Útgerðin „kaupir upp atvinnulífið“ en hefur ekki efni á að greiða veiðigjöld Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2019 15:51 Þorsteinn furðar sig á tvískinnungi sem hann þykist greina í máli talsmanna útgerðarinnar. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það liggja fyrir að samhliða því sem útgerðin hefur blásið út og hagur hennar vænkast til mikilla muna þá hafi virði sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar stóraukist. „Núverandi ríkisstjórn virðist ekki telja svo heldur taldi nauðsynlegt að lækka veiðigjöld á sama tíma og þessi þróun er að eiga sér stað. Það er auðvitað hjákátlegt að halda því fram að útgerðin geti ekki greitt eðlilegt verð fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna á sama tíma og hún er að kaupa upp atvinnulífið,“ segir Þorsteinn á Facebooksíðu sinni.Útgerðin að kaupa sig inn í aðrar atvinnugreinar Þorsteinn leggur út af nýlegri umfjöllun Magnúsar Halldórssonar á Kjarnanum en þar kemur meðal annars fram að algjör kúvending hafi orðið á efnahagsreikningum helstu útgerðarfyrirtækja landsins. Hrunið reyndist mikil búbót fyrir útgerðina en þar hefur orðið mikil samþjöppun og hagræðing. „Sé horft til áranna 2010 og út árið 2017 þá hefur hagur útgerðafyrirtækja landsins vænkast um 421,3 milljarða króna. Eiginfjárstaða sjávarútvegsins var neikvæð, að meðaltali, í lok árs 2008 en var jákvæð í lok árs 2017 um 262 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum sem Deloitte hefur tekið saman, og byggir á upplýsingum frá 87 prósent af sjávarútvegnum. Frá árinu 2010 hafa eigendur útgerðarfyrirtækjanna fengið 80,3 milljarða króna í arðgreiðslur,“ segir í grein Kjarnans. Þar kemur fram að útgerðin hafi verið að færa út kvíarnar, kaupa sig inn í aðrar atvinnugreinar enda hagnaður þar miklu meiri en annars staðar. Greinin sé í raun í annarri deild en aðrar atvinnugreinar. Ríkisstjórnin gætir sérhagsmuna Þorsteinn fagnar bættum hag útgerðarinnar en furðar sig á tvískinnungi þeim sem við blasir þegar talsmenn útgerðarinnar taka til máls og berjast „hatrammlega gegn því að þjóðin kanni mögulegan ávinning af aðild að Evrópusambandinu og upptöku alþjóðlega nothæfrar myntar með tilheyrandi lækkun á vaxtakostnaði fyrir almenning og smærri fyrirtæki. Á sama tíma er greinin í algerri forréttindastöðu gagnvart öðrum fyrirtækjum þegar kemur að aðgengi að erlendu lánsfjármagni og vaxtakostnaði. En það er auðvitað alltaf gott að eiga ríkisstjórnir sem gæta sérhagsmuna greinarinnar á kostnað almannahagsmuna.“ Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja ríkisstjórnina hygla útgerðinni Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. 11. desember 2018 21:24 Veiðigjaldafrumvarpið orðið að lögum Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld var samþykkt á Alþingi í dag. 11. desember 2018 15:49 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir það liggja fyrir að samhliða því sem útgerðin hefur blásið út og hagur hennar vænkast til mikilla muna þá hafi virði sameiginlegrar auðlindar þjóðarinnar stóraukist. „Núverandi ríkisstjórn virðist ekki telja svo heldur taldi nauðsynlegt að lækka veiðigjöld á sama tíma og þessi þróun er að eiga sér stað. Það er auðvitað hjákátlegt að halda því fram að útgerðin geti ekki greitt eðlilegt verð fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind landsmanna á sama tíma og hún er að kaupa upp atvinnulífið,“ segir Þorsteinn á Facebooksíðu sinni.Útgerðin að kaupa sig inn í aðrar atvinnugreinar Þorsteinn leggur út af nýlegri umfjöllun Magnúsar Halldórssonar á Kjarnanum en þar kemur meðal annars fram að algjör kúvending hafi orðið á efnahagsreikningum helstu útgerðarfyrirtækja landsins. Hrunið reyndist mikil búbót fyrir útgerðina en þar hefur orðið mikil samþjöppun og hagræðing. „Sé horft til áranna 2010 og út árið 2017 þá hefur hagur útgerðafyrirtækja landsins vænkast um 421,3 milljarða króna. Eiginfjárstaða sjávarútvegsins var neikvæð, að meðaltali, í lok árs 2008 en var jákvæð í lok árs 2017 um 262 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum sem Deloitte hefur tekið saman, og byggir á upplýsingum frá 87 prósent af sjávarútvegnum. Frá árinu 2010 hafa eigendur útgerðarfyrirtækjanna fengið 80,3 milljarða króna í arðgreiðslur,“ segir í grein Kjarnans. Þar kemur fram að útgerðin hafi verið að færa út kvíarnar, kaupa sig inn í aðrar atvinnugreinar enda hagnaður þar miklu meiri en annars staðar. Greinin sé í raun í annarri deild en aðrar atvinnugreinar. Ríkisstjórnin gætir sérhagsmuna Þorsteinn fagnar bættum hag útgerðarinnar en furðar sig á tvískinnungi þeim sem við blasir þegar talsmenn útgerðarinnar taka til máls og berjast „hatrammlega gegn því að þjóðin kanni mögulegan ávinning af aðild að Evrópusambandinu og upptöku alþjóðlega nothæfrar myntar með tilheyrandi lækkun á vaxtakostnaði fyrir almenning og smærri fyrirtæki. Á sama tíma er greinin í algerri forréttindastöðu gagnvart öðrum fyrirtækjum þegar kemur að aðgengi að erlendu lánsfjármagni og vaxtakostnaði. En það er auðvitað alltaf gott að eiga ríkisstjórnir sem gæta sérhagsmuna greinarinnar á kostnað almannahagsmuna.“
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja ríkisstjórnina hygla útgerðinni Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. 11. desember 2018 21:24 Veiðigjaldafrumvarpið orðið að lögum Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld var samþykkt á Alþingi í dag. 11. desember 2018 15:49 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Segja ríkisstjórnina hygla útgerðinni Að ýmsum málum í fjárlagafrumvarpi frátöldum er veiðigjaldfrumvarp ríkisstjórnarinnar það umdeildasta á haustþingi. 11. desember 2018 21:24
Veiðigjaldafrumvarpið orðið að lögum Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld var samþykkt á Alþingi í dag. 11. desember 2018 15:49