Andlát: Stefán Dan Óskarsson Birgir Olgeirsson skrifar 20. janúar 2019 20:00 Stefán Dan Óskarsson. Ágúst G. Atlason Ísfirðingurinn Stefán Dan Óskarsson varð bráðkvaddur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði síðastliðinn mánudag, 71 árs að aldri. Stefán fæddist 11. júní árið 1947 en foreldrar hans voru Óskar Brynjólfsson, úr Landeyjum, og Björg Rögnvaldsdóttir, frá Húnavatnssýslu. Bjó Stefán alla sína ævi á Ísafirði en hann var næstelstur af sex systkinum. Stefán var kvæntur Rannveigu Hestnes en saman eignuðust þau fjögur börn, þau Hörpu, Selmu, Sverri Karl og Helga Dan. Fyrir átti Stefán soninn Inga Þór. Stefán og Rannveigu ráku líkamsræktarstöðina Stúdíó Dan á Ísafirði í 31 ár. Var stöðin fyrst opnuð árið 1987 en Stefán og Rannveig létu af störfum í fyrra þegar nýir eigendur tóku við. Var Stúdíó Dan eina líkamsræktarstöðin á Ísafirði í þessa þrjá áratugi og fastur punktur í lífi margra Ísfirðinga og nærsveitunga. Stefán var langflestum íbúum á norðanverðum Vestfjörðum, og þó víðar væri leitað, að góðu kunnur og eignaðist fjölda vina í gegnum Stúdíó Dan og Ráðgjafa- og nuddsetrið sem hann rak á Ísafirði. Stefán var menntaður nuddari auk þess að hafa lokið námi í Ráðgjafaskólanum og leituðu því hundruð manna til hans eftir ráðgjöf og stuðning. Var Stefán mikill frumkvöðull þegar kom að líkamsrækt og heilsu og sinnti einnig samfélagsmálum af mikilli alúð. Þegar Stefán var 22 ára gamall hóf hann rekstur á Stebbabúð í Túngötu á Ísafirði. Var Stebbabúð rekin í sex ár en eftir það sneri Stefán sér að sjómennsku og starfaði á ýmsum togurum. Um miðbik níunda áratugar síðustu aldar ákvað hann að venda kvæði sínu í kross og fara í nuddskóla. Þótti þetta einkennilegt á sínum tíma en svo fór að Stefán hafði vart undan við að nudda Ísfirðinga og nærsveitunga sem varð fyrsti vísir að líkamsræktarstöðinni sem síðar fékk nafnið Stúdíó Dan.Vísir ræddi við Stefán þegar hann tók á móti gestum á síðasta degi sínum í Stúdíóinu í fyrra. Þegar hann var spurður hvað stæði upp úr eftir þriggja áratuga starf stóð ekki á svörum. „Það er að hafa eignast svona mikið af vinum og kunningjum,“ svaraði Stefán. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju klukkan 14 laugardaginn 26. janúar næstkomandi. Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár Stebbi Dan og eiginkona hans Rannveig hafa rekið einu líkamsræktarstöðina á Ísafirði í þrjá áratugi. 31. janúar 2018 17:12 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Ísfirðingurinn Stefán Dan Óskarsson varð bráðkvaddur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði síðastliðinn mánudag, 71 árs að aldri. Stefán fæddist 11. júní árið 1947 en foreldrar hans voru Óskar Brynjólfsson, úr Landeyjum, og Björg Rögnvaldsdóttir, frá Húnavatnssýslu. Bjó Stefán alla sína ævi á Ísafirði en hann var næstelstur af sex systkinum. Stefán var kvæntur Rannveigu Hestnes en saman eignuðust þau fjögur börn, þau Hörpu, Selmu, Sverri Karl og Helga Dan. Fyrir átti Stefán soninn Inga Þór. Stefán og Rannveigu ráku líkamsræktarstöðina Stúdíó Dan á Ísafirði í 31 ár. Var stöðin fyrst opnuð árið 1987 en Stefán og Rannveig létu af störfum í fyrra þegar nýir eigendur tóku við. Var Stúdíó Dan eina líkamsræktarstöðin á Ísafirði í þessa þrjá áratugi og fastur punktur í lífi margra Ísfirðinga og nærsveitunga. Stefán var langflestum íbúum á norðanverðum Vestfjörðum, og þó víðar væri leitað, að góðu kunnur og eignaðist fjölda vina í gegnum Stúdíó Dan og Ráðgjafa- og nuddsetrið sem hann rak á Ísafirði. Stefán var menntaður nuddari auk þess að hafa lokið námi í Ráðgjafaskólanum og leituðu því hundruð manna til hans eftir ráðgjöf og stuðning. Var Stefán mikill frumkvöðull þegar kom að líkamsrækt og heilsu og sinnti einnig samfélagsmálum af mikilli alúð. Þegar Stefán var 22 ára gamall hóf hann rekstur á Stebbabúð í Túngötu á Ísafirði. Var Stebbabúð rekin í sex ár en eftir það sneri Stefán sér að sjómennsku og starfaði á ýmsum togurum. Um miðbik níunda áratugar síðustu aldar ákvað hann að venda kvæði sínu í kross og fara í nuddskóla. Þótti þetta einkennilegt á sínum tíma en svo fór að Stefán hafði vart undan við að nudda Ísfirðinga og nærsveitunga sem varð fyrsti vísir að líkamsræktarstöðinni sem síðar fékk nafnið Stúdíó Dan.Vísir ræddi við Stefán þegar hann tók á móti gestum á síðasta degi sínum í Stúdíóinu í fyrra. Þegar hann var spurður hvað stæði upp úr eftir þriggja áratuga starf stóð ekki á svörum. „Það er að hafa eignast svona mikið af vinum og kunningjum,“ svaraði Stefán. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju klukkan 14 laugardaginn 26. janúar næstkomandi.
Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár Stebbi Dan og eiginkona hans Rannveig hafa rekið einu líkamsræktarstöðina á Ísafirði í þrjá áratugi. 31. janúar 2018 17:12 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár Stebbi Dan og eiginkona hans Rannveig hafa rekið einu líkamsræktarstöðina á Ísafirði í þrjá áratugi. 31. janúar 2018 17:12