Hætta fjárstuðningi við öryggissveitir Palestínu Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 10:45 Mahmud Abbas, forseti Palestínu bað um að fjárhagsaðstoðinni yrði hætt. EPA/ALAA BADARNEH Bandaríkin hætta í dag að veita fé til öryggissveita Palestínu og er það gert að beiðni yfirvalda Palestínu. Ástæðan er að þing Bandaríkjanna samþykkti í fyrra lög sem segja til um að allar ríkisstjórnir sem fái aðstoð frá Bandaríkjunum heyri undir hryðjuverkalög Bandaríkjanna. Yfirvöld Palestínu óttast lögsóknir vegna stuðnings við hryðjuverkasamtök en lögin taka gildi í dag. Ættingjar bandarískra fórnarlamba hryðjuverkaárása gætu höfðað mál gegn yfirvöldum Palestínu vegna laganna. Saeb Erekat, háttsettur embættismaður í Palestínu, sagði AFP fréttaveitunni að þeir vildu enga peninga ef það myndi leiða til lögsóknar gegn þeim.Um er að ræða einhverjar 60 milljónir dala á ári sem hefur verið veitt til öryggissveita á Vesturbakkanum. Þær sveitir hafa starfað náið með öryggissveitum Ísrael gegn Hamas og öfgahópum. Embættismenn í Ísrael hafa lýst yfir áhyggjum af stöðvun fjárveitinganna og hafa áhyggjur af því að þróunin muni koma niður á öryggi á Vesturbakkanum. Í samtali við Washington Post sagði ísraelskur embættismaður að ríkisstjórn Ísrael væri að leita leiða svo fjárveitingin gæti haldið áfram og að ættingjar fórnarlamba hryðjuverkaárása gætu fundið réttlæti.Erekat segir það þó ekki vera rétt. Hann segir Bandaríkjamenn hafa tekið ákvörðun og bendir á á undanförnu ári hafi ríkisstjórn Bandaríkjanna skorið niður fjárhagsaðstoð til Palestínu um hundruð milljónir dala. Ísraelsmenn og Bandaríkin hafa lengi sakað yfirvöld Palestínu um að kynda undir átök og ofbeldi með því að veita fjölskyldum dæmdra eða grunaðra hryðjuverkamanna í haldi Ísrael eða sem dáið hafa við framkvæmd hryðjuverkaárása fjárhagsaðstoð.Samkvæmt Times of Israel segja Palestínumenn það ekki vera rétt. Um sé að ræða nokkurs kona velferðaraðstoð. Bandaríkin Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Bandaríkin hætta í dag að veita fé til öryggissveita Palestínu og er það gert að beiðni yfirvalda Palestínu. Ástæðan er að þing Bandaríkjanna samþykkti í fyrra lög sem segja til um að allar ríkisstjórnir sem fái aðstoð frá Bandaríkjunum heyri undir hryðjuverkalög Bandaríkjanna. Yfirvöld Palestínu óttast lögsóknir vegna stuðnings við hryðjuverkasamtök en lögin taka gildi í dag. Ættingjar bandarískra fórnarlamba hryðjuverkaárása gætu höfðað mál gegn yfirvöldum Palestínu vegna laganna. Saeb Erekat, háttsettur embættismaður í Palestínu, sagði AFP fréttaveitunni að þeir vildu enga peninga ef það myndi leiða til lögsóknar gegn þeim.Um er að ræða einhverjar 60 milljónir dala á ári sem hefur verið veitt til öryggissveita á Vesturbakkanum. Þær sveitir hafa starfað náið með öryggissveitum Ísrael gegn Hamas og öfgahópum. Embættismenn í Ísrael hafa lýst yfir áhyggjum af stöðvun fjárveitinganna og hafa áhyggjur af því að þróunin muni koma niður á öryggi á Vesturbakkanum. Í samtali við Washington Post sagði ísraelskur embættismaður að ríkisstjórn Ísrael væri að leita leiða svo fjárveitingin gæti haldið áfram og að ættingjar fórnarlamba hryðjuverkaárása gætu fundið réttlæti.Erekat segir það þó ekki vera rétt. Hann segir Bandaríkjamenn hafa tekið ákvörðun og bendir á á undanförnu ári hafi ríkisstjórn Bandaríkjanna skorið niður fjárhagsaðstoð til Palestínu um hundruð milljónir dala. Ísraelsmenn og Bandaríkin hafa lengi sakað yfirvöld Palestínu um að kynda undir átök og ofbeldi með því að veita fjölskyldum dæmdra eða grunaðra hryðjuverkamanna í haldi Ísrael eða sem dáið hafa við framkvæmd hryðjuverkaárása fjárhagsaðstoð.Samkvæmt Times of Israel segja Palestínumenn það ekki vera rétt. Um sé að ræða nokkurs kona velferðaraðstoð.
Bandaríkin Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“