Ósáttur nágranni man ekki eftir árás og innbroti vegna „ruglings í höfðinu“ Bryndís Silja Pálmadóttir skrifar 2. febrúar 2019 07:45 Héraðsdómur Vesturlands er í Borgarnesi. Fréttablaðið/Pjetur Landsréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi karl á sextugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir innbrot og líkamsárás á nágranna árið 2016. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða fangelsi. Í september 2016 barst lögreglu tilkynning um að maður væri að reyna að brjótast inn í íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi. Á vettvangi var kona, í miklu uppnámi og blóðug á höndum. Sagði hún nágranna hafa brotist inn í gegnum útidyr og ráðist á mann hennar. Börn þeirra urðu vitni að árásinni. Mikið var af blóðslettum á gólfi og veggjum. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið orðinn langþreyttur á leiðindum við nágranna sinn út af einhverju, sem hefði í raun ekkert verið, og ákveðið að ræða við hjónin og ná sáttum. Hann hefði verið „í glasi“ og ekki í vondu skapi þegar hann lagði af stað upp stigann í átt að íbúð þeirra, með góðum huga. Hins vegar kvaðst hann ekki geta tjáð sig frekar um málið vegna óminnis og ruglings í höfðinu. Konan sagði nágrannann hafa brotist inn, gengið fram hjá henni og inn í stofu, þar sem börn hennar földu sig á bak við sófa. Kvaðst hún ekki hafa þorað að kalla á eiginmann sinn, sem var úti í bílskúr, á meðan maðurinn var inni í stofu en gert það að lokum. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa heyrt eiginkonu sína reka upp „skaðræðisóp“ en þegar hann kom inn í íbúðina spurði hann nágrannann hvað hann væri „í andskotanum að gera þarna“. Lýsti konan því fyrir dómi hvernig nágranninn sneri sér við og mennirnir tveir hefðu dottið. Þá sagðist hún hafa séð nágrannann slá mann sinn þrisvar í andlit og höfuð og hafa á endanum hringt á lögregluna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Landsréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi karl á sextugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir innbrot og líkamsárás á nágranna árið 2016. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi manninn upphaflega í þriggja mánaða fangelsi. Í september 2016 barst lögreglu tilkynning um að maður væri að reyna að brjótast inn í íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi. Á vettvangi var kona, í miklu uppnámi og blóðug á höndum. Sagði hún nágranna hafa brotist inn í gegnum útidyr og ráðist á mann hennar. Börn þeirra urðu vitni að árásinni. Mikið var af blóðslettum á gólfi og veggjum. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið orðinn langþreyttur á leiðindum við nágranna sinn út af einhverju, sem hefði í raun ekkert verið, og ákveðið að ræða við hjónin og ná sáttum. Hann hefði verið „í glasi“ og ekki í vondu skapi þegar hann lagði af stað upp stigann í átt að íbúð þeirra, með góðum huga. Hins vegar kvaðst hann ekki geta tjáð sig frekar um málið vegna óminnis og ruglings í höfðinu. Konan sagði nágrannann hafa brotist inn, gengið fram hjá henni og inn í stofu, þar sem börn hennar földu sig á bak við sófa. Kvaðst hún ekki hafa þorað að kalla á eiginmann sinn, sem var úti í bílskúr, á meðan maðurinn var inni í stofu en gert það að lokum. Maðurinn sagðist fyrir dómi hafa heyrt eiginkonu sína reka upp „skaðræðisóp“ en þegar hann kom inn í íbúðina spurði hann nágrannann hvað hann væri „í andskotanum að gera þarna“. Lýsti konan því fyrir dómi hvernig nágranninn sneri sér við og mennirnir tveir hefðu dottið. Þá sagðist hún hafa séð nágrannann slá mann sinn þrisvar í andlit og höfuð og hafa á endanum hringt á lögregluna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira