Alþingi ætlað að móta stefnu um veggjöld fyrir föstudag Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2019 20:00 Jón Gunnarsson hefur stýrt stefnumörkuninni sem starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Mynd/Vísir. Alþingi er ætlað að móta stefnu sína um veggjöld á næstu þremur þingdögum, miðað við samkomulag um að samgönguáætlun verði kláruð fyrir 1. febrúar. Afgreiða á málið úr þingnefnd í fyrramálið. Vegagerðin segir að því lengur sem dragist að samþykkja samgönguáætlun, því erfiðara verði að afla hagstæðra tilboða. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Jón Gunnarsson, sem haft hefur forystu um upptöku veggjalda í þinginu, segir stefnt að því að samgönguáætlun verði afgreidd úr þingnefndinni í fyrramálið með stefnumörkun um veggjöld. Samgönguráðherra muni síðan flytja sérstakt frumvarp um veggjöldin á vordögum. Alþingi þurfi svo að taka samgönguáætlun upp að nýju í haust sem taki mið af veggjöldum. Hjá Vegagerðinni höfðu menn vonast til að samgönguáætlun kláraðist fyrir jól. „Það má segjast að fyrir okkur sem stöndum í framkvæmdum að það sé heilmikil áskorun að gera áætlanir þegar samgöngutillögur liggja fyrir Alþingi og samþykktir eru að dragast svolítið á langinn,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Veggjöldin hleyptu hins vegar þingstörfum í loft upp á lokadögum fyrir jól og samgönguáætlun strandaði, Vegagerðarmönnum til vonbrigða. „Við höfum ekkert farið leynt með það að við myndum vilja sjá aðeins lengra fram í tímann til að skipuleggja okkar vinnu,“ segir Óskar. Samkomulag náðist í þinginu um að klára samgönguáætlun fyrir 1. febrúar, sem er á föstudag. Þangað til eru aðeins þrír fundardagar. Núna er það spurningin hvort veggjöldin tefji málið ennþá frekar og þar með útboð Vegagerðarinnar. „Við höfum rekið okkur á það að þegar við bjóðum út þegar allir verktakar hafa ráðstafað sér yfir sumartímann þá fáum við fá tilboð og há verð. Þannig að það er mikið í mun fyrir okkur að sjá fram í tímann og bjóða út verk núna bara á þessum mánuðum,“ segir forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Alþingi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn báðu alþingismenn um veggjöld Veggjöld! Veggjöld! Þetta voru skilaboðin sem alþingismenn fengu frá sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni á þingnefndarfundi í dag, en þeir vilja meira fjármagn í jarðgöng og til að malbika sveitavegi. 15. janúar 2019 20:15 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Einn af þremur styður veggjöld Samgönguráðherra segir merkilegt hversu margir séu hlynntir tillögum um veggjöld. Meirihluti landsmanna, rúm 56 prósent, er andvígur veggjöldum. 23. janúar 2019 06:30 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Alþingi er ætlað að móta stefnu sína um veggjöld á næstu þremur þingdögum, miðað við samkomulag um að samgönguáætlun verði kláruð fyrir 1. febrúar. Afgreiða á málið úr þingnefnd í fyrramálið. Vegagerðin segir að því lengur sem dragist að samþykkja samgönguáætlun, því erfiðara verði að afla hagstæðra tilboða. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Jón Gunnarsson, sem haft hefur forystu um upptöku veggjalda í þinginu, segir stefnt að því að samgönguáætlun verði afgreidd úr þingnefndinni í fyrramálið með stefnumörkun um veggjöld. Samgönguráðherra muni síðan flytja sérstakt frumvarp um veggjöldin á vordögum. Alþingi þurfi svo að taka samgönguáætlun upp að nýju í haust sem taki mið af veggjöldum. Hjá Vegagerðinni höfðu menn vonast til að samgönguáætlun kláraðist fyrir jól. „Það má segjast að fyrir okkur sem stöndum í framkvæmdum að það sé heilmikil áskorun að gera áætlanir þegar samgöngutillögur liggja fyrir Alþingi og samþykktir eru að dragast svolítið á langinn,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Veggjöldin hleyptu hins vegar þingstörfum í loft upp á lokadögum fyrir jól og samgönguáætlun strandaði, Vegagerðarmönnum til vonbrigða. „Við höfum ekkert farið leynt með það að við myndum vilja sjá aðeins lengra fram í tímann til að skipuleggja okkar vinnu,“ segir Óskar. Samkomulag náðist í þinginu um að klára samgönguáætlun fyrir 1. febrúar, sem er á föstudag. Þangað til eru aðeins þrír fundardagar. Núna er það spurningin hvort veggjöldin tefji málið ennþá frekar og þar með útboð Vegagerðarinnar. „Við höfum rekið okkur á það að þegar við bjóðum út þegar allir verktakar hafa ráðstafað sér yfir sumartímann þá fáum við fá tilboð og há verð. Þannig að það er mikið í mun fyrir okkur að sjá fram í tímann og bjóða út verk núna bara á þessum mánuðum,“ segir forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Alþingi Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn báðu alþingismenn um veggjöld Veggjöld! Veggjöld! Þetta voru skilaboðin sem alþingismenn fengu frá sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni á þingnefndarfundi í dag, en þeir vilja meira fjármagn í jarðgöng og til að malbika sveitavegi. 15. janúar 2019 20:15 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 „Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Einn af þremur styður veggjöld Samgönguráðherra segir merkilegt hversu margir séu hlynntir tillögum um veggjöld. Meirihluti landsmanna, rúm 56 prósent, er andvígur veggjöldum. 23. janúar 2019 06:30 Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn báðu alþingismenn um veggjöld Veggjöld! Veggjöld! Þetta voru skilaboðin sem alþingismenn fengu frá sveitarstjórnarmönnum af landsbyggðinni á þingnefndarfundi í dag, en þeir vilja meira fjármagn í jarðgöng og til að malbika sveitavegi. 15. janúar 2019 20:15
Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00
„Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. 11. desember 2018 15:04
Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00
Einn af þremur styður veggjöld Samgönguráðherra segir merkilegt hversu margir séu hlynntir tillögum um veggjöld. Meirihluti landsmanna, rúm 56 prósent, er andvígur veggjöldum. 23. janúar 2019 06:30
Vill selja ríkiseignir fremur en að þyngja álögur á landsmenn Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sjálfstæðismaðurinn Óli Björn Kárason, segir ríkið geta kostað vegagerð með því að selja eignir og kveðst andvígur því að álögur verði þyngdar á landsmenn með nýrri tegund skattheimtu. 2. janúar 2019 20:00