Þjófur reyndi að borða flugmiðann sinn Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2019 10:30 Maðurinn viðurkenndi sök og var sleppt að skýrslutöku lokinni. FBL/Ernir Erlendur ferðalangur sem var að koma frá Dublin og stöðvaður var nýverið í tolli í Flugstöð Leifs Eiríkssonar reyndist vera með mikið af þýfi í fórum sínum úr flugstöðinni og víðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum en það voru lögreglumenn úr flugstöðvardeild sem handtóku manninn. Honum hafði orðið svo mikið um afskiptin að hann reyndi að borða flugmiðann sinn en kvað það svo hafa verið út af stressi. Hann hafði meðal annars stolið miklu af dýrum ilmvötnum, lýsistöflum, Hvannarótarbrennivíni og vodka, Samsungsíma og vídeotökuvél úr fríhöfninni, samtals að andvirði á fjórða hundrað þúsund króna. Að auki fannst meira þýfi hjá honum sem ekki var úr fríhöfninni og kvaðst hann ekki muna hvar hann hefði stolið því. Hann viðurkenndi sök og var sleppt að skýrslutöku lokinni. Nýverið var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna flugfarþega sem hreiðrað höfðu vel um sig hjá söluskrifstofu Icelandair í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Öryggisgæsla hafði reynt að koma þeim á æskilegri stað í flugstöðinni en þeir brugðist illa við þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndist fólkið hafa raðað töskum, kerrum og hjólastólum og búið þannig til eins konar virki um sig. Rúm hafði verið búið til úr tveimur ferðatöskum fyrir stúlkubarn sem svaf ofan á töskunum með sængina sína. Var fólkið beðið um að taka saman föggur sínar og færa sig á bekki þar sem það hamlaði ekki umgengni. Það maldaði hressilega í móinn en lét þó að lokum undan og tók virkið niður. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Erlendur ferðalangur sem var að koma frá Dublin og stöðvaður var nýverið í tolli í Flugstöð Leifs Eiríkssonar reyndist vera með mikið af þýfi í fórum sínum úr flugstöðinni og víðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum en það voru lögreglumenn úr flugstöðvardeild sem handtóku manninn. Honum hafði orðið svo mikið um afskiptin að hann reyndi að borða flugmiðann sinn en kvað það svo hafa verið út af stressi. Hann hafði meðal annars stolið miklu af dýrum ilmvötnum, lýsistöflum, Hvannarótarbrennivíni og vodka, Samsungsíma og vídeotökuvél úr fríhöfninni, samtals að andvirði á fjórða hundrað þúsund króna. Að auki fannst meira þýfi hjá honum sem ekki var úr fríhöfninni og kvaðst hann ekki muna hvar hann hefði stolið því. Hann viðurkenndi sök og var sleppt að skýrslutöku lokinni. Nýverið var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna flugfarþega sem hreiðrað höfðu vel um sig hjá söluskrifstofu Icelandair í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Öryggisgæsla hafði reynt að koma þeim á æskilegri stað í flugstöðinni en þeir brugðist illa við þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndist fólkið hafa raðað töskum, kerrum og hjólastólum og búið þannig til eins konar virki um sig. Rúm hafði verið búið til úr tveimur ferðatöskum fyrir stúlkubarn sem svaf ofan á töskunum með sængina sína. Var fólkið beðið um að taka saman föggur sínar og færa sig á bekki þar sem það hamlaði ekki umgengni. Það maldaði hressilega í móinn en lét þó að lokum undan og tók virkið niður.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum