Vill efla fræðslu um persónuvernd meðal barna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 20:30 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Forstjóri Persónuverndar segir nauðsynlegt að stórefla fræðslu um persónuvernd meðal barna. Stofnunin hyggst leita leiða til að auka fræðslu í grunnskólum og jafnvel í leikskólum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að tvö prósent unglinga verða fyrir neteinelti. Að undanförnu hefur fréttastofa einnig fjallað um smáforrit sem börn og unglingar virðast í auknum mæli nota sem stefnumótaforrit og höfum sagt frá Instagram-reikningum þar sem hver sem er getur séð viðkvæmar myndir og myndbönd af unglingum. Forstjóri Persónuverndar segir fréttirnar sláandi. „Það virðist sem börn hér og mjög víða held ég átti sig ekki almennilega á afleiðingum þess að vera á netinu og það eru þá bæði jákvæðar afleiðingar en þær eru mjög margar neikvæðar,“ segir Helga. Samkvæmt nýrri persónuverndarlöggjöf geta börn tekið þátt í upplýsingasamfélaginu og því sem netið hefur upp á að bjóða og þurfa ekki samþykki foreldra eða forráðamanna, hafi þau náð 13 ára aldri. „Við þurfum að uppfræða börnin hérlendis og byrja snemma og Persónuvernd hefur sterk áform um það að komast með fræðsluefni til ungra barna og byrja helst sem allra fyrst í grunnskólum og jafnvel í leikskólum,“ segir Helga.En hversu langt mega foreldrar ganga í því að jafnvel ritskoða það sem börnin þeirra gera á netinu? „Eftir því sem barn verður eldra og kemst til vits og ára þá ættu foreldrar væntanlega að draga örlítið úr sínum afskiptum. En góðar ábendingar og góð tilmæli geta alla tíð verið í boði og eru sérstaklega í boði fram að 18 ára aldri, þá er barnið orðið fullorðinn einstaklingur,“ svarar Helga. Börn og uppeldi Persónuvernd Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. 1. febrúar 2019 19:30 Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir nauðsynlegt að stórefla fræðslu um persónuvernd meðal barna. Stofnunin hyggst leita leiða til að auka fræðslu í grunnskólum og jafnvel í leikskólum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að tvö prósent unglinga verða fyrir neteinelti. Að undanförnu hefur fréttastofa einnig fjallað um smáforrit sem börn og unglingar virðast í auknum mæli nota sem stefnumótaforrit og höfum sagt frá Instagram-reikningum þar sem hver sem er getur séð viðkvæmar myndir og myndbönd af unglingum. Forstjóri Persónuverndar segir fréttirnar sláandi. „Það virðist sem börn hér og mjög víða held ég átti sig ekki almennilega á afleiðingum þess að vera á netinu og það eru þá bæði jákvæðar afleiðingar en þær eru mjög margar neikvæðar,“ segir Helga. Samkvæmt nýrri persónuverndarlöggjöf geta börn tekið þátt í upplýsingasamfélaginu og því sem netið hefur upp á að bjóða og þurfa ekki samþykki foreldra eða forráðamanna, hafi þau náð 13 ára aldri. „Við þurfum að uppfræða börnin hérlendis og byrja snemma og Persónuvernd hefur sterk áform um það að komast með fræðsluefni til ungra barna og byrja helst sem allra fyrst í grunnskólum og jafnvel í leikskólum,“ segir Helga.En hversu langt mega foreldrar ganga í því að jafnvel ritskoða það sem börnin þeirra gera á netinu? „Eftir því sem barn verður eldra og kemst til vits og ára þá ættu foreldrar væntanlega að draga örlítið úr sínum afskiptum. En góðar ábendingar og góð tilmæli geta alla tíð verið í boði og eru sérstaklega í boði fram að 18 ára aldri, þá er barnið orðið fullorðinn einstaklingur,“ svarar Helga.
Börn og uppeldi Persónuvernd Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. 1. febrúar 2019 19:30 Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. 1. febrúar 2019 19:30
Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30