Andlát: Stefán Dan Óskarsson Birgir Olgeirsson skrifar 20. janúar 2019 20:00 Stefán Dan Óskarsson. Ágúst G. Atlason Ísfirðingurinn Stefán Dan Óskarsson varð bráðkvaddur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði síðastliðinn mánudag, 71 árs að aldri. Stefán fæddist 11. júní árið 1947 en foreldrar hans voru Óskar Brynjólfsson, úr Landeyjum, og Björg Rögnvaldsdóttir, frá Húnavatnssýslu. Bjó Stefán alla sína ævi á Ísafirði en hann var næstelstur af sex systkinum. Stefán var kvæntur Rannveigu Hestnes en saman eignuðust þau fjögur börn, þau Hörpu, Selmu, Sverri Karl og Helga Dan. Fyrir átti Stefán soninn Inga Þór. Stefán og Rannveigu ráku líkamsræktarstöðina Stúdíó Dan á Ísafirði í 31 ár. Var stöðin fyrst opnuð árið 1987 en Stefán og Rannveig létu af störfum í fyrra þegar nýir eigendur tóku við. Var Stúdíó Dan eina líkamsræktarstöðin á Ísafirði í þessa þrjá áratugi og fastur punktur í lífi margra Ísfirðinga og nærsveitunga. Stefán var langflestum íbúum á norðanverðum Vestfjörðum, og þó víðar væri leitað, að góðu kunnur og eignaðist fjölda vina í gegnum Stúdíó Dan og Ráðgjafa- og nuddsetrið sem hann rak á Ísafirði. Stefán var menntaður nuddari auk þess að hafa lokið námi í Ráðgjafaskólanum og leituðu því hundruð manna til hans eftir ráðgjöf og stuðning. Var Stefán mikill frumkvöðull þegar kom að líkamsrækt og heilsu og sinnti einnig samfélagsmálum af mikilli alúð. Þegar Stefán var 22 ára gamall hóf hann rekstur á Stebbabúð í Túngötu á Ísafirði. Var Stebbabúð rekin í sex ár en eftir það sneri Stefán sér að sjómennsku og starfaði á ýmsum togurum. Um miðbik níunda áratugar síðustu aldar ákvað hann að venda kvæði sínu í kross og fara í nuddskóla. Þótti þetta einkennilegt á sínum tíma en svo fór að Stefán hafði vart undan við að nudda Ísfirðinga og nærsveitunga sem varð fyrsti vísir að líkamsræktarstöðinni sem síðar fékk nafnið Stúdíó Dan.Vísir ræddi við Stefán þegar hann tók á móti gestum á síðasta degi sínum í Stúdíóinu í fyrra. Þegar hann var spurður hvað stæði upp úr eftir þriggja áratuga starf stóð ekki á svörum. „Það er að hafa eignast svona mikið af vinum og kunningjum,“ svaraði Stefán. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju klukkan 14 laugardaginn 26. janúar næstkomandi. Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár Stebbi Dan og eiginkona hans Rannveig hafa rekið einu líkamsræktarstöðina á Ísafirði í þrjá áratugi. 31. janúar 2018 17:12 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Ísfirðingurinn Stefán Dan Óskarsson varð bráðkvaddur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði síðastliðinn mánudag, 71 árs að aldri. Stefán fæddist 11. júní árið 1947 en foreldrar hans voru Óskar Brynjólfsson, úr Landeyjum, og Björg Rögnvaldsdóttir, frá Húnavatnssýslu. Bjó Stefán alla sína ævi á Ísafirði en hann var næstelstur af sex systkinum. Stefán var kvæntur Rannveigu Hestnes en saman eignuðust þau fjögur börn, þau Hörpu, Selmu, Sverri Karl og Helga Dan. Fyrir átti Stefán soninn Inga Þór. Stefán og Rannveigu ráku líkamsræktarstöðina Stúdíó Dan á Ísafirði í 31 ár. Var stöðin fyrst opnuð árið 1987 en Stefán og Rannveig létu af störfum í fyrra þegar nýir eigendur tóku við. Var Stúdíó Dan eina líkamsræktarstöðin á Ísafirði í þessa þrjá áratugi og fastur punktur í lífi margra Ísfirðinga og nærsveitunga. Stefán var langflestum íbúum á norðanverðum Vestfjörðum, og þó víðar væri leitað, að góðu kunnur og eignaðist fjölda vina í gegnum Stúdíó Dan og Ráðgjafa- og nuddsetrið sem hann rak á Ísafirði. Stefán var menntaður nuddari auk þess að hafa lokið námi í Ráðgjafaskólanum og leituðu því hundruð manna til hans eftir ráðgjöf og stuðning. Var Stefán mikill frumkvöðull þegar kom að líkamsrækt og heilsu og sinnti einnig samfélagsmálum af mikilli alúð. Þegar Stefán var 22 ára gamall hóf hann rekstur á Stebbabúð í Túngötu á Ísafirði. Var Stebbabúð rekin í sex ár en eftir það sneri Stefán sér að sjómennsku og starfaði á ýmsum togurum. Um miðbik níunda áratugar síðustu aldar ákvað hann að venda kvæði sínu í kross og fara í nuddskóla. Þótti þetta einkennilegt á sínum tíma en svo fór að Stefán hafði vart undan við að nudda Ísfirðinga og nærsveitunga sem varð fyrsti vísir að líkamsræktarstöðinni sem síðar fékk nafnið Stúdíó Dan.Vísir ræddi við Stefán þegar hann tók á móti gestum á síðasta degi sínum í Stúdíóinu í fyrra. Þegar hann var spurður hvað stæði upp úr eftir þriggja áratuga starf stóð ekki á svörum. „Það er að hafa eignast svona mikið af vinum og kunningjum,“ svaraði Stefán. Útför hans fer fram frá Ísafjarðarkirkju klukkan 14 laugardaginn 26. janúar næstkomandi.
Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár Stebbi Dan og eiginkona hans Rannveig hafa rekið einu líkamsræktarstöðina á Ísafirði í þrjá áratugi. 31. janúar 2018 17:12 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Kveðja Stúdíó Dan eftir að hafa staðið vaktina í 31 ár Stebbi Dan og eiginkona hans Rannveig hafa rekið einu líkamsræktarstöðina á Ísafirði í þrjá áratugi. 31. janúar 2018 17:12