Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2019 11:38 Árni Steingrímur hóf undirskriftarsöfnunina þar sem hvatt er til þess að RÚV sniðgangi Eurovision í Ísrael. Rúmlega 27 þúsund manns hafa lagt nafn sitt við áskorun til Ríkisútvarpsins að afþakka þátttöku í Eurovision sem verður haldið í Ísrael í maí næstkomandi. Sá sem kom undirskriftasöfnuninni á koppinn sér þó ekki lengur ástæðu til að afhenda RÚV áskorunina. Segir hann ástæðuna þá að ríkisfjölmiðillinn ákvað í fyrra eins og venjan er að taka þátt í Eurovision að ári. Sigur hinnar ísraelsku Nettu Barzilai með lagið Toy í Lissabon í fyrra vakti mikla athygli og margir sem boðuðu að þeir myndu hunsa Eurovision að ári. Veltu því margir upp hvort Ísraelsmenn myndu halda keppnina í Jerúsalem eins og árið 1999, þar sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti. Niðurstaðan var að halda keppnina í Tel Aviv. Hafa Ísraelsmenn átt í átökum við Palestínumenn í áratugi vegna yfirráða á Gaza-svæðinu á Vesturbakkanum. Hafa margir gagnrýnt framferði Ísraelsmanna í garð í Palestínumanna og er þess vegna ætlun margra að sniðganga Eurovision í Ísrael í ár.Hin ísraelska Netta Barzilai vann Eurovision í fyrra. Keppnin verður haldin í Tel Aviv á næsta ári og þykir mörgum að Ísland eigi að draga sig úr keppni.Vísir/GettyTónlistarmennirnir Páll Óskar Hjálmtýsson og Daði Freyr greindu frá því að þeir myndu sniðganga keppnina í Ísrael og hóf forritarinn Árni Steingrímur Sigurðsson undirskriftasöfnun þar sem skorað var á RÚV að sniðganga keppnina. Átta dögum eftir að Netta hafði unnið keppnina höfðu tæplega 25 þúsund manns lagt nafn sitt við áskorunina en Árni sagði við það tilefni í samtali við mbl.is að honum þætti ólíklegt að meira en sjötíu prósent af þeim sem það höfðu gert væru Íslendingar. Sagði hann það eftir að í ljós kom að talsverður fjöldi þeirra sem höfðu lagt nafn sitt við áskorunina voru frá Frakklandi, Bandaríkjunum og Indónesíu. Frá 20. maí til dagsins í dag hafa um tvö þúsund manns bæst við hópinn. Árni Steingrímur segir í samtali við Vísi að hann telji ekki ástæðu til að afhenda RÚV þessa áskorun úr þessu. „Það var í raun aldrei von á öðru en RÚV tæki þá ákvörðun sem þau gerðu. Það eru of miklir peningar sem RÚV yrði af. Þetta er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins,“ segir Árni Steingrímur.Hljómsveitin Hatari tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár.Ásta Sif ÁrnadóttirHann segir forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins einnig klóka að velja hljómsveitina Hatara til þátttöku. „Það höfðar til þeirra sem vildu ekki fara, fást kannski til að taka þátt á þeirri forsendu að senda mótmælalegt lag. Mér finnst að frægðarsól þeirra sem taka þátt í undankeppninni ætti að hníga til viðar sem fyrst,“ segir Árni sem er með skýr skilaboð vegna málsins. „Það er ekki siðferðilega verjandi að sprella og dansa í landi sem níðist með þessum hætti á nágrönnum sínum. Hendur þeirra sem vinna þessi verk eru blóði drifnar. Megi þau öll hafa skömm af sínum störfum.“ Undirskriftasöfnunin var rædd á fundi stjórnar Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að tugþúsundir höfðu lagt nafn sitt við hana. Var niðurstaðan sú að halda óbreyttu fyrirkomulagi og að RÚV myndi senda fulltrúa Íslands í keppnina í Ísrael. Eurovision Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Rúmlega 27 þúsund manns hafa lagt nafn sitt við áskorun til Ríkisútvarpsins að afþakka þátttöku í Eurovision sem verður haldið í Ísrael í maí næstkomandi. Sá sem kom undirskriftasöfnuninni á koppinn sér þó ekki lengur ástæðu til að afhenda RÚV áskorunina. Segir hann ástæðuna þá að ríkisfjölmiðillinn ákvað í fyrra eins og venjan er að taka þátt í Eurovision að ári. Sigur hinnar ísraelsku Nettu Barzilai með lagið Toy í Lissabon í fyrra vakti mikla athygli og margir sem boðuðu að þeir myndu hunsa Eurovision að ári. Veltu því margir upp hvort Ísraelsmenn myndu halda keppnina í Jerúsalem eins og árið 1999, þar sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti. Niðurstaðan var að halda keppnina í Tel Aviv. Hafa Ísraelsmenn átt í átökum við Palestínumenn í áratugi vegna yfirráða á Gaza-svæðinu á Vesturbakkanum. Hafa margir gagnrýnt framferði Ísraelsmanna í garð í Palestínumanna og er þess vegna ætlun margra að sniðganga Eurovision í Ísrael í ár.Hin ísraelska Netta Barzilai vann Eurovision í fyrra. Keppnin verður haldin í Tel Aviv á næsta ári og þykir mörgum að Ísland eigi að draga sig úr keppni.Vísir/GettyTónlistarmennirnir Páll Óskar Hjálmtýsson og Daði Freyr greindu frá því að þeir myndu sniðganga keppnina í Ísrael og hóf forritarinn Árni Steingrímur Sigurðsson undirskriftasöfnun þar sem skorað var á RÚV að sniðganga keppnina. Átta dögum eftir að Netta hafði unnið keppnina höfðu tæplega 25 þúsund manns lagt nafn sitt við áskorunina en Árni sagði við það tilefni í samtali við mbl.is að honum þætti ólíklegt að meira en sjötíu prósent af þeim sem það höfðu gert væru Íslendingar. Sagði hann það eftir að í ljós kom að talsverður fjöldi þeirra sem höfðu lagt nafn sitt við áskorunina voru frá Frakklandi, Bandaríkjunum og Indónesíu. Frá 20. maí til dagsins í dag hafa um tvö þúsund manns bæst við hópinn. Árni Steingrímur segir í samtali við Vísi að hann telji ekki ástæðu til að afhenda RÚV þessa áskorun úr þessu. „Það var í raun aldrei von á öðru en RÚV tæki þá ákvörðun sem þau gerðu. Það eru of miklir peningar sem RÚV yrði af. Þetta er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins,“ segir Árni Steingrímur.Hljómsveitin Hatari tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár.Ásta Sif ÁrnadóttirHann segir forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins einnig klóka að velja hljómsveitina Hatara til þátttöku. „Það höfðar til þeirra sem vildu ekki fara, fást kannski til að taka þátt á þeirri forsendu að senda mótmælalegt lag. Mér finnst að frægðarsól þeirra sem taka þátt í undankeppninni ætti að hníga til viðar sem fyrst,“ segir Árni sem er með skýr skilaboð vegna málsins. „Það er ekki siðferðilega verjandi að sprella og dansa í landi sem níðist með þessum hætti á nágrönnum sínum. Hendur þeirra sem vinna þessi verk eru blóði drifnar. Megi þau öll hafa skömm af sínum störfum.“ Undirskriftasöfnunin var rædd á fundi stjórnar Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að tugþúsundir höfðu lagt nafn sitt við hana. Var niðurstaðan sú að halda óbreyttu fyrirkomulagi og að RÚV myndi senda fulltrúa Íslands í keppnina í Ísrael.
Eurovision Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira