Segir borgina hafa sent sms þvert gegn ábendingum Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. febrúar 2019 07:00 Markmið verkefnis borgarinnar var að auka kosningaþátttöku ungra kjósenda og fleiri hópa. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir bentum við á að þetta gæti auðvitað varðað kosningalöggjöfina að einhverju leyti. Þar er eitt meginsjónarmiðið að þær eigi að vera frjálsar og án afskipta hins opinbera,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra um þá niðurstöðu Persónuverndar að framkvæmd á verkefni Reykjavíkurborgar til að auka þátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi ekki verið í samræmi við lög. Persónuvernd gerir athugasemdir við upplýsingagjöf borgarinnar í tengslum við verkefnið sem sneri að bréfa- og smáskilaboðasendingum til ákveðinna kjósendahópa. Þannig hafi í upphafi aðeins verið upplýst um sendingar til ungra kjósenda en ekki að einnig stæði til að senda bréf á konur yfir áttrætt og erlenda ríkisborgara. Þá hafi ungum kjósendum ekki verið gert það ljóst að þeir væru þátttakendur í rannsókn þar sem markmiðið var að bera saman áhrif mismunandi skilaboða á kosningaþátttöku. Sigríður segir að ráðuneytið hafi gert ráð fyrir því að látið yrði af þessum fyrirætlunum. Þó er ljóst að smáskilaboðin voru send út á sjálfan kjördag. „Þá hefur það verið gert þvert gegn ábendingum Persónuverndar og dómsmálaráðuneytisins.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að nú þurfi borgin að fara yfir þessa niðurstöðu með sínum samstarfsaðilum. „Þarna virðist einkum vera fjallað um þann þátt sem snýr að rannsókninni sem Háskóli Íslands kom að og hafði það markmið að meta hvort hvatning til að kjósa hefði áhrif á ungt fólk.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/VilhelmHann segist telja að öllum beri saman um að það hefði verið áhugavert að vita það. „Um leið þarf þetta auðvitað að standast ítrustu skoðun og ég held að vilji allra hafi nú staðið til þess. Það er mjög mikilvægt að við vinnum vel úr þessu þannig að það verði ekki bakslag í því að hvetja fólk til að taka þátt í lýðræðislegum kosningum,“ segir Dagur. Persónuvernd telur einnig að skilaboð bréfanna hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á kosningahegðun. Í einu tilviki hafi verið um villandi upplýsingar að ræða þar sem sagt var að það væri borgaraleg skylda að kjósa. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir að reynt hafi verið að bregðast við athugasemdum Persónuverndar á öllum stigum málsins. „Eftir að Persónuvernd fór að skoða málið voru borgin og Háskólinn algerlega sammála um að við myndum ekki láta þessa rannsókn fara fram ef þetta yrði niðurstaðan. Þannig að rannsóknin mun ekki fara fram. Það hefur aldrei verið nein leynd yfir þessu verkefni. Ég er algjörlega á því að þetta hafi fyrst og fremst verið einhver samskiptavandi þarna á milli. Við munum læra af þessu,“ segir Anna. Dómsmálaráðherra segist hafa skilning á því að einhverjir hafi áhuga á því að auka kosningaþátttöku. „Persónulega hef ég enga sannfæringu fyrir því að það eigi að vera eitthvert markmið í sjálfu sér að auka kosningaþátttöku ef fólk hefur ekki áhuga á því að kjósa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því hvort kosningaþátttaka sé lítil eða mikil.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Persónuvernd Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
„Miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir bentum við á að þetta gæti auðvitað varðað kosningalöggjöfina að einhverju leyti. Þar er eitt meginsjónarmiðið að þær eigi að vera frjálsar og án afskipta hins opinbera,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra um þá niðurstöðu Persónuverndar að framkvæmd á verkefni Reykjavíkurborgar til að auka þátttöku í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi ekki verið í samræmi við lög. Persónuvernd gerir athugasemdir við upplýsingagjöf borgarinnar í tengslum við verkefnið sem sneri að bréfa- og smáskilaboðasendingum til ákveðinna kjósendahópa. Þannig hafi í upphafi aðeins verið upplýst um sendingar til ungra kjósenda en ekki að einnig stæði til að senda bréf á konur yfir áttrætt og erlenda ríkisborgara. Þá hafi ungum kjósendum ekki verið gert það ljóst að þeir væru þátttakendur í rannsókn þar sem markmiðið var að bera saman áhrif mismunandi skilaboða á kosningaþátttöku. Sigríður segir að ráðuneytið hafi gert ráð fyrir því að látið yrði af þessum fyrirætlunum. Þó er ljóst að smáskilaboðin voru send út á sjálfan kjördag. „Þá hefur það verið gert þvert gegn ábendingum Persónuverndar og dómsmálaráðuneytisins.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að nú þurfi borgin að fara yfir þessa niðurstöðu með sínum samstarfsaðilum. „Þarna virðist einkum vera fjallað um þann þátt sem snýr að rannsókninni sem Háskóli Íslands kom að og hafði það markmið að meta hvort hvatning til að kjósa hefði áhrif á ungt fólk.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/VilhelmHann segist telja að öllum beri saman um að það hefði verið áhugavert að vita það. „Um leið þarf þetta auðvitað að standast ítrustu skoðun og ég held að vilji allra hafi nú staðið til þess. Það er mjög mikilvægt að við vinnum vel úr þessu þannig að það verði ekki bakslag í því að hvetja fólk til að taka þátt í lýðræðislegum kosningum,“ segir Dagur. Persónuvernd telur einnig að skilaboð bréfanna hafi verið gildishlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á kosningahegðun. Í einu tilviki hafi verið um villandi upplýsingar að ræða þar sem sagt var að það væri borgaraleg skylda að kjósa. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segir að reynt hafi verið að bregðast við athugasemdum Persónuverndar á öllum stigum málsins. „Eftir að Persónuvernd fór að skoða málið voru borgin og Háskólinn algerlega sammála um að við myndum ekki láta þessa rannsókn fara fram ef þetta yrði niðurstaðan. Þannig að rannsóknin mun ekki fara fram. Það hefur aldrei verið nein leynd yfir þessu verkefni. Ég er algjörlega á því að þetta hafi fyrst og fremst verið einhver samskiptavandi þarna á milli. Við munum læra af þessu,“ segir Anna. Dómsmálaráðherra segist hafa skilning á því að einhverjir hafi áhuga á því að auka kosningaþátttöku. „Persónulega hef ég enga sannfæringu fyrir því að það eigi að vera eitthvert markmið í sjálfu sér að auka kosningaþátttöku ef fólk hefur ekki áhuga á því að kjósa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því hvort kosningaþátttaka sé lítil eða mikil.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Persónuvernd Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira