Hundruð milljóna til HM hópsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2019 15:01 Karlalandsliðið hefur farið á tvö stórmót í röð. Hér eru þeir í góðum gír í Rússlandi sumarið 2018. Vísir/Vilhelm KSÍ greiddi landsliðsmönnum karla í knattspyrnu, þjálfurum og aðstoðarfólki 415 milljónir króna í tengslum við heimsmeistaramótið í Rússlandi. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna mótsins sem birt var í tengslum við ársuppgjör í aðdraganda ársþingsins sem hefst á morgun. 23 leikmenn voru í landsliðshópnum auk þjálfarateymis, sjúkraþjálfara, lækna og liðsstjóra. Uppgjöri vegna HM er þó ekki alveg lokið enda er uppi ágreiningur milli KSÍ og landsliðsþjálfaranna fyrrverandi Heimis Hallgrímssonar og Helga Kolviðssonar um greiðslur vegna mótsins. Túlka aðilar samninginn með ólíkum hætti. Greiðslur til leikmanna og þjálfara eru um helmingi minni en þær voru í kringum Evrópumótið í Frakklandi. Þá námu þær 846 milljónum króna. Það skýrist af árangrinum sem náðist. Karlalandsliðið komst í átta liða úrslit á EM 2016, gerði tvö jafntefli og unnu tvo leiki áður en liðið féll úr keppni. Fékk KSÍ aukið framlag vegna góðs árangurs. Strákarnir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á HM sumarið 2018. Fjárhagsáætlun fyrir HM í Rússlandi gerði ráð fyrir greiðslum upp á 447 milljónum króna eða 30 milljónum minna en raunkostnaður.Alþjóðaknattspyrnusambandið lagði til 154 milljónir til KSÍ vegna undirbúnings fyrir mótið og 824 milljónir króna vegna þátttöku í Rússlandi. Námu framlög frá FIFA rúmum milljarði þökk sé gengishagnaði. Um 151 milljón króna fór í undirbúning liðsins fyrir mótið. Má þar nefna vettvangskannanir til Rússlands að skoða mögulega gististaði, ráðstefnur og fundi auk langstærsta hlutans sem voru greiðslur vegna undirbúningsleikja sem námu 122 milljónum króna. Gert var ráð fyrir kostnaði við gesti KSÍ í Rússlandi upp á 28 milljónir króna. Kostnaðurinn reyndist 21 milljón króna. Markaðskostnaður reyndist 16 milljónir króna eða tvöfalt meira en áætlað var. Kostnaður vegna flutnings búnaðar og sjúkravöru var 21 milljón króna en gert var ráð fyrir 30 milljónum í áætlun. Aðildarfélögin í landinu, sem KSÍ er regnhlífasamtök fyrir, fékk 212 milljónir króna af þeim rúma milljarði sem FIFA lagði til. Heildarkostnaður við HM var rúmlega 900 milljónir og því hagnaður KSÍ af HM ævintýrinu 110 milljónir þegar upp er staðið. Það er um 45 milljónum króna meiri hagnaður en gert var ráð fyrir. Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM. 7. febrúar 2019 13:30 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
KSÍ greiddi landsliðsmönnum karla í knattspyrnu, þjálfurum og aðstoðarfólki 415 milljónir króna í tengslum við heimsmeistaramótið í Rússlandi. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna mótsins sem birt var í tengslum við ársuppgjör í aðdraganda ársþingsins sem hefst á morgun. 23 leikmenn voru í landsliðshópnum auk þjálfarateymis, sjúkraþjálfara, lækna og liðsstjóra. Uppgjöri vegna HM er þó ekki alveg lokið enda er uppi ágreiningur milli KSÍ og landsliðsþjálfaranna fyrrverandi Heimis Hallgrímssonar og Helga Kolviðssonar um greiðslur vegna mótsins. Túlka aðilar samninginn með ólíkum hætti. Greiðslur til leikmanna og þjálfara eru um helmingi minni en þær voru í kringum Evrópumótið í Frakklandi. Þá námu þær 846 milljónum króna. Það skýrist af árangrinum sem náðist. Karlalandsliðið komst í átta liða úrslit á EM 2016, gerði tvö jafntefli og unnu tvo leiki áður en liðið féll úr keppni. Fékk KSÍ aukið framlag vegna góðs árangurs. Strákarnir gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur leikjum á HM sumarið 2018. Fjárhagsáætlun fyrir HM í Rússlandi gerði ráð fyrir greiðslum upp á 447 milljónum króna eða 30 milljónum minna en raunkostnaður.Alþjóðaknattspyrnusambandið lagði til 154 milljónir til KSÍ vegna undirbúnings fyrir mótið og 824 milljónir króna vegna þátttöku í Rússlandi. Námu framlög frá FIFA rúmum milljarði þökk sé gengishagnaði. Um 151 milljón króna fór í undirbúning liðsins fyrir mótið. Má þar nefna vettvangskannanir til Rússlands að skoða mögulega gististaði, ráðstefnur og fundi auk langstærsta hlutans sem voru greiðslur vegna undirbúningsleikja sem námu 122 milljónum króna. Gert var ráð fyrir kostnaði við gesti KSÍ í Rússlandi upp á 28 milljónir króna. Kostnaðurinn reyndist 21 milljón króna. Markaðskostnaður reyndist 16 milljónir króna eða tvöfalt meira en áætlað var. Kostnaður vegna flutnings búnaðar og sjúkravöru var 21 milljón króna en gert var ráð fyrir 30 milljónum í áætlun. Aðildarfélögin í landinu, sem KSÍ er regnhlífasamtök fyrir, fékk 212 milljónir króna af þeim rúma milljarði sem FIFA lagði til. Heildarkostnaður við HM var rúmlega 900 milljónir og því hagnaður KSÍ af HM ævintýrinu 110 milljónir þegar upp er staðið. Það er um 45 milljónum króna meiri hagnaður en gert var ráð fyrir.
Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00 KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM. 7. febrúar 2019 13:30 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum. 26. júlí 2017 08:00
KSÍ hefur ekki enn gert upp við Heimi Hallgrímsson Fram kom í kappræðum Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í gær að KSÍ hefur ekki enn gert upp við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson eftir HM. 7. febrúar 2019 13:30
Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?