Ég á mér draum um Matvælalandið Ísland Guðni Ágústsson skrifar 28. janúar 2019 07:00 Öllum mönnum finnst gott að eiga sér draum og draumum fylgja alltaf góð markmið. Við Íslendingar eigum saman alveg frábæra matvælaauðlind sem oft er nefnd Matvælalandið Ísland. Annars vegar er það hafið kringum landið, þar eigum við fiskinn sem er ein gjöfulasta matarkista heimsins í okkar eigu. Og hins vegar eigum við landið sjálft hreint og ómengað með einni dýrmætustu vatnsauðlind í heimi. Við eigum góða bændur sem byggja hinar dreifðu byggðir og reka búskap með búfjárstofnum sem af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er metinn og talinn einn sá heilbrigðasti í allri veröldinni. Allt er þetta metið út frá búfjársjúkdómum, sýklalyfjanotkun í dýrin og nú sýklalyfjagjöf í fóður sem er ný vá í Evrópu og Bandaríkjunum og veldur því að fólk fær lyfjaónæmar bakteríur í gegnum fæðuna. Hér er tekist á um hvort leyfa eigi innflutning á hráu kjöti en hingað til hefur það orðið að vera frosið sem læknar telja öryggisatriði út frá pestum o.fl. sem borist geta. ESB segir okkur skylduga út frá samningum að taka við hráu kjöti og hafna enn öllum rökum vísindamanna í læknisfræði.Stefnumótun með bændunum okkar Eru þetta ekki dálítil forréttindi að eiga matarborð sem býður upp á úrvalsvöru sem sker sig úr í allri veröldinni? Þarna á ég við allt kjöt framleitt hér hvort það er naut, svín, kjúklingur eða kalkúnn svo ekki sé talað um blessað lambið sem er gullinmura og gleymmérey, villibráð. Og enn fremur allt grænmeti frá móður jörð og úr gróðurhúsum landsins. Nú þegar umræða um sjúkdóma og lyfjaóþol skekur heimsbyggðina er þá ekki best að fagna þessari stöðu okkar og verja hana. Það hefur enginn, hvorki forsendur né rétt til þess að tala þessi varnaðarorð niður sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur sent frá sér og alls ekki Félag atvinnurekenda á Íslandi eða Verslunarráðið. Væri ekki rétt við þessar aðstæður að setja sér markmið um að framleiða sem mest af kjöti, mjólkurvörum og grænmeti í landinu okkar. Hollur er heimafenginn baggi auk þess sem hann sparar kolefnisspor. Hér á Íslandi stunda bændurnir okkar ábyrga matvælaframleiðslu. Víða um heim er pottur brotinn í þeim efnum þótt löndin séu misvel stödd, en það er alls ekki sama kjöt og kjöt, grænmeti og grænmeti. Hvernig væri að við sem þjóð settum okkur markmið t.d. til næstu tíu ára að bændurnir okkar anni innanlandsþörfinni á kjöti, mjólkurvörum og grænmeti? Ríkisstjórnin með Bændasamtökum yrði að leiða svona stefnumótun og aðgerðir þeim tengdar en sjálfsagt er að sem flestir komi að verkefninu svo sem Alþingi, Samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfingin, Félag atvinnurekenda, Samtök verslunar og þjónustu, Neytendasamtökin, Landlæknisembættið o.fl. Við eigum fátt í þessu landi sem við erum jafn stolt af og matvælunum frá sjó og landi nema væri fegurð landsins. Ísland og Noregur eru löndin sem uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þegar - til hamingju íslenskir neytendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðni Ágústsson Landbúnaður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Öllum mönnum finnst gott að eiga sér draum og draumum fylgja alltaf góð markmið. Við Íslendingar eigum saman alveg frábæra matvælaauðlind sem oft er nefnd Matvælalandið Ísland. Annars vegar er það hafið kringum landið, þar eigum við fiskinn sem er ein gjöfulasta matarkista heimsins í okkar eigu. Og hins vegar eigum við landið sjálft hreint og ómengað með einni dýrmætustu vatnsauðlind í heimi. Við eigum góða bændur sem byggja hinar dreifðu byggðir og reka búskap með búfjárstofnum sem af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er metinn og talinn einn sá heilbrigðasti í allri veröldinni. Allt er þetta metið út frá búfjársjúkdómum, sýklalyfjanotkun í dýrin og nú sýklalyfjagjöf í fóður sem er ný vá í Evrópu og Bandaríkjunum og veldur því að fólk fær lyfjaónæmar bakteríur í gegnum fæðuna. Hér er tekist á um hvort leyfa eigi innflutning á hráu kjöti en hingað til hefur það orðið að vera frosið sem læknar telja öryggisatriði út frá pestum o.fl. sem borist geta. ESB segir okkur skylduga út frá samningum að taka við hráu kjöti og hafna enn öllum rökum vísindamanna í læknisfræði.Stefnumótun með bændunum okkar Eru þetta ekki dálítil forréttindi að eiga matarborð sem býður upp á úrvalsvöru sem sker sig úr í allri veröldinni? Þarna á ég við allt kjöt framleitt hér hvort það er naut, svín, kjúklingur eða kalkúnn svo ekki sé talað um blessað lambið sem er gullinmura og gleymmérey, villibráð. Og enn fremur allt grænmeti frá móður jörð og úr gróðurhúsum landsins. Nú þegar umræða um sjúkdóma og lyfjaóþol skekur heimsbyggðina er þá ekki best að fagna þessari stöðu okkar og verja hana. Það hefur enginn, hvorki forsendur né rétt til þess að tala þessi varnaðarorð niður sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur sent frá sér og alls ekki Félag atvinnurekenda á Íslandi eða Verslunarráðið. Væri ekki rétt við þessar aðstæður að setja sér markmið um að framleiða sem mest af kjöti, mjólkurvörum og grænmeti í landinu okkar. Hollur er heimafenginn baggi auk þess sem hann sparar kolefnisspor. Hér á Íslandi stunda bændurnir okkar ábyrga matvælaframleiðslu. Víða um heim er pottur brotinn í þeim efnum þótt löndin séu misvel stödd, en það er alls ekki sama kjöt og kjöt, grænmeti og grænmeti. Hvernig væri að við sem þjóð settum okkur markmið t.d. til næstu tíu ára að bændurnir okkar anni innanlandsþörfinni á kjöti, mjólkurvörum og grænmeti? Ríkisstjórnin með Bændasamtökum yrði að leiða svona stefnumótun og aðgerðir þeim tengdar en sjálfsagt er að sem flestir komi að verkefninu svo sem Alþingi, Samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfingin, Félag atvinnurekenda, Samtök verslunar og þjónustu, Neytendasamtökin, Landlæknisembættið o.fl. Við eigum fátt í þessu landi sem við erum jafn stolt af og matvælunum frá sjó og landi nema væri fegurð landsins. Ísland og Noregur eru löndin sem uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þegar - til hamingju íslenskir neytendur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar