Þurfti að kalla Berg sérstaklega í réttarsalinn Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2019 12:34 Jónas Garðarsson í Félagsdómi í gær. Hann sagði að Bergur hafi aldrei verið boðaður. visir/vilhelm Kjörinn formaður Sjómannafélags Íslands, Bergur Þorkelsson, mætti til vitnaleiðslu í Félagsdómi gær eftir nokkra andstöðu lögmanns félagsins, en þar fór fram aðalmeðferð máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur félaginu. Áður hafði Félagsdómur fallist á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. Miklar deilur hafa staðið innan Sjómannafélags Íslands undanfarnar vikur og mánuði. Þær náðu hámarki þegar stjórn félagsins ákvað að vísa Heiðveigu Maríu úr félaginu. Hún hugðist bjóða sig fram til formennsku en eftir að hún hafði gefið það út kom á daginn að hún hefði þurft að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár til að teljast kjörgeng.Jónas segir Berg aldrei hafa verið boðaðan Heiðveig María hefur gagnrýnt stjórn félagsins harðlega, þá í því sem lýtur að ýmsum atriðum en einkum þó það hversu treglega hefur gengið að fá upplýsingar á skrifstofu félagsins.Heiðveig María og lögmaður hennar fara meðal annars fram á að brottvikning hennar úr Sjómannafélagi Íslands verði dregin til baka.visir/vilhelmSú gagnrýni beinist ekki síst að Bergi Þorkelssyni sem þá var gjaldkeri félagsins og starfaði þar á skrifstofunni. En var á síðasta aðalfundi kjörinn arftaki Jónasar Garðarssonar sem undanfarin árin hefur gegnt formennsku. Bergur var sjálfkjörinn en Bergur tekur ekki við fyrr en við næsta aðalfund, lok þessa árs. Bergur var þannig aðalvitni Kolbrúnar Garðarsdóttur lögmanns Heiðveigar. Jónas Garðarsson, starfandi formaður, mætti hins vegar í upphafi réttarhaldanna og fullyrti við fréttamenn Vísis að Bergur hefði aldrei verið boðaður. Jónas ítrekaði í vitnastúku það sem hann hefur áður sagt að fullkomlega réttlætanlegt hafi verið að reka Heiðveigu úr félaginu.Dómarar gera hlé meðan Bergur er kallaður til vitnis Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, segir ekki sannleikanum samkvæmt. Bergur hafi verið margboðaður en stjórn Sjómannafélagsins hafi síður viljað að hann gæfi skýrslu.Heiðveig og lögaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir sem segir það rangt hjá Jónasi, margoft hafi Bergur verið boðaður til að bera vitni.visir/vilhelmHún segist ekki vita hvers vegna en það vakti athygli fréttamanna að skömmu eftir að aðalmeðferðin hófst gerði fjölskipaður dómstóll hlé á henni og fór afsíðis um stund. Lögmaður SÍ, féllst að lokum á að kalla Berg til vitnis eftir að reynt hafði verið að finna út úr því hvort hann hefði stöðu vitnis eða aðila þar sem lögmaður SÍ vissi ekki hver var raunverulegur formaður félagsins. Dómurinn skrapp frá meðan lögmaður hringdi í Bergi og bauð honum að koma. Niðurstöðu er að vænta innan tíðar en krafa Kolbrúnar er meðal annars sú að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði dreginn til baka og að þriggja ára reglan svokölluð standist ekki. Það þýðir þá að stjórn gangist við því að ólöglega hafi verið staðið að síðasta stjórnarkjöri.Uppfært 13:50Fréttin var lagfærð vegna ónákvæmni, í fyrri útgáfu var sagt að gert hafi verið hlé á störfum réttarins til að taka afstöðu til kröfu Kolbrúnar um að Bergur mætti. Dómurinn skrapp frá meðan lögmaður SÍ hringdi í Berg.Fjölskipaður dómurinn gerði hlé á störfum sínum til að fara sérstaklega yfir kröfu Kolbrúnar þess efnis að Bergur mætti við réttarhöldin. Það varð úr, sérstaklega var haft samband við Berg sem svo mætti með seinni skipunum.visir/Vilhelm Dómsmál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. 21. desember 2018 19:30 Félagar í SÍ búa sig til brottfarar Sýður á keipum í Sjómannafélagi Íslands. 3. janúar 2019 10:37 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Kjörinn formaður Sjómannafélags Íslands, Bergur Þorkelsson, mætti til vitnaleiðslu í Félagsdómi gær eftir nokkra andstöðu lögmanns félagsins, en þar fór fram aðalmeðferð máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur félaginu. Áður hafði Félagsdómur fallist á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. Miklar deilur hafa staðið innan Sjómannafélags Íslands undanfarnar vikur og mánuði. Þær náðu hámarki þegar stjórn félagsins ákvað að vísa Heiðveigu Maríu úr félaginu. Hún hugðist bjóða sig fram til formennsku en eftir að hún hafði gefið það út kom á daginn að hún hefði þurft að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár til að teljast kjörgeng.Jónas segir Berg aldrei hafa verið boðaðan Heiðveig María hefur gagnrýnt stjórn félagsins harðlega, þá í því sem lýtur að ýmsum atriðum en einkum þó það hversu treglega hefur gengið að fá upplýsingar á skrifstofu félagsins.Heiðveig María og lögmaður hennar fara meðal annars fram á að brottvikning hennar úr Sjómannafélagi Íslands verði dregin til baka.visir/vilhelmSú gagnrýni beinist ekki síst að Bergi Þorkelssyni sem þá var gjaldkeri félagsins og starfaði þar á skrifstofunni. En var á síðasta aðalfundi kjörinn arftaki Jónasar Garðarssonar sem undanfarin árin hefur gegnt formennsku. Bergur var sjálfkjörinn en Bergur tekur ekki við fyrr en við næsta aðalfund, lok þessa árs. Bergur var þannig aðalvitni Kolbrúnar Garðarsdóttur lögmanns Heiðveigar. Jónas Garðarsson, starfandi formaður, mætti hins vegar í upphafi réttarhaldanna og fullyrti við fréttamenn Vísis að Bergur hefði aldrei verið boðaður. Jónas ítrekaði í vitnastúku það sem hann hefur áður sagt að fullkomlega réttlætanlegt hafi verið að reka Heiðveigu úr félaginu.Dómarar gera hlé meðan Bergur er kallaður til vitnis Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, segir ekki sannleikanum samkvæmt. Bergur hafi verið margboðaður en stjórn Sjómannafélagsins hafi síður viljað að hann gæfi skýrslu.Heiðveig og lögaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir sem segir það rangt hjá Jónasi, margoft hafi Bergur verið boðaður til að bera vitni.visir/vilhelmHún segist ekki vita hvers vegna en það vakti athygli fréttamanna að skömmu eftir að aðalmeðferðin hófst gerði fjölskipaður dómstóll hlé á henni og fór afsíðis um stund. Lögmaður SÍ, féllst að lokum á að kalla Berg til vitnis eftir að reynt hafði verið að finna út úr því hvort hann hefði stöðu vitnis eða aðila þar sem lögmaður SÍ vissi ekki hver var raunverulegur formaður félagsins. Dómurinn skrapp frá meðan lögmaður hringdi í Bergi og bauð honum að koma. Niðurstöðu er að vænta innan tíðar en krafa Kolbrúnar er meðal annars sú að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði dreginn til baka og að þriggja ára reglan svokölluð standist ekki. Það þýðir þá að stjórn gangist við því að ólöglega hafi verið staðið að síðasta stjórnarkjöri.Uppfært 13:50Fréttin var lagfærð vegna ónákvæmni, í fyrri útgáfu var sagt að gert hafi verið hlé á störfum réttarins til að taka afstöðu til kröfu Kolbrúnar um að Bergur mætti. Dómurinn skrapp frá meðan lögmaður SÍ hringdi í Berg.Fjölskipaður dómurinn gerði hlé á störfum sínum til að fara sérstaklega yfir kröfu Kolbrúnar þess efnis að Bergur mætti við réttarhöldin. Það varð úr, sérstaklega var haft samband við Berg sem svo mætti með seinni skipunum.visir/Vilhelm
Dómsmál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. 21. desember 2018 19:30 Félagar í SÍ búa sig til brottfarar Sýður á keipum í Sjómannafélagi Íslands. 3. janúar 2019 10:37 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. 21. desember 2018 19:30