„Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2019 09:19 Trump og Pútín hittust á G20-fundi í Hamborg árið 2017. Vísir/EPA „Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. Trump er sagður hafa látið ummælin falla eftir að embættismennirnir reyndu að sannfæra hann um að staðhæfingar hans um vopnagetu Norður-Kóreu væru ekki í samræmi við upplýsingar þeirra.Þetta kom fram í eldfimu viðtali 60 mínútna við Andrew McCabe, sem tók við tímabundið við stjórnartaumunum í FBI, bandarísku alríkislögreglunni, eftir að James Comey var rekinn. McCabe segist ekki hafa verið viðstaddur fundinn þar sem Trump er sagður hafa látið ummælin falla en að kollegi hans innan FBI, sem var viðstaddur, hafi sagt McCabe frá því eftir fundinn. Á fundinum er Trump sagður hafa rætt sérstaklega um eldflaugaskot Norður-Kóreumanna og þá trú hans að ríkið hefði ekki getuna til þess að skjóta eldflaug frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna. Þessar upplýsingar hafi hann fengið beint í æð frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands.Andrew McCabe starfaði stuttlega sem forstjóri FBI.Getty/Alex Wong„Embættismennirnir sem voru viðstaddir fundinn sögðu honum þá frá því að það stemmdi ekki við þær upplýsingar sem njósnastofnanir okkar höfðu í fórum sínum,“ sagði McCabe í viðtalinu. „Forsetinn svaraði: Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ sagði McCabe í viðtalinu. Greindi McCabe frá því að hann hafi orði hneykslaður er honum var sagt frá ummælum Trump. Mikill tími fari í að safna upplýsingum svo forsetinn geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Að komast að svo miklu vantrausti og hversu óviljugur hann er til þess að fá upplýsingar um hvernig þeim málum er háttað sem hann þarf að glíma við á hverjum degi var áfall.“ “I don't care. I believe Putin,” Pres Trump allegedly said, rejecting U.S. intelligence regarding North Korean intercontinental ballistic missile capability. McCabe says he heard this from an FBI official who was at the meeting with POTUS. https://t.co/9zmoxrYNjm pic.twitter.com/lo0g9VOMAG— 60 Minutes (@60Minutes) February 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Vill rannsaka hvort staðið hafi til að steypa Trump af stóli Formaður laganefndar Bandaríkjaþings hefur heitið því að komast til botns í sögusögnum sem verið hafa á sveimi þess efnis að menn úr leyniþjónustu Bandaríkjanna og víðar úr stjórnkerfinu hafi rætt það sín í milli að beita 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna til þess að koma Donald Trump forseta frá völdum. 18. febrúar 2019 07:14 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
„Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ er Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður hafa sagt við embættismenn innan njósnakerfis Bandaríkjanna. Trump er sagður hafa látið ummælin falla eftir að embættismennirnir reyndu að sannfæra hann um að staðhæfingar hans um vopnagetu Norður-Kóreu væru ekki í samræmi við upplýsingar þeirra.Þetta kom fram í eldfimu viðtali 60 mínútna við Andrew McCabe, sem tók við tímabundið við stjórnartaumunum í FBI, bandarísku alríkislögreglunni, eftir að James Comey var rekinn. McCabe segist ekki hafa verið viðstaddur fundinn þar sem Trump er sagður hafa látið ummælin falla en að kollegi hans innan FBI, sem var viðstaddur, hafi sagt McCabe frá því eftir fundinn. Á fundinum er Trump sagður hafa rætt sérstaklega um eldflaugaskot Norður-Kóreumanna og þá trú hans að ríkið hefði ekki getuna til þess að skjóta eldflaug frá Norður-Kóreu til Bandaríkjanna. Þessar upplýsingar hafi hann fengið beint í æð frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands.Andrew McCabe starfaði stuttlega sem forstjóri FBI.Getty/Alex Wong„Embættismennirnir sem voru viðstaddir fundinn sögðu honum þá frá því að það stemmdi ekki við þær upplýsingar sem njósnastofnanir okkar höfðu í fórum sínum,“ sagði McCabe í viðtalinu. „Forsetinn svaraði: Mér er alveg sama. Ég trúi Pútín,“ sagði McCabe í viðtalinu. Greindi McCabe frá því að hann hafi orði hneykslaður er honum var sagt frá ummælum Trump. Mikill tími fari í að safna upplýsingum svo forsetinn geti tekið upplýstar ákvarðanir. „Að komast að svo miklu vantrausti og hversu óviljugur hann er til þess að fá upplýsingar um hvernig þeim málum er háttað sem hann þarf að glíma við á hverjum degi var áfall.“ “I don't care. I believe Putin,” Pres Trump allegedly said, rejecting U.S. intelligence regarding North Korean intercontinental ballistic missile capability. McCabe says he heard this from an FBI official who was at the meeting with POTUS. https://t.co/9zmoxrYNjm pic.twitter.com/lo0g9VOMAG— 60 Minutes (@60Minutes) February 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Vill rannsaka hvort staðið hafi til að steypa Trump af stóli Formaður laganefndar Bandaríkjaþings hefur heitið því að komast til botns í sögusögnum sem verið hafa á sveimi þess efnis að menn úr leyniþjónustu Bandaríkjanna og víðar úr stjórnkerfinu hafi rætt það sín í milli að beita 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna til þess að koma Donald Trump forseta frá völdum. 18. febrúar 2019 07:14 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47
Vill rannsaka hvort staðið hafi til að steypa Trump af stóli Formaður laganefndar Bandaríkjaþings hefur heitið því að komast til botns í sögusögnum sem verið hafa á sveimi þess efnis að menn úr leyniþjónustu Bandaríkjanna og víðar úr stjórnkerfinu hafi rætt það sín í milli að beita 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna til þess að koma Donald Trump forseta frá völdum. 18. febrúar 2019 07:14