Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. janúar 2019 11:29 Vestmannaeyjar Vísir Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. Breyting á yfirstjórn embættis sýslumanns í Vestmannaeyjum var tilkynnt á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag en Lára Huld Guðjónsdóttir, sýslumaður í Eyjum, hverfur tímabundið til annarra starfa hjá sýslumannaráði og mun sýslumaðurinn á Suðurlandi taka við embættinu. Mikil óánægja er með breytingarnar og sagði Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á Alþingi í gær, að stjórnsýsla Dómsmálaráðherra og flokkssystur sinnar, Sigríðar Á. Andersen óboðlega.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.VísirBæjarstjóri komst að málinu fyrir tilviljun Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum undrast að ekkert samráð hafi verið haft við bæjaryfirvöld. „Við höfðum bara engar upplýsingar um þetta. Ég komst að þessu fyrir tilviljun en upplýsingarnar voru bara birtar á vef Dómsmálaráðuneytisins. það var enginn ætlun að hafa nein samskipti eða ræða þetta eitthvað við okkur,“ segir Íris. Í tilkynningu Dómsmálaráðuneytisins kemur fram að breytingar séu í samræmi við áform dómsmálaráðherra, sem hún hafi kynnt bæði ríkisstjórn og sýslumönnum, um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins í héraði sem sýslumönnum hefur verið falin. Dómsmálaráðherra mun einnig leggja til við Alþingi á yfirstandandi þingi að gerðar verði breytingar á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði þannig að ráðherra verði á hverjum tíma heimilt að skipa sama sýslumann yfir fleiri embætti til allt að fimm ára í senn. Íris segir það skipta miklu máli fyrir samfélag sem sé eyja að sýslumaðurinn sjálfur sé staðsettur á staðnum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun funda um málið í dag. „Bæjarstjórnin hefur öll verið að vinna að málinu og við erum mjög samstíga í því máli og það hefur verið ákveðið að taka þetta inn á bæjarstjórnarfund sem verður síðar í dag og það verður ályktað um þetta þar,“ segir Íris.Tryggja hefði mátt viðveru sýslumanns í Vestmannaeyjum með örðum hætti „Við teljum það að fulltrúi sýslumanns sem að býr í Eyjum og hefur verið að leysa af hefði getað verið sýslumaður í Vestmannaeyjum. Það hefði ekki þurft að fá utan að komandi aðila og það hefði bara verið hægt að ráða inn fulltrúa. Það hefði verið mjög einfalt, það er hérna löglærður fulltrúi sem hefði getað verið staðgengill sýslumanns þennan tíma,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már Dómsmál Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27 Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. Breyting á yfirstjórn embættis sýslumanns í Vestmannaeyjum var tilkynnt á vef dómsmálaráðuneytisins í fyrradag en Lára Huld Guðjónsdóttir, sýslumaður í Eyjum, hverfur tímabundið til annarra starfa hjá sýslumannaráði og mun sýslumaðurinn á Suðurlandi taka við embættinu. Mikil óánægja er með breytingarnar og sagði Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á Alþingi í gær, að stjórnsýsla Dómsmálaráðherra og flokkssystur sinnar, Sigríðar Á. Andersen óboðlega.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.VísirBæjarstjóri komst að málinu fyrir tilviljun Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum undrast að ekkert samráð hafi verið haft við bæjaryfirvöld. „Við höfðum bara engar upplýsingar um þetta. Ég komst að þessu fyrir tilviljun en upplýsingarnar voru bara birtar á vef Dómsmálaráðuneytisins. það var enginn ætlun að hafa nein samskipti eða ræða þetta eitthvað við okkur,“ segir Íris. Í tilkynningu Dómsmálaráðuneytisins kemur fram að breytingar séu í samræmi við áform dómsmálaráðherra, sem hún hafi kynnt bæði ríkisstjórn og sýslumönnum, um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins í héraði sem sýslumönnum hefur verið falin. Dómsmálaráðherra mun einnig leggja til við Alþingi á yfirstandandi þingi að gerðar verði breytingar á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði þannig að ráðherra verði á hverjum tíma heimilt að skipa sama sýslumann yfir fleiri embætti til allt að fimm ára í senn. Íris segir það skipta miklu máli fyrir samfélag sem sé eyja að sýslumaðurinn sjálfur sé staðsettur á staðnum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja mun funda um málið í dag. „Bæjarstjórnin hefur öll verið að vinna að málinu og við erum mjög samstíga í því máli og það hefur verið ákveðið að taka þetta inn á bæjarstjórnarfund sem verður síðar í dag og það verður ályktað um þetta þar,“ segir Íris.Tryggja hefði mátt viðveru sýslumanns í Vestmannaeyjum með örðum hætti „Við teljum það að fulltrúi sýslumanns sem að býr í Eyjum og hefur verið að leysa af hefði getað verið sýslumaður í Vestmannaeyjum. Það hefði ekki þurft að fá utan að komandi aðila og það hefði bara verið hægt að ráða inn fulltrúa. Það hefði verið mjög einfalt, það er hérna löglærður fulltrúi sem hefði getað verið staðgengill sýslumanns þennan tíma,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi Már
Dómsmál Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27 Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27
Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41