Starfsmenn Bláfjalla vona að veðurguðirnir bænheyri þá Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 11:21 Þessar skelltu sér á bretti í Bláfjöllum fyrir nokkrum árum. Vísir/Vilhelm Fyrsti vetrardagurinn leit dagsins ljós í Bláfjöllum í gær, ef svo má segja, því það snjóaði loksins hressilega. Skíðasvæðið í Bláfjöllum hefur verið lokað í allan vetur sökum snjóleysis en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir að ef veðurguðirnir hlýða kalli starfsmanna skíðasvæðisins þá sé jafnvel möguleiki á að opna í næstu viku. „Eins og spáin lítur út í dag þá fáum við ekki snjókomu aftur fyrr en um helgina. Ég vona að hún falli í formi slyddu til að bleyta upp í þessum þurra snjó og fá fallegan og góðan grunn á skíðasvæðið. Ef það gengur upp þá erum við að vonast til að geta gert eitthvað í næstu viku,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mikið eru um lausan snjó í Bláfjöllum þannig að ef það myndi hvessa hressilega þá gæti það einnig bætt stöðuna. Starfsmennirnir unnu við það í gærkvöldi og í nótt að fara yfir brekkurnar á snjótroðara og mynda rastir í brekkurnar með það að markmiði að festa snjó.Jæja, loksins kominn fyrsti vetrardagur hér í fjöllunum. Þá styttist í veturinn. Ótrúleg breyting á síðasta sólarhring. Uppfærum aftur fyrir helgi. Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Monday, January 14, 2019 Hann segir það langt í frá að öll von sé úti um almennilegan skíðavetur í Bláfjöllum. Fyrir tveimur árum fylltist svæðið af snjó í febrúar en mánuðina á undan hafði ástandið verið fremur dapurt fyrir skíðafólk. Einar segir starfsmenn ætla að kanna gönguskíðasvæðið í dag til að sjá hvort nægur snjór hafi fallið til að undirbúa það fyrir opnun. Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Stormur og snjókoma í kortunum Það er útlit fyrir hvassa norðaustan átt á norðanverðu landinu í dag með snjókomu og gæti jafnvel orðið stormur á Vestfjörðum fram yfir hádegi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 15. janúar 2019 07:34 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Fyrsti vetrardagurinn leit dagsins ljós í Bláfjöllum í gær, ef svo má segja, því það snjóaði loksins hressilega. Skíðasvæðið í Bláfjöllum hefur verið lokað í allan vetur sökum snjóleysis en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir að ef veðurguðirnir hlýða kalli starfsmanna skíðasvæðisins þá sé jafnvel möguleiki á að opna í næstu viku. „Eins og spáin lítur út í dag þá fáum við ekki snjókomu aftur fyrr en um helgina. Ég vona að hún falli í formi slyddu til að bleyta upp í þessum þurra snjó og fá fallegan og góðan grunn á skíðasvæðið. Ef það gengur upp þá erum við að vonast til að geta gert eitthvað í næstu viku,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mikið eru um lausan snjó í Bláfjöllum þannig að ef það myndi hvessa hressilega þá gæti það einnig bætt stöðuna. Starfsmennirnir unnu við það í gærkvöldi og í nótt að fara yfir brekkurnar á snjótroðara og mynda rastir í brekkurnar með það að markmiði að festa snjó.Jæja, loksins kominn fyrsti vetrardagur hér í fjöllunum. Þá styttist í veturinn. Ótrúleg breyting á síðasta sólarhring. Uppfærum aftur fyrir helgi. Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Monday, January 14, 2019 Hann segir það langt í frá að öll von sé úti um almennilegan skíðavetur í Bláfjöllum. Fyrir tveimur árum fylltist svæðið af snjó í febrúar en mánuðina á undan hafði ástandið verið fremur dapurt fyrir skíðafólk. Einar segir starfsmenn ætla að kanna gönguskíðasvæðið í dag til að sjá hvort nægur snjór hafi fallið til að undirbúa það fyrir opnun.
Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Stormur og snjókoma í kortunum Það er útlit fyrir hvassa norðaustan átt á norðanverðu landinu í dag með snjókomu og gæti jafnvel orðið stormur á Vestfjörðum fram yfir hádegi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 15. janúar 2019 07:34 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Stormur og snjókoma í kortunum Það er útlit fyrir hvassa norðaustan átt á norðanverðu landinu í dag með snjókomu og gæti jafnvel orðið stormur á Vestfjörðum fram yfir hádegi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 15. janúar 2019 07:34