjöfum Trump í kosningabaráttunni í umfjöllun New York Times um hinn fyrirhugaða múr sem er nú miðpunktur í deilu Trump og demókrata á þingi um fjármögnun alríkisstofnanna.Í umfjöllun Times segir að þegar Trump hafi farið að kanna mögulegt forsetaframboð árið 2014 hafi ráðgjafar hans ákveðið að koma með hugmyndina um að byggja múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Allt til þess að Trump, sem ráðgjafarnir töldu óagaðan, myndi muna að að tala um innflytjendur en harðlínustefna í málefnum innflytjenda var snemma fyrir valinu sem einn af miðpunktum í kosningabaráttu Trump. „Hvernig fáum við hann til þess að tala um innflytjendur,“ segist Sam Nunberg, einn af fyrstu ráðgjöfum Trump, hafa sagt við Roger J. Stone, kollega sinn. „Við fáum hann til þess að tala um að hann ætli að byggja múr“. Og hugmyndin um múrinn fékk snemma gríðarlegar góðar viðtökur á meðal þeirra sem sóttu kosningafundi Trump og fljótlega varð múrinn að helsta stefnumáli Trump. Múrinn er þegar til staðar, víða á landamærunum.Vísir/AFPGengur ekkert að fá fjármagn Afar illa hefur þó gengið hjá Trump að tryggja sér fjármögnun til þess að byggja múrinn sem yrði gríðarlegt mannvirki, enda landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna um þrjú þúsund kílómetrar. Múrinn sem Trump hyggst láta byggja á að verða um 1.500 kílómetra langur en fyrir eru um þúsund kílómetrar af girðingum og öðrum fyrirstöðum á landamærunum. Trump hefur krafist þess að fá rúmlega fimm milljarða dollara fjárveitingu til byggingar múrs á landamærunum að Mexíkó. Demókratar, sem nú ráða ríkjum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafa þvertekið fyrir að samþykkja slíka fjárveitingu. Því hefur ekki tekist að ná samkomulagi um fjármögnun alríkisstofnanna í Bandaríkjunum sem margar hverjar hafa verið lokaðar í nokkrar vikur, þar sem ekki er búið að ráðstafa fjármagni í rekstur þeirra. Trump hefur hótað því að halda stofnununum lokuðum í mánuði eða ár fái hann ekki sínu framgengt. Á meðan sitja hundruð þúsunda alríkisstarfsmanna annað hvort heima eða vinna launalaust. Forsetinn virðist því ekki ætla að gefa sig, allt til þess að uppfylla loforð sem í fyrstu var aðeins hugmynd sem var ætluð til þess að fá Trump til þess að muna að tala um innflytjendur í kosningabaráttunni.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44 Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51 Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Ekkert þokast í útgjaldadeilu Trump og Bandaríkjaþings Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í tvær vikur. 5. janúar 2019 22:44
Segir dauðsföll barna við landamærin vera Demókrötum að kenna Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það vera Demókrötum að kenna að börn skuli deyja við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta fullyrti forsetinn í Twitter-færslu fyrr í kvöld. 29. desember 2018 21:51
Trump segist tilbúinn að halda alríkisstofnunum lokuðum í fleiri ár Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vera viðbúinn því að lokun stórs hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna, sem til er komin vegna ágreinings Demókrata og Repúblikana um fjármögnun til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, muni vara lengi, jafnvel til margra ára. 4. janúar 2019 20:23