Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Andri Eysteinsson skrifar 17. febrúar 2019 12:04 Guðmundur Andri og Birgir voru gestir á Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm „Ég óttast svolítið að þetta verði ógagnsætt, fólk verði rukkað hérna út og suður milli sveitarfélaga, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar um áform ríkisstjórnarinnar um veggjöld. Guðmundur Andri var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Birgi Ármannssyni þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Andri sagði hægt að veita fjármununum sem fást frá veggjöldum í ótal brýn verkefni um land allt, æskilegast fyndist honum þó að þau veggjöld sem hann myndi borga væru nýtt á svæðinu í kringum hann.Þeir borga sem nota á ekki við í uppbyggingu innviða Setningin „Þeir borga sem nota“ hefur verið mikið í umræðunni um veggjöldin, Guðmundur segir að sú stefna eigi ekki við í innviðum samfélagsins. „Þessi hugsun, þeir borga sem nota, mér finnst hún ekki eiga við þegar kemur að uppbyggingu innviða. Þetta getur átt við þegar um er að ræða óþarfa, munað eða lúxus en ekki við svona uppbyggingu,“ sagði Guðmundur Andri. Birgir Ármannsson var að vissu leyti sammála Guðmundi Andra. „Mér finnst æskilegast að gjaldtaka í vegakerfinu sé miðuð við tilteknar ákveðnar framkvæmdir, “ sagði Birgir og tók undir með flokksfélaga sínum Óla Birni Kárasyni sem var gestur Sprengisands í síðustu viku og sagði að ef veggjöld væru lögð á, hljóti það að þýða að önnur gjöld,sem leggjast á bifreiðareigendur, verði endurskoðuð.Ferðamenn viðbótargreiðendur í kerfinu Þáttur ferðamanna kom einnig upp í viðræðum þingmannanna, Guðmundur Andri spurði Birgi og Kristján þáttastjórnanda um aðkomu túrista. „Er ekki eitthvað sem er aldrei talað en hugsað, túristinn, hann borgar þetta?“ spurði Guðmundur Andri. Það er partur af þessu, það liggur fyrir að umferð túrista hefur aukist gríðarlega. Þeir eru auðvitað viðbótagreiðendur inn í svona system,“ sagði Birgir. Hlusta má á umræður þingmannanna í spilaranum hér að neðan. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Ég óttast svolítið að þetta verði ógagnsætt, fólk verði rukkað hérna út og suður milli sveitarfélaga, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar um áform ríkisstjórnarinnar um veggjöld. Guðmundur Andri var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Birgi Ármannssyni þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Andri sagði hægt að veita fjármununum sem fást frá veggjöldum í ótal brýn verkefni um land allt, æskilegast fyndist honum þó að þau veggjöld sem hann myndi borga væru nýtt á svæðinu í kringum hann.Þeir borga sem nota á ekki við í uppbyggingu innviða Setningin „Þeir borga sem nota“ hefur verið mikið í umræðunni um veggjöldin, Guðmundur segir að sú stefna eigi ekki við í innviðum samfélagsins. „Þessi hugsun, þeir borga sem nota, mér finnst hún ekki eiga við þegar kemur að uppbyggingu innviða. Þetta getur átt við þegar um er að ræða óþarfa, munað eða lúxus en ekki við svona uppbyggingu,“ sagði Guðmundur Andri. Birgir Ármannsson var að vissu leyti sammála Guðmundi Andra. „Mér finnst æskilegast að gjaldtaka í vegakerfinu sé miðuð við tilteknar ákveðnar framkvæmdir, “ sagði Birgir og tók undir með flokksfélaga sínum Óla Birni Kárasyni sem var gestur Sprengisands í síðustu viku og sagði að ef veggjöld væru lögð á, hljóti það að þýða að önnur gjöld,sem leggjast á bifreiðareigendur, verði endurskoðuð.Ferðamenn viðbótargreiðendur í kerfinu Þáttur ferðamanna kom einnig upp í viðræðum þingmannanna, Guðmundur Andri spurði Birgi og Kristján þáttastjórnanda um aðkomu túrista. „Er ekki eitthvað sem er aldrei talað en hugsað, túristinn, hann borgar þetta?“ spurði Guðmundur Andri. Það er partur af þessu, það liggur fyrir að umferð túrista hefur aukist gríðarlega. Þeir eru auðvitað viðbótagreiðendur inn í svona system,“ sagði Birgir. Hlusta má á umræður þingmannanna í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira