Hafa óskað eftir því að týndu tölvupóstarnir verði endurheimtir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 08:41 Dóra Björt Guðjónsdóttir fyrir framan braggann umdeilda að Nauthólsvegi 100. Vísir/vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og forseti borgarstjórnar, segir að meirihlutinn í borgarstjórn hafi beðið innri endurskoðun borgarinnar um að reyna að endurheimta tölvupósta á milli aðila tengdum braggamálinu en innri endurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að póstunum hefði verið eytt. Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar. Komið hefur fram að tölvupóstum á fimm ára tímabili á milli aðila sem tengjast braggamálinu, verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofunnar, hafi verið eytt. Ekki hefur þó verið hægt að staðfesta að á meðal hinna eyddu tölvupósta hafi verið tölvupóstar varðandi framkvæmdir að Nauthólsvegi 100, að því er segir í minnisblaði innri endurskoðanda um málið. Tölvupóstarnir hafa verið nokkuð til umræðu en í síðasta mánuði óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði til að mynda eftir svörum um það hver samskipti Hrólfs Jónssonar fyrrverandi skrifstofustjóra Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og Dags B. Borgarstjóra hefðu verið í tengslum við framkvæmdir við braggann.Gæti verið tæknilega erfitt Dóra Björt áréttaði að ákveðnar reglur gildi um tölvupósta sem sendir eru af starfsmönnum borgarinnar. Þannig eigi að „skjala“ mikilvæg gögn úr tölvupóstunum en einnig séu reglur í gildi um að eyða þurfi reglulega póstum til að forða því að pósthólfið fyllist. Þá hafi ekki komið fram í skýrslu innri endurskoðunar að marga tölvupósta vanti. Þar sem póstum hafi verið eytt yfir lengra tímabil en áður var haldið sé slíkt þó öllu líklegra en ella. „Þá fór ég strax í það, og við allir oddvitar meirihlutans í það, að við sendum tölvupóst til innri endurskoðunar og báðum þá hreinlega um að halda utan um það að reyna að endurheimta þessa tölvupósta þannig að það er verið að skoða möguleikann til þess,“ sagði Dóra Björt. „Það gæti auðvitað verið tæknilega erfitt en það er verið að skoða það. Og okkar vilji er alveg hundrað prósent í því að það gæti verið gott að gera það, til þess að hafa þetta alveg á hreinu.“ Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Tengdar fréttir Vilja fá upplýsingar um samskipti Dags og Hrólfs Segja Hrólf hafa átt fjölda funda með borgarstjóra. 25. janúar 2019 09:04 Staðfestir að tölvupóstum hafi verið eytt Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. 17. janúar 2019 14:59 Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og forseti borgarstjórnar, segir að meirihlutinn í borgarstjórn hafi beðið innri endurskoðun borgarinnar um að reyna að endurheimta tölvupósta á milli aðila tengdum braggamálinu en innri endurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að póstunum hefði verið eytt. Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar. Komið hefur fram að tölvupóstum á fimm ára tímabili á milli aðila sem tengjast braggamálinu, verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofunnar, hafi verið eytt. Ekki hefur þó verið hægt að staðfesta að á meðal hinna eyddu tölvupósta hafi verið tölvupóstar varðandi framkvæmdir að Nauthólsvegi 100, að því er segir í minnisblaði innri endurskoðanda um málið. Tölvupóstarnir hafa verið nokkuð til umræðu en í síðasta mánuði óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði til að mynda eftir svörum um það hver samskipti Hrólfs Jónssonar fyrrverandi skrifstofustjóra Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og Dags B. Borgarstjóra hefðu verið í tengslum við framkvæmdir við braggann.Gæti verið tæknilega erfitt Dóra Björt áréttaði að ákveðnar reglur gildi um tölvupósta sem sendir eru af starfsmönnum borgarinnar. Þannig eigi að „skjala“ mikilvæg gögn úr tölvupóstunum en einnig séu reglur í gildi um að eyða þurfi reglulega póstum til að forða því að pósthólfið fyllist. Þá hafi ekki komið fram í skýrslu innri endurskoðunar að marga tölvupósta vanti. Þar sem póstum hafi verið eytt yfir lengra tímabil en áður var haldið sé slíkt þó öllu líklegra en ella. „Þá fór ég strax í það, og við allir oddvitar meirihlutans í það, að við sendum tölvupóst til innri endurskoðunar og báðum þá hreinlega um að halda utan um það að reyna að endurheimta þessa tölvupósta þannig að það er verið að skoða möguleikann til þess,“ sagði Dóra Björt. „Það gæti auðvitað verið tæknilega erfitt en það er verið að skoða það. Og okkar vilji er alveg hundrað prósent í því að það gæti verið gott að gera það, til þess að hafa þetta alveg á hreinu.“
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Tengdar fréttir Vilja fá upplýsingar um samskipti Dags og Hrólfs Segja Hrólf hafa átt fjölda funda með borgarstjóra. 25. janúar 2019 09:04 Staðfestir að tölvupóstum hafi verið eytt Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. 17. janúar 2019 14:59 Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Vilja fá upplýsingar um samskipti Dags og Hrólfs Segja Hrólf hafa átt fjölda funda með borgarstjóra. 25. janúar 2019 09:04
Staðfestir að tölvupóstum hafi verið eytt Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. 17. janúar 2019 14:59
Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. 3. febrúar 2019 20:00