Hefur áhyggjur af íbúaþróun á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2019 09:51 Gunnar Gíslason er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Stefnt er að því að ráðast í samkeppnis- og markaðsgreiningu á atvinnu- og íbúðamarkaði á Akureyri. Bæjarfulltrúar hafa áhyggjur af íbúaþróun í bænum og vilja að ráðist verði í markaðssetningu á kostum bæjarins. Íbúum bæjarins fjölgaði um 138 á síðasta ári og eru þeir nú 18.927 samkvæmt tölum Þjóðskrár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn setur spurningamerki við þróunina og bendir á að stór hluti þeirra sem flutt hafi í bæinn á síðasta ári sé ekki líklegur til að staldra lengi við. „Erlendum ríkisborgurum fjölgar um 154 og stór hluti þeirrar fjölgunar, eftir því sem mér skilst, eru farandverkamenn sem koma hingað til að vinna. Þá er spurningin: Er einhver fjölgun á Akureyri?“ spyr Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Fæðingar færri en reiknað var með Þá hefur fjöldi fæðinga í bænum verið færri en reiknað hefur verið með. Árið 2013 var gert ráð fyrir 275 fæðingum á ári næstu árin en þær voru hins vegar tvö hundruð á síðasta ári, 211 árið áður. Gunnar telur að rekja megi það til fækkunar í lykilaldurshópum í bænum. „Það segir okkur náttúrulega það að það er ekki að byggjast upp fjöldi íbúa á þessum aldri sem eru þá líka fólkið sem er að eignast börnin. Þar af leiðandi fækkar fæðingum. Þetta er náttúrulega eitthvað sem við verðum að fara að horfa til. Þetta er uppistaðan í þeim sem er að stunda hérna atvinnu, er að greiða útsvar og þar fram eftir götunum.“Frá Akureyri.GettyBrýnt að fjölga íbúum til að standa undir háu þjónustustigi Að mati Gunnars er þjónustustig bæjarins hátt og því brýnt að fjölga útsvarsgreiðendum til þess að bærinn geti staðið undir þjónustunni. Fjölga þurfi atvinnutækifærum til þess að laða að íbúa. Ýmislegt sé hægt að gera í þeim efnum. „Við höfum þá líka bent á móti á möguleikann á því að reyna að auka millilandaflugið og auka þá ferðamannastrauminn hingað. Það er sennilega fljótlegasta leiðin til að byggja upp störf.“Vörn í sókn Bæjarráð samþykkti á fimmtudag að ráðist yrði í greiningu á stöðunni og í kjölfarið verði ráðist í markaðssetningu á kostum bæjarins. Gunnar telur að löngu sé tímabært að snúa vörn í sókn. „Við getum ekki bara staðið og horft á og vonað að hlutirnir lagist. Við þurfum að gera eitthvað. Það er eina leiðin,“ segir Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Akureyri Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Stefnt er að því að ráðast í samkeppnis- og markaðsgreiningu á atvinnu- og íbúðamarkaði á Akureyri. Bæjarfulltrúar hafa áhyggjur af íbúaþróun í bænum og vilja að ráðist verði í markaðssetningu á kostum bæjarins. Íbúum bæjarins fjölgaði um 138 á síðasta ári og eru þeir nú 18.927 samkvæmt tölum Þjóðskrár. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn setur spurningamerki við þróunina og bendir á að stór hluti þeirra sem flutt hafi í bæinn á síðasta ári sé ekki líklegur til að staldra lengi við. „Erlendum ríkisborgurum fjölgar um 154 og stór hluti þeirrar fjölgunar, eftir því sem mér skilst, eru farandverkamenn sem koma hingað til að vinna. Þá er spurningin: Er einhver fjölgun á Akureyri?“ spyr Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Fæðingar færri en reiknað var með Þá hefur fjöldi fæðinga í bænum verið færri en reiknað hefur verið með. Árið 2013 var gert ráð fyrir 275 fæðingum á ári næstu árin en þær voru hins vegar tvö hundruð á síðasta ári, 211 árið áður. Gunnar telur að rekja megi það til fækkunar í lykilaldurshópum í bænum. „Það segir okkur náttúrulega það að það er ekki að byggjast upp fjöldi íbúa á þessum aldri sem eru þá líka fólkið sem er að eignast börnin. Þar af leiðandi fækkar fæðingum. Þetta er náttúrulega eitthvað sem við verðum að fara að horfa til. Þetta er uppistaðan í þeim sem er að stunda hérna atvinnu, er að greiða útsvar og þar fram eftir götunum.“Frá Akureyri.GettyBrýnt að fjölga íbúum til að standa undir háu þjónustustigi Að mati Gunnars er þjónustustig bæjarins hátt og því brýnt að fjölga útsvarsgreiðendum til þess að bærinn geti staðið undir þjónustunni. Fjölga þurfi atvinnutækifærum til þess að laða að íbúa. Ýmislegt sé hægt að gera í þeim efnum. „Við höfum þá líka bent á móti á möguleikann á því að reyna að auka millilandaflugið og auka þá ferðamannastrauminn hingað. Það er sennilega fljótlegasta leiðin til að byggja upp störf.“Vörn í sókn Bæjarráð samþykkti á fimmtudag að ráðist yrði í greiningu á stöðunni og í kjölfarið verði ráðist í markaðssetningu á kostum bæjarins. Gunnar telur að löngu sé tímabært að snúa vörn í sókn. „Við getum ekki bara staðið og horft á og vonað að hlutirnir lagist. Við þurfum að gera eitthvað. Það er eina leiðin,“ segir Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Akureyri Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira