Einn sem sannar tómatsósukenningu Van Nistelrooy Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 17:00 Duván Zapata. Getty/Paolo Bruno Kólumbíumaðurinn Duván Zapata er að gera frábæra hluti þessa dagana í ítalska fótboltanum en það er ekki búið að vera þannig allt tímabilið. Duván Zapata skoraði aðeins eitt mark í fyrstu þrettán leikjum sínum með Atalanta en allt breyttist þetta þegar jólamánuðurinn rann í garð. Ruud van Nistelrooy, fyrrum framherji Manchester United, setti á sínum tíma fram fræga tómatsósukenningu um heim markaskorarans um að stundum kemur ekkert úr flöskunni eða allt þar til að „stíflan“ brestur og tómatsósan flæðir úr flöskunni. Það má segja að Duván Zapata hafi sannað tómatsósukenningu Van Nistelrooy í vetur. Zapata skoraði loksins sitt annað mark á leiktíðinni í fyrsta leik í desember en hann hefur ekki hætt að skora síðan og setti nýtt met með marki sínu um helgina. Zapata hefur skorað í átta deildarleikjum Atalanta í röð en þar liggur ekki metið því hann hefur alls skorað fjórtán mörk í þessum átta leikjum sem er magnaður árangur.ALUCINANTE EL COLOMBIANO DUVÁN ZAPATA!!! Es el PRIMER JUGADOR en TODA la historia de la Serie A que hace 14 goles anotando en 8 jornadas consecutivas (1+3+1+1+2+1+4+1). pic.twitter.com/yzvSPZ9dab — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) January 27, 2019Duván Zapata hefur nú skorað jafnmörg mörk og Cristiano Ronaldo og aðeins einu marki minna en Fabio Quagliarella sem er markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar í dag. Duván Zapata er sá eini sem hefur skorað tvær þrennur á leiktíðinni og þær komu báðar í þessum átta síðustu leikjum. Önnur þrennan var meira að segja ferna í 5-0 sigri Atalanta á Frosinone. Það er samt athyglisvert að tveir Atalanta menn, Josip Ilicic og Duván Zapata, eiga fjórar af fimm þrennum tímabilsins. Josip Ilicic hefur aðeins skorað í tveimur leikjum á tímabilinu og þrennu í þeim báðum. Ítalski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Kólumbíumaðurinn Duván Zapata er að gera frábæra hluti þessa dagana í ítalska fótboltanum en það er ekki búið að vera þannig allt tímabilið. Duván Zapata skoraði aðeins eitt mark í fyrstu þrettán leikjum sínum með Atalanta en allt breyttist þetta þegar jólamánuðurinn rann í garð. Ruud van Nistelrooy, fyrrum framherji Manchester United, setti á sínum tíma fram fræga tómatsósukenningu um heim markaskorarans um að stundum kemur ekkert úr flöskunni eða allt þar til að „stíflan“ brestur og tómatsósan flæðir úr flöskunni. Það má segja að Duván Zapata hafi sannað tómatsósukenningu Van Nistelrooy í vetur. Zapata skoraði loksins sitt annað mark á leiktíðinni í fyrsta leik í desember en hann hefur ekki hætt að skora síðan og setti nýtt met með marki sínu um helgina. Zapata hefur skorað í átta deildarleikjum Atalanta í röð en þar liggur ekki metið því hann hefur alls skorað fjórtán mörk í þessum átta leikjum sem er magnaður árangur.ALUCINANTE EL COLOMBIANO DUVÁN ZAPATA!!! Es el PRIMER JUGADOR en TODA la historia de la Serie A que hace 14 goles anotando en 8 jornadas consecutivas (1+3+1+1+2+1+4+1). pic.twitter.com/yzvSPZ9dab — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) January 27, 2019Duván Zapata hefur nú skorað jafnmörg mörk og Cristiano Ronaldo og aðeins einu marki minna en Fabio Quagliarella sem er markahæsti leikmaður ítölsku deildarinnar í dag. Duván Zapata er sá eini sem hefur skorað tvær þrennur á leiktíðinni og þær komu báðar í þessum átta síðustu leikjum. Önnur þrennan var meira að segja ferna í 5-0 sigri Atalanta á Frosinone. Það er samt athyglisvert að tveir Atalanta menn, Josip Ilicic og Duván Zapata, eiga fjórar af fimm þrennum tímabilsins. Josip Ilicic hefur aðeins skorað í tveimur leikjum á tímabilinu og þrennu í þeim báðum.
Ítalski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti