Er Dagur eins og ráðuneytisstjóri? 12. janúar 2019 10:30 Braggamálið snýst um eina spurningu: Er einhver sem ber pólitíska ábyrgð á rekstri Reykjavíkurborgar? Allir þekkja afstöðu Dags og Samfylkingarinnar – Dagur ber ábyrgð á vinsælum málum, embættismenn bera ábyrgð á því sem aflaga fer. Árum saman gekk þetta, alveg þangað til ruglið í rekstri borgarinnar var orðið svo mikið að ekki var hægt að horfa fram hjá því. En afstöðu Pírata og Viðreisnar var beðið með eftirvæntingu. Miðað við hvernig flokkarnir höfðu talað um erindi sitt í stjórnmálum mátti vænta skýrrar afstöðu, stjórnmálamenn geta ekki skýlt sér bak við embættismenn, þeir bera ábyrgðina. En fulltrúi Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt, réttlætti setu Dags í vinnuhópi um viðbrögð við Braggahneykslinu svona: „Mér finnst akkúrat að hann (Dagur) eigi að sitja. Mér finnst það eins og að víkja ráðuneytisstjóra úr vinnu sem tekur á sínu eigin ráðuneyti. Niðurstaðan er ekki sú að Dagur beri ábyrgð á þessu.“ Þetta hlýtur að vera Norðurlandamet í pólitískum loftfimleikum. Til þess að forða borgarstjóranum undan pólitískri ábyrgð, þá er hann endurskilgreindur sem ráðuneytisstjóri, en eins og kunnugt er þá bera ráðherrar pólitíska ábyrgð á ráðuneytisstjórum og ráðuneytum sínum. En hver er afstaða Viðreisnar? Eru borgarfulltrúar þeirra sammála því að borgarstjórinn hafi sambærilega stöðu og ráðuneytisstjórar og beri því ekki pólitíska ábyrgð? Spurningarnar sem Píratar og Viðreisn verða að svara eru því þessar: Þegar lög og reglur eru brotnar og þegar fjármunum borgarbúa er sóað, ber þá einhver pólitíska ábyrgð? Og úr því að borgarstjóri ber ekki ábyrgðina, hver þá? Ber kannski enginn pólitíska ábyrgð í Reykjavíkurborg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Braggamálið snýst um eina spurningu: Er einhver sem ber pólitíska ábyrgð á rekstri Reykjavíkurborgar? Allir þekkja afstöðu Dags og Samfylkingarinnar – Dagur ber ábyrgð á vinsælum málum, embættismenn bera ábyrgð á því sem aflaga fer. Árum saman gekk þetta, alveg þangað til ruglið í rekstri borgarinnar var orðið svo mikið að ekki var hægt að horfa fram hjá því. En afstöðu Pírata og Viðreisnar var beðið með eftirvæntingu. Miðað við hvernig flokkarnir höfðu talað um erindi sitt í stjórnmálum mátti vænta skýrrar afstöðu, stjórnmálamenn geta ekki skýlt sér bak við embættismenn, þeir bera ábyrgðina. En fulltrúi Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt, réttlætti setu Dags í vinnuhópi um viðbrögð við Braggahneykslinu svona: „Mér finnst akkúrat að hann (Dagur) eigi að sitja. Mér finnst það eins og að víkja ráðuneytisstjóra úr vinnu sem tekur á sínu eigin ráðuneyti. Niðurstaðan er ekki sú að Dagur beri ábyrgð á þessu.“ Þetta hlýtur að vera Norðurlandamet í pólitískum loftfimleikum. Til þess að forða borgarstjóranum undan pólitískri ábyrgð, þá er hann endurskilgreindur sem ráðuneytisstjóri, en eins og kunnugt er þá bera ráðherrar pólitíska ábyrgð á ráðuneytisstjórum og ráðuneytum sínum. En hver er afstaða Viðreisnar? Eru borgarfulltrúar þeirra sammála því að borgarstjórinn hafi sambærilega stöðu og ráðuneytisstjórar og beri því ekki pólitíska ábyrgð? Spurningarnar sem Píratar og Viðreisn verða að svara eru því þessar: Þegar lög og reglur eru brotnar og þegar fjármunum borgarbúa er sóað, ber þá einhver pólitíska ábyrgð? Og úr því að borgarstjóri ber ekki ábyrgðina, hver þá? Ber kannski enginn pólitíska ábyrgð í Reykjavíkurborg?
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun