Samþykktu að lækka umferðarhraða á vesturhluta Hringbrautar í 40 km/klst Birgir Olgeirsson skrifar 30. janúar 2019 15:15 Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi. Vísir/Kolbeinn Tumi Skipulags- og samgönguráð gerði samþykkt um að lækka hámarkshraða á Hringbraut, milli Sæmundargötu og Ánanausta, niður í 40 kílómetra á klukkustund. Var þetta samþykkt á fundi ráðsins í dag en formaður þess, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hún bendir þó á að þetta hafi verið samþykkt með fyrirvara um samþykki frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Einnig var samþykkt að fara í fleiri úrbætur á framkvæmdum í samstarfi við Vegagerðina sem er veghaldari Hringbrautar. Þar á meðal að bæta lýsingu við gönguþveranir á Hringbraut á þessum kafla. Setja upp hraðavaraskilti og kassa á völdum stöðum fyrir löggæslumyndavélar (hraða- og rauðljósamyndavélar), hefja undirbúning þess að endurnýja allan búnað fyrir umferðarljósastýringar á Hringbraut á þessum kafla með það að markmiði að heildarendurnýjun ljúki á næsta ári og bæta gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu fyrir óvarða vegfarendur en forhönnun þeirra er í vinnslu og verður lokið í næstu viku. Á sama tíma samþykkti skipulags- og samgönguráð að lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst á eftirfarandi götum: - Hofsvallagötu, milli Hringbrautar og Ægissíðu. - Ægissíðu. - Nesvegi, milli Kaplaskjólsvegar og Granaskjóls/Sörlaskjóls. 6. febrúar næstkomandi klukkan 20 verður haldinn íbúafundur í Vesturbæ þar sem öryggismál í tengslum við Hringbrautina verða í brennidepli. Verður fundurinn haldinn í Vesturbæjarskóla og eru íbúar hvattir til að mæta. Á fundinum verða eftirtaldir til svara: Frá Vegagerð: Auður Þóra Árnadóttir - forstöðumaður umferðardeildar. Frá Reykjavíkurborg: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir - formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Frá lögreglunni: Sigríður Björk Guðjónsdóttir - lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins & Ásgeir Þór Ásgeirsson – yfirlögregluþjónn. Frá Samgöngustofu: Gunnar Geir Gunnarsson - deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar & Edda Doris Meyer - sérfræðingur á mannvirkjadeild Frá samgönguráðuneyti: Jónas Birgir Jónasson - lögfræðingur á skrifstofu samgangna í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu Borgarstjórn Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð gerði samþykkt um að lækka hámarkshraða á Hringbraut, milli Sæmundargötu og Ánanausta, niður í 40 kílómetra á klukkustund. Var þetta samþykkt á fundi ráðsins í dag en formaður þess, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hún bendir þó á að þetta hafi verið samþykkt með fyrirvara um samþykki frá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Einnig var samþykkt að fara í fleiri úrbætur á framkvæmdum í samstarfi við Vegagerðina sem er veghaldari Hringbrautar. Þar á meðal að bæta lýsingu við gönguþveranir á Hringbraut á þessum kafla. Setja upp hraðavaraskilti og kassa á völdum stöðum fyrir löggæslumyndavélar (hraða- og rauðljósamyndavélar), hefja undirbúning þess að endurnýja allan búnað fyrir umferðarljósastýringar á Hringbraut á þessum kafla með það að markmiði að heildarendurnýjun ljúki á næsta ári og bæta gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu fyrir óvarða vegfarendur en forhönnun þeirra er í vinnslu og verður lokið í næstu viku. Á sama tíma samþykkti skipulags- og samgönguráð að lækka hámarkshraða niður í 40 km/klst á eftirfarandi götum: - Hofsvallagötu, milli Hringbrautar og Ægissíðu. - Ægissíðu. - Nesvegi, milli Kaplaskjólsvegar og Granaskjóls/Sörlaskjóls. 6. febrúar næstkomandi klukkan 20 verður haldinn íbúafundur í Vesturbæ þar sem öryggismál í tengslum við Hringbrautina verða í brennidepli. Verður fundurinn haldinn í Vesturbæjarskóla og eru íbúar hvattir til að mæta. Á fundinum verða eftirtaldir til svara: Frá Vegagerð: Auður Þóra Árnadóttir - forstöðumaður umferðardeildar. Frá Reykjavíkurborg: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir - formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Frá lögreglunni: Sigríður Björk Guðjónsdóttir - lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins & Ásgeir Þór Ásgeirsson – yfirlögregluþjónn. Frá Samgöngustofu: Gunnar Geir Gunnarsson - deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar & Edda Doris Meyer - sérfræðingur á mannvirkjadeild Frá samgönguráðuneyti: Jónas Birgir Jónasson - lögfræðingur á skrifstofu samgangna í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
Borgarstjórn Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13
Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16