Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2019 11:53 Málþingið fer fram í Hörpu í dag á milli klukkan 13 og 16. Vísir/Vilhelm Í dag fer fram málþing í Hörpu um styttingu vinnuvikunnar. Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. Á málfundinum verður farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið, en markmiðið er að þroska umræðuna um styttingu vinnuvikunnar og auka skilning á þeim möguleikum sem hún hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag. Meðal annars verður farið yfir áhrif styttri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni. Þá verður umræðan að nokkru leyti tengd við kjaramálin sem verða áberandi á árinu. „Kostirnir eru meðal annars þeir að fólk getur frekar hvílst og náð meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það eru líka tengsl á milli þess að vinna minna og minna álags á náttúruna, það er að segja minni losun á gróðurhúsalofttegundum og því getur fylgt minni neysla sem þýðir minni spilling á auðlindum,“ segir Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður Lýðræðisfélagsins Öldu. Meðal þeirra sem halda erindi á málfundinum er sérfræðingurinn Aidan Harper frá New Economics Foundation en hann mun fjalla almennt um skemmri vinnuviku og hvernig hún hefur áhrif á aukna framleiðni. Þar að auki mun formaður VR og framkvæmdastjóri Eflingar ræða um nýjan fókus ásamt formanni velferðarnefndar Alþingis. Guðmundur segir að stytting vinnuvikunnar ætti að vera nokkuð einföld í framkvæmd til skamms tíma. „Til lengri tíma þá getur þurft að grípa til fjölbreyttari úrræða sem eru kannski flóknari en alls ekki ófyristíganleg,“ segir Guðmundur. Málþingið fer fram í Hörpu á milli klukkan 13 og 16 í dag og er viðburðurinn opinn öllum. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Borgin tilbúin til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. 17. október 2018 19:50 Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41 Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni. 13. febrúar 2018 04:54 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Í dag fer fram málþing í Hörpu um styttingu vinnuvikunnar. Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. Á málfundinum verður farið yfir kosti skemmri vinnuviku fyrir samfélagið, en markmiðið er að þroska umræðuna um styttingu vinnuvikunnar og auka skilning á þeim möguleikum sem hún hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag. Meðal annars verður farið yfir áhrif styttri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni. Þá verður umræðan að nokkru leyti tengd við kjaramálin sem verða áberandi á árinu. „Kostirnir eru meðal annars þeir að fólk getur frekar hvílst og náð meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það eru líka tengsl á milli þess að vinna minna og minna álags á náttúruna, það er að segja minni losun á gróðurhúsalofttegundum og því getur fylgt minni neysla sem þýðir minni spilling á auðlindum,“ segir Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður Lýðræðisfélagsins Öldu. Meðal þeirra sem halda erindi á málfundinum er sérfræðingurinn Aidan Harper frá New Economics Foundation en hann mun fjalla almennt um skemmri vinnuviku og hvernig hún hefur áhrif á aukna framleiðni. Þar að auki mun formaður VR og framkvæmdastjóri Eflingar ræða um nýjan fókus ásamt formanni velferðarnefndar Alþingis. Guðmundur segir að stytting vinnuvikunnar ætti að vera nokkuð einföld í framkvæmd til skamms tíma. „Til lengri tíma þá getur þurft að grípa til fjölbreyttari úrræða sem eru kannski flóknari en alls ekki ófyristíganleg,“ segir Guðmundur. Málþingið fer fram í Hörpu á milli klukkan 13 og 16 í dag og er viðburðurinn opinn öllum.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Borgin tilbúin til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. 17. október 2018 19:50 Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41 Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45 Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni. 13. febrúar 2018 04:54 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Borgin tilbúin til kjarasamninga um styttingu vinnuvikunnar Borgaryfirvöld eru tilbúin til að semja um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjarasamningum eftir jákvæða niðurstöðu af tilraunaverkefni þar að lútandi síðast liðin þrjú ár. Líðan fólks batnar með styttri vinnuviku. 17. október 2018 19:50
Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. 17. október 2018 15:41
Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 7. febrúar 2018 19:45
Samtök atvinnulífsins skirrast við skemmri vinnuviku Látum ekki Samtök atvinnulífsins hræða okkur til hlýðni. 13. febrúar 2018 04:54