„Ein leiðindabeyglan“ frá með úrskurði Landsréttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2019 10:19 Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn á Klaustur Bar. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar fagnar úrskurði Landsréttar í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn henni. Með niðurstöðunni sé „ein leiðindabeyglan“ frá. Bára kveðst nú bíða úrskurðar Persónuverndar í máli þingmannanna.Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur er varðar fyrirhugaða málsókn fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, gegn Báru. Ástæða málsóknarinnar er hljóðritun Báru á samskiptum þingmannanna á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum. Þingmennirnir fóru fram á að ráðist yrði í gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar. Einnig hafa þingmennirnir leitað til Persónuverndar vegna upptökunnar.Boltinn hjá Persónuvernd Bára segir í samtali við Vísi að hún fagni því að enn einn áfanginn sé í höfn í málinu. „Þetta er bara fínt, þá er ég allavega búin að fá svar á þessu „leveli“. Þá getur maður farið að pæla í því hvað Persónuvernd finnst um málið. Þeir ætluðu að kíkja á þetta beint á eftir úrskurðinum,“ segir Bára. „Þetta er allt saman búið að vera rosalega hægt síðan héraðsdómur kvað upp úrskurðinn. En þetta er svona ein leiðindabeyglan farin til hliðar.“ Bára segist ekki viss hvað taki nú við en málið sé í höndum Miðflokksmanna og lögfræðings þeirra. Nú sé undir þeim komið hvort málinu verði skotið til Hæstaréttar. Aðspurð sagðist Bára ekkert hafa heyrt í þingmönnunum fjórum síðan málið hófst. „Þau hafa ekkert við mig að segja nema í gegnum lögfræðing og fjölmiðla.“ Reimar Pétursson lögmaður þingmanna Miðflokksins vildi ekki tjá sig um það hvort skjólstæðingar sínir hygðust skjóta úrskurði Landsréttar til Hæstaréttar. Þá vildi hann ekkert gefa upp um næstu skref málsins. Dómsmál Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bjarni úthrópaður af stuðningsmönnum Báru Bjarni Benediktsson fær það óþvegið fyrir að segjast orðinn leiður á Klaustur-málinu. 2. janúar 2019 13:17 Landsréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms í Klaustursmálinu Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur vegna Klaustursmálsins svokallaða. 16. janúar 2019 20:56 „Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“ „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2019 07:38 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar fagnar úrskurði Landsréttar í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn henni. Með niðurstöðunni sé „ein leiðindabeyglan“ frá. Bára kveðst nú bíða úrskurðar Persónuverndar í máli þingmannanna.Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur er varðar fyrirhugaða málsókn fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bergþórs Ólasonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, gegn Báru. Ástæða málsóknarinnar er hljóðritun Báru á samskiptum þingmannanna á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum. Þingmennirnir fóru fram á að ráðist yrði í gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi. Héraðsdómur hafnaði þeirri kröfu en úrskurðurinn var kærður til Landsréttar. Einnig hafa þingmennirnir leitað til Persónuverndar vegna upptökunnar.Boltinn hjá Persónuvernd Bára segir í samtali við Vísi að hún fagni því að enn einn áfanginn sé í höfn í málinu. „Þetta er bara fínt, þá er ég allavega búin að fá svar á þessu „leveli“. Þá getur maður farið að pæla í því hvað Persónuvernd finnst um málið. Þeir ætluðu að kíkja á þetta beint á eftir úrskurðinum,“ segir Bára. „Þetta er allt saman búið að vera rosalega hægt síðan héraðsdómur kvað upp úrskurðinn. En þetta er svona ein leiðindabeyglan farin til hliðar.“ Bára segist ekki viss hvað taki nú við en málið sé í höndum Miðflokksmanna og lögfræðings þeirra. Nú sé undir þeim komið hvort málinu verði skotið til Hæstaréttar. Aðspurð sagðist Bára ekkert hafa heyrt í þingmönnunum fjórum síðan málið hófst. „Þau hafa ekkert við mig að segja nema í gegnum lögfræðing og fjölmiðla.“ Reimar Pétursson lögmaður þingmanna Miðflokksins vildi ekki tjá sig um það hvort skjólstæðingar sínir hygðust skjóta úrskurði Landsréttar til Hæstaréttar. Þá vildi hann ekkert gefa upp um næstu skref málsins.
Dómsmál Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bjarni úthrópaður af stuðningsmönnum Báru Bjarni Benediktsson fær það óþvegið fyrir að segjast orðinn leiður á Klaustur-málinu. 2. janúar 2019 13:17 Landsréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms í Klaustursmálinu Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur vegna Klaustursmálsins svokallaða. 16. janúar 2019 20:56 „Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“ „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2019 07:38 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Bjarni úthrópaður af stuðningsmönnum Báru Bjarni Benediktsson fær það óþvegið fyrir að segjast orðinn leiður á Klaustur-málinu. 2. janúar 2019 13:17
Landsréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms í Klaustursmálinu Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hóps þingmanna Miðflokksins gegn Báru Halldórsdóttur vegna Klaustursmálsins svokallaða. 16. janúar 2019 20:56
„Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“ „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 17. janúar 2019 07:38