Segir klókt af RÚV að velja Hatara í forkeppni Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2019 11:38 Árni Steingrímur hóf undirskriftarsöfnunina þar sem hvatt er til þess að RÚV sniðgangi Eurovision í Ísrael. Rúmlega 27 þúsund manns hafa lagt nafn sitt við áskorun til Ríkisútvarpsins að afþakka þátttöku í Eurovision sem verður haldið í Ísrael í maí næstkomandi. Sá sem kom undirskriftasöfnuninni á koppinn sér þó ekki lengur ástæðu til að afhenda RÚV áskorunina. Segir hann ástæðuna þá að ríkisfjölmiðillinn ákvað í fyrra eins og venjan er að taka þátt í Eurovision að ári. Sigur hinnar ísraelsku Nettu Barzilai með lagið Toy í Lissabon í fyrra vakti mikla athygli og margir sem boðuðu að þeir myndu hunsa Eurovision að ári. Veltu því margir upp hvort Ísraelsmenn myndu halda keppnina í Jerúsalem eins og árið 1999, þar sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti. Niðurstaðan var að halda keppnina í Tel Aviv. Hafa Ísraelsmenn átt í átökum við Palestínumenn í áratugi vegna yfirráða á Gaza-svæðinu á Vesturbakkanum. Hafa margir gagnrýnt framferði Ísraelsmanna í garð í Palestínumanna og er þess vegna ætlun margra að sniðganga Eurovision í Ísrael í ár.Hin ísraelska Netta Barzilai vann Eurovision í fyrra. Keppnin verður haldin í Tel Aviv á næsta ári og þykir mörgum að Ísland eigi að draga sig úr keppni.Vísir/GettyTónlistarmennirnir Páll Óskar Hjálmtýsson og Daði Freyr greindu frá því að þeir myndu sniðganga keppnina í Ísrael og hóf forritarinn Árni Steingrímur Sigurðsson undirskriftasöfnun þar sem skorað var á RÚV að sniðganga keppnina. Átta dögum eftir að Netta hafði unnið keppnina höfðu tæplega 25 þúsund manns lagt nafn sitt við áskorunina en Árni sagði við það tilefni í samtali við mbl.is að honum þætti ólíklegt að meira en sjötíu prósent af þeim sem það höfðu gert væru Íslendingar. Sagði hann það eftir að í ljós kom að talsverður fjöldi þeirra sem höfðu lagt nafn sitt við áskorunina voru frá Frakklandi, Bandaríkjunum og Indónesíu. Frá 20. maí til dagsins í dag hafa um tvö þúsund manns bæst við hópinn. Árni Steingrímur segir í samtali við Vísi að hann telji ekki ástæðu til að afhenda RÚV þessa áskorun úr þessu. „Það var í raun aldrei von á öðru en RÚV tæki þá ákvörðun sem þau gerðu. Það eru of miklir peningar sem RÚV yrði af. Þetta er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins,“ segir Árni Steingrímur.Hljómsveitin Hatari tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár.Ásta Sif ÁrnadóttirHann segir forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins einnig klóka að velja hljómsveitina Hatara til þátttöku. „Það höfðar til þeirra sem vildu ekki fara, fást kannski til að taka þátt á þeirri forsendu að senda mótmælalegt lag. Mér finnst að frægðarsól þeirra sem taka þátt í undankeppninni ætti að hníga til viðar sem fyrst,“ segir Árni sem er með skýr skilaboð vegna málsins. „Það er ekki siðferðilega verjandi að sprella og dansa í landi sem níðist með þessum hætti á nágrönnum sínum. Hendur þeirra sem vinna þessi verk eru blóði drifnar. Megi þau öll hafa skömm af sínum störfum.“ Undirskriftasöfnunin var rædd á fundi stjórnar Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að tugþúsundir höfðu lagt nafn sitt við hana. Var niðurstaðan sú að halda óbreyttu fyrirkomulagi og að RÚV myndi senda fulltrúa Íslands í keppnina í Ísrael. Eurovision Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Rúmlega 27 þúsund manns hafa lagt nafn sitt við áskorun til Ríkisútvarpsins að afþakka þátttöku í Eurovision sem verður haldið í Ísrael í maí næstkomandi. Sá sem kom undirskriftasöfnuninni á koppinn sér þó ekki lengur ástæðu til að afhenda RÚV áskorunina. Segir hann ástæðuna þá að ríkisfjölmiðillinn ákvað í fyrra eins og venjan er að taka þátt í Eurovision að ári. Sigur hinnar ísraelsku Nettu Barzilai með lagið Toy í Lissabon í fyrra vakti mikla athygli og margir sem boðuðu að þeir myndu hunsa Eurovision að ári. Veltu því margir upp hvort Ísraelsmenn myndu halda keppnina í Jerúsalem eins og árið 1999, þar sem Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti. Niðurstaðan var að halda keppnina í Tel Aviv. Hafa Ísraelsmenn átt í átökum við Palestínumenn í áratugi vegna yfirráða á Gaza-svæðinu á Vesturbakkanum. Hafa margir gagnrýnt framferði Ísraelsmanna í garð í Palestínumanna og er þess vegna ætlun margra að sniðganga Eurovision í Ísrael í ár.Hin ísraelska Netta Barzilai vann Eurovision í fyrra. Keppnin verður haldin í Tel Aviv á næsta ári og þykir mörgum að Ísland eigi að draga sig úr keppni.Vísir/GettyTónlistarmennirnir Páll Óskar Hjálmtýsson og Daði Freyr greindu frá því að þeir myndu sniðganga keppnina í Ísrael og hóf forritarinn Árni Steingrímur Sigurðsson undirskriftasöfnun þar sem skorað var á RÚV að sniðganga keppnina. Átta dögum eftir að Netta hafði unnið keppnina höfðu tæplega 25 þúsund manns lagt nafn sitt við áskorunina en Árni sagði við það tilefni í samtali við mbl.is að honum þætti ólíklegt að meira en sjötíu prósent af þeim sem það höfðu gert væru Íslendingar. Sagði hann það eftir að í ljós kom að talsverður fjöldi þeirra sem höfðu lagt nafn sitt við áskorunina voru frá Frakklandi, Bandaríkjunum og Indónesíu. Frá 20. maí til dagsins í dag hafa um tvö þúsund manns bæst við hópinn. Árni Steingrímur segir í samtali við Vísi að hann telji ekki ástæðu til að afhenda RÚV þessa áskorun úr þessu. „Það var í raun aldrei von á öðru en RÚV tæki þá ákvörðun sem þau gerðu. Það eru of miklir peningar sem RÚV yrði af. Þetta er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins,“ segir Árni Steingrímur.Hljómsveitin Hatari tekur þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár.Ásta Sif ÁrnadóttirHann segir forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins einnig klóka að velja hljómsveitina Hatara til þátttöku. „Það höfðar til þeirra sem vildu ekki fara, fást kannski til að taka þátt á þeirri forsendu að senda mótmælalegt lag. Mér finnst að frægðarsól þeirra sem taka þátt í undankeppninni ætti að hníga til viðar sem fyrst,“ segir Árni sem er með skýr skilaboð vegna málsins. „Það er ekki siðferðilega verjandi að sprella og dansa í landi sem níðist með þessum hætti á nágrönnum sínum. Hendur þeirra sem vinna þessi verk eru blóði drifnar. Megi þau öll hafa skömm af sínum störfum.“ Undirskriftasöfnunin var rædd á fundi stjórnar Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að tugþúsundir höfðu lagt nafn sitt við hana. Var niðurstaðan sú að halda óbreyttu fyrirkomulagi og að RÚV myndi senda fulltrúa Íslands í keppnina í Ísrael.
Eurovision Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira